Setti heimsmet og stýrði FH í meira en þrjár aldir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júlí 2023 11:47 Sicinski stýrði FH í 320 ár og vann meistaradeildina. Guinness, Vilhelm Pólskur maður að nafni Pawel Sicinski komst nýverið í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatíma í tölvuleiknum Football Manager. Lengst af stýrði hann liði Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal. Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal.
Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira