Katrín Tanja og Björgvin Karl öflug á fjallahjólinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 15:45 Björgvin Karl Guðmundsson var mjög flottur í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjuðu sína tíundu heimsleika í CrossFit með flottri frammistöðu í fyrstu grein. Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum. CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum.
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira