„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2023 19:36 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag. „Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“ Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04