Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2023 13:39 Gestir RIFF geta byrjað að hlakka til sundbíósins í Laugardalslaug 25. ágúst. RIFF Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi. RIFF fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni verður sundbíóið stærra en nokkru sinni fyrr. Stúkan í Laugardalslaug verður opnuð almenningi í fyrsta sinn í áraraðir. „Sundlaugarsvæðinu verður breytt í hátíðarsvæði þar sem matur, lifandi tónlist og kvikmyndasýning mynda óviðjafnanlega upplifun. Stúkan, sem rúmar 2600 manns, hefur nýlega verið tekin í gegn og hefur ekki litið svona vel út síðan fyrir aldamót,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Á skjánum verður verðlaunamyndin Life of Pi frá 2012. Myndin var tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna á sínum tíma og vann fjögur. Life of Pi er byggð á metsölubók Yann Martel og er töfrandi ævintýrasaga um ótrúlegt lífshlaup drengs á Indlandi. Myndin gerist að miklu leyti á litlum báti úti á hafi sem gerir hana kjörna fyrir sundbíó RIFF. Allt sundlaugarsvæðið umhverfis stóru laugina verður opið gestum viðburðarins og iðandi af lífi. Þar munu gestir geta rölt um svæðið, verslað sér sælgæti og RIFF varning, keypt mat frá matarvögnum, legið á legubekkjum og slakað á í heitu pottunum á meðan þeir horfa á bíó. „Villi Netó verður kynnir og í sundlauginni sjálfri verða árabátar, ekki ósvipaðir þeim sem birtast í myndinni, sem fólki er frjálst að sitja í og horfa á myndina. Lifandi tónlist verður leikin og svæðið lýst upp af Luxor á glæsilegan hátt svo úr verður sannkölluð töfraveröld,“ segir í tilkynningu. Ævintýrið verður föstudagskvöldið 25. ágúst klukkan 19 en miðasala fer fram á RIFF.is. RIFF Bíó og sjónvarp Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
RIFF fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni verður sundbíóið stærra en nokkru sinni fyrr. Stúkan í Laugardalslaug verður opnuð almenningi í fyrsta sinn í áraraðir. „Sundlaugarsvæðinu verður breytt í hátíðarsvæði þar sem matur, lifandi tónlist og kvikmyndasýning mynda óviðjafnanlega upplifun. Stúkan, sem rúmar 2600 manns, hefur nýlega verið tekin í gegn og hefur ekki litið svona vel út síðan fyrir aldamót,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Á skjánum verður verðlaunamyndin Life of Pi frá 2012. Myndin var tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna á sínum tíma og vann fjögur. Life of Pi er byggð á metsölubók Yann Martel og er töfrandi ævintýrasaga um ótrúlegt lífshlaup drengs á Indlandi. Myndin gerist að miklu leyti á litlum báti úti á hafi sem gerir hana kjörna fyrir sundbíó RIFF. Allt sundlaugarsvæðið umhverfis stóru laugina verður opið gestum viðburðarins og iðandi af lífi. Þar munu gestir geta rölt um svæðið, verslað sér sælgæti og RIFF varning, keypt mat frá matarvögnum, legið á legubekkjum og slakað á í heitu pottunum á meðan þeir horfa á bíó. „Villi Netó verður kynnir og í sundlauginni sjálfri verða árabátar, ekki ósvipaðir þeim sem birtast í myndinni, sem fólki er frjálst að sitja í og horfa á myndina. Lifandi tónlist verður leikin og svæðið lýst upp af Luxor á glæsilegan hátt svo úr verður sannkölluð töfraveröld,“ segir í tilkynningu. Ævintýrið verður föstudagskvöldið 25. ágúst klukkan 19 en miðasala fer fram á RIFF.is.
RIFF Bíó og sjónvarp Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira