Öryrkinn borinn út Skúli Thoroddsen skrifar 10. ágúst 2023 17:31 Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Voru þær aðgerðir lögmætar? Nýi dómsmálaráðherrann taldi þetta bara eðlilegt, einsog að selja kjörís, kannski. Reykjanesbær hafði beðið um að þetta yrði gert vegna vangoldinna fasteignagjalda. Veðskuldir voru engar á eigninni. Sjálfsagt að verða við kröfu bæjarins, hann bæri ábyrgðina, sagði þessi sérstaki fulltrúi réttlætisins, yfirmaður sýslumanns og fyrrverandi athafnakona sem virðist ekkert kunna í lögum. Ráðuneytið og ríkislögmaður hafna bótaskyldu. Öryrkinn var borinn út þann 3. ágúst sl. og bærinn skaffaði hinum eingasvifta öryrkja skjól hjá bænum. Er málið þá dautt? Maður bara spyr sig. Það brýtur gegn réttaravitund minni að drekkja því í þagnarhyl gleymskunnar. Skrifborðsskúffu ráðherrans, eins og ekkert sé. Fátt kemur lengur á óvart um misskiptingu í samfélaginu. En þegar Valdið er farið að bögga öryrkja, er einum of langt gengið. Það skiptir engu þó svo öryrkinn sé með skilorðsbundinn dóm á bakinu, sé kannski fíkill, andlega vanheill, fótbrotinn eða eitthvað, eða að það sé að opna Pandórubox að fara djúpt málið eins og forseti bæjarstjórnar orðar það. Þessi sala sýslumanns er ekki bara siðlaus heldur kol ólögleg að því er næst verður komist. Ég skal skýra það nánar. Sýslumaður fór ekki að lögum í málsmeðferð sinni. Með gerðinni bakaði hann öryrkjanum gífurlegt fjárhagstjón. Sendi hann á götuna, á bæinn, allslausan eftir að hafa hafa samþykkt tilboð í hús hans á nauðungaruppboði - sem ekki þurfti að fara fram. Sýslumaður fór ekki eftir meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hann braut líka gegn 1. mgr. 130. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, að því er virðist. Hann gat vegna sérstakra aðstæðna frestað uppboðinu, í samræmi við heimild í 37. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, sérstaklega vegna þess að hann mátti vita að mun hærra boð gæti fengist í eignina en 3 milljónir, kæmi til sölu. Hann lét undir höfuð leggjast að hafa samband við kröfuhafa, bæinn, um að hér væri eitthvað ekki í lagi, sem félagsmálaráð Reykjanesbæjar yrði að skoða nánar og eftir atvikum bregðast við. Sýslumaðurinn gerði það ekki. Hann brást öryrkjanum. „Gerði allt löglegt“, segir ráðherrann og lætur kyrrt liggja. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti bar sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það var ekki gert. Engin rök eru fyrir því að salan hafi verið málefnaleg, önnur en að hún var gerð að ósk Reykjanesbæjar, eins og dómsmálaráherra orðar það svo fallega. Það eru engin rök, engar málsástæður sem réttlæta aðförina, að svipta öryrkja eign sinni, margfalt umfram skuld hans við bæinn. Við blasir tilraun til þöggunar. Sýslumaður fór líka gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Og ráðherra lætur sér vel líka í frétt á RÚV. Nauðungarsalan er bótaskyld að skaðabótarétti að mínu viti. Ég vænti þess að slíkt mál verði höfðað af Öryrkjabandalagi Íslands, f.h. viðkomandi. Málið kallar á úrlausn dómstóla um hvort svona siðleysi standist lög. Salan er ólögmæt, að mínu mati, fer gegn réttmætisreglunni og virðist líka brjóta í bága við 130. gr. almennra hegningarlaga. Þá er aðgerðin augljóslega saknæm, ég segi ekki af ásetningi, en sýslumaður gerði sig klárlega sekan um mikið ranglæti með vítaverðu gáleysi við meðferð málsins, hvað svo sem dómsmálaráherra finnst og segir um það mál. Réttmætisreglan er ein af óskráðu um stjórnsýsluréttarins sem felur í sér kröfu um að ákvarðanir stjórnvalda séu studdar málefnalegum sjónarmiðum. Hún gildir einnig um ólögmæltar ákvarðanir. 130. gr. hegningarlaga vísar beint til réttmætisreglunnar varðandi gerðir m.a sýslumanna við nauðungarsölu. Þar segir í 1. mgr.: „Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Nú er ég ekki að halda því fram að það hafi verið ásetningur sýslumanns að selja fasteign öryrkjans, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði „til þess að niðurstaðan yrði ranglát.“ En niðurstaðan varð ranglát. Af gáleysi? Af vítaverðu gáleysi? Hvað hefði vandaður sýslumaður gert? Góður og grandvar embættismaður? Það er dómstóla að dæma um það. Annað er ekki boðlegt. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur óneitanlega skapað öryrkjanum tugmilljóna tjón, verið valdur að miklu ranglæti með athæfi sínu, sem gefur tilefni til nánari skoðunar og rannsóknar. Já, lögreglurannsóknar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Voru þær aðgerðir lögmætar? Nýi dómsmálaráðherrann taldi þetta bara eðlilegt, einsog að selja kjörís, kannski. Reykjanesbær hafði beðið um að þetta yrði gert vegna vangoldinna fasteignagjalda. Veðskuldir voru engar á eigninni. Sjálfsagt að verða við kröfu bæjarins, hann bæri ábyrgðina, sagði þessi sérstaki fulltrúi réttlætisins, yfirmaður sýslumanns og fyrrverandi athafnakona sem virðist ekkert kunna í lögum. Ráðuneytið og ríkislögmaður hafna bótaskyldu. Öryrkinn var borinn út þann 3. ágúst sl. og bærinn skaffaði hinum eingasvifta öryrkja skjól hjá bænum. Er málið þá dautt? Maður bara spyr sig. Það brýtur gegn réttaravitund minni að drekkja því í þagnarhyl gleymskunnar. Skrifborðsskúffu ráðherrans, eins og ekkert sé. Fátt kemur lengur á óvart um misskiptingu í samfélaginu. En þegar Valdið er farið að bögga öryrkja, er einum of langt gengið. Það skiptir engu þó svo öryrkinn sé með skilorðsbundinn dóm á bakinu, sé kannski fíkill, andlega vanheill, fótbrotinn eða eitthvað, eða að það sé að opna Pandórubox að fara djúpt málið eins og forseti bæjarstjórnar orðar það. Þessi sala sýslumanns er ekki bara siðlaus heldur kol ólögleg að því er næst verður komist. Ég skal skýra það nánar. Sýslumaður fór ekki að lögum í málsmeðferð sinni. Með gerðinni bakaði hann öryrkjanum gífurlegt fjárhagstjón. Sendi hann á götuna, á bæinn, allslausan eftir að hafa hafa samþykkt tilboð í hús hans á nauðungaruppboði - sem ekki þurfti að fara fram. Sýslumaður fór ekki eftir meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hann braut líka gegn 1. mgr. 130. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, að því er virðist. Hann gat vegna sérstakra aðstæðna frestað uppboðinu, í samræmi við heimild í 37. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, sérstaklega vegna þess að hann mátti vita að mun hærra boð gæti fengist í eignina en 3 milljónir, kæmi til sölu. Hann lét undir höfuð leggjast að hafa samband við kröfuhafa, bæinn, um að hér væri eitthvað ekki í lagi, sem félagsmálaráð Reykjanesbæjar yrði að skoða nánar og eftir atvikum bregðast við. Sýslumaðurinn gerði það ekki. Hann brást öryrkjanum. „Gerði allt löglegt“, segir ráðherrann og lætur kyrrt liggja. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti bar sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það var ekki gert. Engin rök eru fyrir því að salan hafi verið málefnaleg, önnur en að hún var gerð að ósk Reykjanesbæjar, eins og dómsmálaráherra orðar það svo fallega. Það eru engin rök, engar málsástæður sem réttlæta aðförina, að svipta öryrkja eign sinni, margfalt umfram skuld hans við bæinn. Við blasir tilraun til þöggunar. Sýslumaður fór líka gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Og ráðherra lætur sér vel líka í frétt á RÚV. Nauðungarsalan er bótaskyld að skaðabótarétti að mínu viti. Ég vænti þess að slíkt mál verði höfðað af Öryrkjabandalagi Íslands, f.h. viðkomandi. Málið kallar á úrlausn dómstóla um hvort svona siðleysi standist lög. Salan er ólögmæt, að mínu mati, fer gegn réttmætisreglunni og virðist líka brjóta í bága við 130. gr. almennra hegningarlaga. Þá er aðgerðin augljóslega saknæm, ég segi ekki af ásetningi, en sýslumaður gerði sig klárlega sekan um mikið ranglæti með vítaverðu gáleysi við meðferð málsins, hvað svo sem dómsmálaráherra finnst og segir um það mál. Réttmætisreglan er ein af óskráðu um stjórnsýsluréttarins sem felur í sér kröfu um að ákvarðanir stjórnvalda séu studdar málefnalegum sjónarmiðum. Hún gildir einnig um ólögmæltar ákvarðanir. 130. gr. hegningarlaga vísar beint til réttmætisreglunnar varðandi gerðir m.a sýslumanna við nauðungarsölu. Þar segir í 1. mgr.: „Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Nú er ég ekki að halda því fram að það hafi verið ásetningur sýslumanns að selja fasteign öryrkjans, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði „til þess að niðurstaðan yrði ranglát.“ En niðurstaðan varð ranglát. Af gáleysi? Af vítaverðu gáleysi? Hvað hefði vandaður sýslumaður gert? Góður og grandvar embættismaður? Það er dómstóla að dæma um það. Annað er ekki boðlegt. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur óneitanlega skapað öryrkjanum tugmilljóna tjón, verið valdur að miklu ranglæti með athæfi sínu, sem gefur tilefni til nánari skoðunar og rannsóknar. Já, lögreglurannsóknar. Höfundur er lögfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun