Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 15:37 Maður gengur fram hjá gjaldeyrisskiptastöð í Moskvu í gær. Dollarinn fór yfir hundrað rúblur. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra. Stýrivextir í Rússlandi eru nú tólf prósent eftir hækkunina. Gengi rúblunnar hefur veikst um meira en þriðjung frá upphafi árs og hefur ekki verið lægra í tæpa sautján mánuði. Rúblan styrkti sig aðeins eftir að tilkynnt var um hækkunina en lækkaði aftur eftir því sem leið á daginn, að sögn AP-fréttastofunnar. Maksim Oreshkin, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútín forseta, kenndi slælegri peningamálastjórn um veikt gengi gjaldmiðilsins í skoðanagrein í gær. Seðlabankinn hefði öll nauðsynleg verkfæri til þess að ná tökum á ástandinu. Vaxandi útgjöld til hernaðarmála og íþyngjandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja vegna innrásarinnar eru sagðar taka sinn toll af rússneska hagkerfinu. Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða mælist 7,6 prósent. Seðlabankinn hafði áður hækkað stýrivexti sína um eitt prósentustig í síðasta mánuði til þess að stemma stigu við verðhækkunum. Rússland Fjármálamarkaðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stýrivextir í Rússlandi eru nú tólf prósent eftir hækkunina. Gengi rúblunnar hefur veikst um meira en þriðjung frá upphafi árs og hefur ekki verið lægra í tæpa sautján mánuði. Rúblan styrkti sig aðeins eftir að tilkynnt var um hækkunina en lækkaði aftur eftir því sem leið á daginn, að sögn AP-fréttastofunnar. Maksim Oreshkin, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútín forseta, kenndi slælegri peningamálastjórn um veikt gengi gjaldmiðilsins í skoðanagrein í gær. Seðlabankinn hefði öll nauðsynleg verkfæri til þess að ná tökum á ástandinu. Vaxandi útgjöld til hernaðarmála og íþyngjandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja vegna innrásarinnar eru sagðar taka sinn toll af rússneska hagkerfinu. Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða mælist 7,6 prósent. Seðlabankinn hafði áður hækkað stýrivexti sína um eitt prósentustig í síðasta mánuði til þess að stemma stigu við verðhækkunum.
Rússland Fjármálamarkaðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira