Litlir karlar drepa ljúfa risa Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:30 Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun