Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 11:28 Mikill meirihluti hússins er ónýtur. Vísir/Vilhelm Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum. Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum.
Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49
Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35