Frumsamdi tíu tónverk um eyðibýli Íris Hauksdóttir skrifar 1. september 2023 09:04 Gunnar Ingi Guðmundsson gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Ólöf Sif Þráinsdóttir Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
„Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhugan minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stór myndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðakonu og heldur áfram. Draumurinn alltaf að flytja út „Það sem mér finnst svo áhugavert við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silvestri. Draumurinn var alltaf að flytja til Bandaríkjanna og læra kvikmyndatónlist en það er stórt í sniðum og mikill pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórandi hljómsveitar svo ekki sé minnst á kostnaðarhliðina. Ég lét mér því nægja að fara í fjarnám frá Berklee College of music í Boston. Það hefur verið gríðarlega gagnlegt og skemmtilegt nám.“ Dökk og dramatísk tónverk Kveikjan að plötunni Eyðibýli kviknaði þegar Gunnar Ingi sá afskekktan sveitabæ. Í kjölfarið samdi hann söguþráð með tónverkum sem segja sögu sveitabæjarins. Innblástur plötunnar eru þær sögur sem átt hafa sér stað á íslenskum sveitabæjum.Ólöf Sif Þráinsdóttir „Mér finnst eitthvað svo heillandi að hugsa til fólksins sem átti líf þarna á þessum afskekkta stað. Ástföngnu hjónunum, síasta ábúandanum, reimleikunum, ættingjunum sem komu í heimsókn, börnunum sem uxu þarna úr grasi, umhverfinu, veðurofsanum og öllu því sem fylgir íslenskri sveit. Ég reyndi að hafa tónlistina dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema. Þegar maður sér eyðibýli í fjarska í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu. Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní.“ Hann segir megin markmið plötunnar að vekja athygli á sér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti. Sköpunin kemur í tímabilum „Ég var lengi vel bassaleikari í hinum og þessum hljómsveitum og dreymdi um að meika það,“ segir Gunnar Ingi í léttum tón. „Að vera í hljómsveit með er brútal barátta og getur tekið mikið á svo árið 2019 sagði ég skilið við hljómsveitabransann og einbeitti mér alfarið að eigin efni.“ Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlist. „Sköpunin kemur í tímabilum, stundum gerist ekkert en aðra stundina er ég óstöðvandi við tónsmíðarnar og lagasmíðar. Ætli leiðinlegasti hlutinn sé ekki að koma efninu mínu á framfæri,“ segir Gunnar að lokum en áhugasamir geta hlustað á plötuna hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira