Sigur fyrir hvalina, fyrir Ísland og fyrir mannkynið Ralph Chami skrifar 24. ágúst 2023 12:00 Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun