Höldum þeim heima Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Mar varð alveg lens þegar þessari hugsun skaut niður hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér ástæðu þess hví félagsleg táknmálstúlkun sé enn í sömu krísu og fyrir 10-20 árum. Fátt virðist hafa þróast til hins betra eins og með öll önnur réttlætanleg verk sem eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Félagsleg þátttaka okkar sem þurfum táknmálstúlk er stjórnað af stjórnvöldum, kerfisbundið og er alls ekki í anda 3. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðra og sjálfsagt líka fleiri greina. Stjórnvöld leggja ákveðið fjármagn til félagslegrar táknmálstúlkunar inn í rekstur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) á ári. Þetta fjármagn er x. Þetta fjármagn er notað í myndsimatúlkun með takmörkuðum dagvinnutíma í mest 4 - 6 tíma á virkum dögum. Ekki helgar og kvöld og alls ekki á rauðum dögum. Það er sá tími sem okkur táknmálsfólki er gefið til að geta hringt með táknmálstúlk í gegnum myndsíma í heyrandi, rétt er að geta þess að það er ekki hægt að hringja í okkur í gegnum myndsíma, aðeins við að hringja til. Þetta fjármagn er líka notað ef við eigum viðtal við t.d lögfræðing, félagsràðgjafa, bílasölu, fasteignasala, endurskoðanda, félags-og íþróttastarf barna okkar, námskeið fyrir okkur sjálf, stjórnmálaþátttöku, stórafmæli eða brúðkaup í fjölskyldunni svo fátt eitt sé nefnt já og því sem er mikilvægast af öllu; atvinnuþátttöku okkar s.s á starfsmannafundum á vinnustað okkar, atvinnuviðtal, starfsmannaskemmtun vinnustaðarins, námskeið og vinnutengd verkefni t.d ef við erum sjálfstæðir atvinnurekendur og til kynningar- og samskipta vegna okkar eigin reksturs sjálfstæðrar atvinnustarfsemi. Rekstrarfjármagn félagslega sjóðsins varð til að ná jafnræði milli táknmálsfólk og heyrandi. Áður fyrr þegar sjóðurinn var til og kallaðist félagslegur sjóður eða líka stundum Þorgerðarsjóðurinn. Við notendur þekktum sjóðinn undir þessum nöfnum - hann var í raun eign táknmálsfólks/döff til að nota við túlkun við félagslegar aðstæður og var hægt að fá táknmálstúlk bæði hjá SHH og ef SHH átti ekki táknmálstúlk þá gat stofnunin eða notandinn leitað til sjálfstæðs táknmálstúlks. Fyrir nokkrum árum var þessi möguleiki tekin af og félagslegi sjóðurinn / Þorgerðarsjóðurinn ekki lengur til og fjármagn sjóðsins fært inn í rekstur SHH. Þannig að SHH má bara nota það fjármagn í sitt starfsfólk. SHH er í raun eigandi félagslega sjóðins og við notendur erum orðin excelreitur stjórnvaldsins. Þegar ekki er til táknmálstúlkur hjá SHH þá leitar SHH ekki til sjálfstætt starfandi táknmálstúlka til að uppfylla þörfina. Þannig að ef enginn táknmálstúlkur er til þá er þessu fé bara haldið óhreyfðu hjá SHH og við sem þurfum að nota túlkinn bara heima. Ekkert fé notað og félagsleg þáttaka táknmálsfólks þar með skert kerfisbundið meðvitað eða ómeðvitað af stjórnvöldum. Þannig heldur hinn svokallaði félagslegi sjóður sínu fjármagni árlega í sömu tölu, engar upphrópanir frá okkur táknmálsfólksins/döffi um að sjóðurinn sé tómur eins og var áður, engar upphrópanir um að það sé of lítið gefið í hann, engar upphrópanir eða beiðnir í fjáraukalögum um meiri fjármagn til sjóðsins. Stjórnvöld fría sig með þessum hætti og hafa það þægilegt á meðan við táknmálsfólkið skiljum ekkert í því af hverju er enn svona mikið klúður og vesen með okkur í samfélaginu Íslandi. Við höfum sagt okkar sögu sem er sértök á margan hátt, táknmál okkar er í útrýmingarhættu, sagt frá hvað við þurfum, hvernig við viljum og án þess að við setjum okkur í einhverja forréttindastöðu. Við viljum bara að okkur sé mætt með jafnræði, við eigum ekki að þurfa að hafa endalausar áhyggjur af aðgengi okkar að samfélaginu eða þá að þurfa að skrifa grein á sólbjörtum degi eins og í dag. Ég vil líka taka það fram að ég sem notandi er ánægð með tilveru SHH, hef sem notandi túlkaþjónustu til margra ára fengið góða þjónustu við öllum pöntunum mínum og á gott samstarf við táknmálstúlkana þegar þeir vinna fyrir mig. Þeir eru mín tengsl við samfélagið og veita mér ákveðið aðgengi. Það er hinsvegar stjórnvöld sjálf, sem sagt æðsti yfirmaður SHH sem setja reglurnar og setja þar með meðvitað eða ómeðvitað þröskulda í aðgengi mínu. Ég vil líka eiga kost á að geta valið mér táknmálstúlk. Það þarf að hafa fyrir þessu táknmálstúlkunar aðgengi sem er sjálfsögð mannréttindi. Eigið góðar stundir. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar