Skoðun

Ekki yfir­fylla dag­skránna strax

Anna Claessen skrifar

Hvernig lítur september út?

Er dagskráin orðin full? Er hlé á milli?

Er tími í mat? Hreyfingu? Áhugamál?

Við hlökkum oft til september, því þá er eins og ný byrjun. Búin að sukka um sumarið, ekki vera nógu mikið í ræktinni, né gera hluti svo nú er tíminn.

Nú ætlarðu að taka þig á.

Búin að setja vinnu, skóla, ræktina, námskeið í skipulagsbókina.

En... bíddu...

Hvað er þetta?

Skutla krökkunum? Bíllinn bilar? Meiri vinna? Fleiri bókanir?

Veikindi hjá þér eða hinum á heimilinu? Hjálpa foreldrum? Vinum?

Það var ekki á dagskránni.

Hvað þá?

Ekki fylla dagskránna strax. September er ekki einu sinni byrjaður.

Þú veist aldrei hvað á eftir að koma.

Dagskrá er áætlun, ekki endanleg!

Lífið breytist endalaust og því verður dagskráin að breytast með.

Passaðu að eiga tíma til að njóta lífsins líka og gera það sem þér þykir skemmtilegt. Hversu mikið á dagskránni er fyrir þig? Þú skiptir máli.

Því meira sem þú hlúir að þér því betri ertu fyrir aðra.

Njóttu september... njóttu þín

Höfundur er kulnunarmarkþjálfi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×