Ánægt starfsfólk leiðir til ánægðra viðskiptavina og hluthafa HR monitor 4. september 2023 11:46 Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Vök Baths frá byrjun árs 2021 en Vök Baths opnaði í júlí 2019. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. „Þegar ég hef störf var COVID-19 enn í fullum gangi og búið að takmarka opnunartíma frá klukkan 17:00 til 22:00. Ég var þá mikið ein yfir daginn, og var þá fram á kvöld í móttökunni. Eftir á að hyggja var þetta mjög dýrmætur tími og nýttist mjög vel. Ég fékk tækifæri til að kynnast fólkinu á svæðinu og störfum starfsfólksins vel. „Starfsfólkið okkar skiptir öllu máli enda drífur það áfram nýsköpun, umbætur, vöxt og tekjur fyrirtækisins.“ Ég hef lengi haft mikinn áhuga á þjónustu og hugmyndum framlínustarfsfólks, sem er vannýtt auðlind af þekkingu og tækifærum til framþróunar. Á þessum tíma skrifaði ég líka niður heilmikið af hugmyndum sem nýtast enn þann dag í dag og eru sum enn hluti af verkefnastjórnunartólinu okkar. Síðan gerði ég ítarlega könnun á meðal íbúa á svæðinu í lok febrúar og erum við enn að nýta okkur niðurstöður þeirrar könnunar.“ Áhugi á að skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti Aðalheiður hefur mikla ástríðu fyrir ferðaþjónustunni og er með víðtæka reynslu af ýmsum störfum því tengt bæði erlendis og á Íslandi. „Ég hef í raun starfað í ferðaþjónustunni frá því árið 2008. Þá bjó ég í London og var að vinna í vöruþróun með lestarfyrirtæki og hóteli. Eftir það flutti ég til Íslands og starfaði ég hjá Air Atlanta í fluggeiranum í tæp sjö ár. Síðar starfaði ég í þrjú ár við kynnisferðir hjá Reykjavík Excursions sem vörustjóri, og bar ábyrgð á 200 vörum sem veltu 7 milljörðum.“ Aðalheiður var einnig stjórnarformaður í Stjórnvísi, félagasamtök með það markmið að auka faglega stjórnun á Íslandi. „Það sem einkennir góða leiðtoga og stjórnendur er að vera góð fyrirmynd. Ég sóttist eftir því að vera stjórnarformaður Stjórnvísi því ég hef svo mikinn áhuga á upplifun viðskiptavina og að við finnum upp hjólið saman og skörum fram úr á alþjóðavísu. Ég hef t.a.m. farið í nám hjá Akademias í upplifunarhönnun sem fjallar í raun um að skapa eftirminnilega og minnistæða upplifun fyrir gesti. Upplifunarhönnun er mitt hjartans mál en ég er sannfærð um að tilgangurinn minn sé að auka þá ánægju og upplifun sem fólk fær við að ferðast til Íslands, en þá sérstaklega á Austurlandi og fyrir gesti Vök Baths.“ Mikil gróska er í ferðaþjónustunni á Austurlandi Telur Austurland eiga mikið eftir inni Aðalheiður flutti til Egilsstaða frá Reykjavík þegar hún hóf störf hjá Vök Baths. „Ég tel að Austurland eigi mjög mikið eftir inni, bæði fyrir lands- og ferðafólk. Vök Baths hefur klárlega aukið aðdráttarafl Austurlands og mætti jafnvel segja að væri púslið sem hafi vantað. Það er mikil gróska í ferðaþjónustunni á Austurlandi og er nú hægt að setja upp flotta pakka fyrir fólk til að heimsækja vinsæla ferðastaði og má til dæmis nefna Stuðlagil, Stórurð og Hengifoss.“ Hún segist njóta þess mjög að búa á Austurlandi enda sé hún mikið náttúrubarn. „Eftir að ég flutti á Egilsstaði hef ég prófað mig áfram í nýju áhugamáli, að fara á gönguskíði. Það eru svo rosalega margir fallegir staðir hér nálægt og algjör forréttindi að búa svona nálægt fallegri ósnertri náttúru. Við förum stundum fyrir vinnu þó ekki sé nema í 30 mínútur, því það er svo mikið af fallegum stöðum hér rétt hjá sem er hægt að fara á gönguskíði.“ Aðalheiður segið mikið spennandi hjá Vök Baths þessa daga. „Auðvitað er nálægðin við Urriðavatn mikið aðdráttarafl hjá okkur, en einnig breiddin í því sem við bjóðum uppá, frá tei til bjórs. Við erum afar stolt af því að hafa hlotið nýsköpunarverðlaunin og steinsteypuverðlaunin sem er til marks um þá miklu sköpun og þróun sem á sér stað hjá okkur. Einnig er spennandi að segja frá því að við erum að vinna í sjálfbærniverkefnum ásamt vöruþróun og því verkefni að auka úrval og fjölbreytileika fyrir viðskiptavinina okkar. Okkur langar til dæmis að prófa okkur áfram með að bjóða uppá nudd ofan í sem er gríðarlega spennandi verkefni.“ Vök baths hafa mikið aðdráttarafl. Ánægt starfsfólk leiðir til ánægðra viðskiptavina Samkvæmt Aðalheiði skiptir lykilmáli fyrir fyrirtæki að forgangsraða mannauðsmálum enda séu það einfaldlega góð viðskipti. „Það sem ég myndi segja að einkennir Vök Baths sem fyrirtæki er gleði, slökun og árangursdrifin liðsheild sem stefnir hátt og setur sér stór markmið. Starfsfólkið okkar skiptir öllu máli enda drífur það áfram nýsköpun, umbætur, vöxt og tekjur fyrirtækisins.“ „Við leitumst við hafa ánægju að leiðarljósi, þ.e. ánægju starfsmanna, ánægju viðskiptavina og þar af leiðandi ánægju hluthafa. Það er afar mikilvægt að auka þátttöku og ábyrgð starfsfólks í starfseminni, að hlusta á starfsfólk og þeirra hugmyndir og þannig hámarka árangur og starfsánægju. Aukin þátttaka starfsfólks hefur t.a.m. verið sýnd fram á að skila auknum rekstrarhagnaði, framleiðni, samkeppnishæfni, gæðum, skuldbindingu starfsfólks, tekjum, og síðast en ekki síst, starfsánægju,“ segir Aðalheiður frá. „Við setjum þjálfun starfsfólks í forgang og erum líka mjög tilbúin að fjárfesta í starfsfólkinu okkar, m.a. með námskeiðum, til að byggja upp þekkingu innandyra og styðja við starfsþróun fólksins okkar. Til dæmis hefur einn starfsmaður þróast frá því að sinna framlínustarfi, yfir í að sinna skrifstofustörfum í sölu- og reikningamálum, og nú höfum við fjárfest í námslínu fyrir þennan starfsmann til að vera Viðurkenndur bókari, þar sem áhugi hans og styrkleikar liggja þar.“ „Eftir að ég flutti á Egilsstaði hef ég prófað mig áfram í nýju áhugamáli, að fara á gönguskíði." Árangur í tölum Aðalheiður segir sig vera mikla keppnismanneskju, gagnadrifna og að hún vill helst sjá mælanlegan árangur í tölum. „Þá sérstaklega vil ég nefna árangur í tölum tengt ánægju starfsmanna frá niðurstöðum mælinga HR Monitor annars vegar, og ánægjustuðull viðskiptavina (NPS) og umsagnir frá hinum ýmsu miðlum hins vegar. Og að sjálfsögðu tengt auknum hagnaði líka.“ segir Aðalheiður. Aðalheiður segir frá því að hún hafi þekkt til HR Monitor áður en hún hóf störf hjá Vök Baths. „Svo þegar ég hóf störf hjá Vök Baths ákvað ég að innleiða strax kannanir HR Monitor. Starfsfólkið tók fyrstu könnunina í janúar 2021 fyrir desember 2020.“ Lausnir við áskorunum koma frá niðurstöðum mælinga HR Monitor Aðalheiður segir þau hafa fengið dýrmætar upplýsingar út frá niðurstöðum mælinga HR Monitor. „Mælingar HR Monitor hafa nýst okkur gríðarlega vel sem staðfesting á því sem er að gerast innandyra. Við urðum eitt skipti óheppin og réðum til okkar einstakling sem var því miður ekki alveg að virka inn í hópinn og það sást til dæmis strax í niðurstöðum varðandi starfsánægju.“ „Með mælingunum erum við með puttann á púlsinum hjá okkar fólki og nýtum okkur niðurstöður HR Monitor í hverjum mánuði. Þetta er dýrmætt tól og gefur starfsfólki tækifæri til að taka meiri þátt í ákvörðunum og komið sýnum hugmyndum á framfæri sem er akkúrat það sem við viljum.“ „Ein frábær hugmynd sem kviknaði á m.a. út frá niðurstöðunum var að búa til Vök Baths netskólann fyrir starfsfólk. Á hverju ári ráðum við inn um 12 nýja starfsmenn yfir sumartímann sem felur í sér áskoranir þegar kemur að fræðslu. Netskólinn hefur haft mjög jákvæð áhrif og aukið aðgengileika þjálfunar og þekkingar fyrir okkar starfsfólk og skilað meiri áhuga. Þá höfum við áfram nýtt okkur niðurstöður úr HR Monitor til að bæta við efni í skólann.“ Mannauðsmál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Þegar ég hef störf var COVID-19 enn í fullum gangi og búið að takmarka opnunartíma frá klukkan 17:00 til 22:00. Ég var þá mikið ein yfir daginn, og var þá fram á kvöld í móttökunni. Eftir á að hyggja var þetta mjög dýrmætur tími og nýttist mjög vel. Ég fékk tækifæri til að kynnast fólkinu á svæðinu og störfum starfsfólksins vel. „Starfsfólkið okkar skiptir öllu máli enda drífur það áfram nýsköpun, umbætur, vöxt og tekjur fyrirtækisins.“ Ég hef lengi haft mikinn áhuga á þjónustu og hugmyndum framlínustarfsfólks, sem er vannýtt auðlind af þekkingu og tækifærum til framþróunar. Á þessum tíma skrifaði ég líka niður heilmikið af hugmyndum sem nýtast enn þann dag í dag og eru sum enn hluti af verkefnastjórnunartólinu okkar. Síðan gerði ég ítarlega könnun á meðal íbúa á svæðinu í lok febrúar og erum við enn að nýta okkur niðurstöður þeirrar könnunar.“ Áhugi á að skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti Aðalheiður hefur mikla ástríðu fyrir ferðaþjónustunni og er með víðtæka reynslu af ýmsum störfum því tengt bæði erlendis og á Íslandi. „Ég hef í raun starfað í ferðaþjónustunni frá því árið 2008. Þá bjó ég í London og var að vinna í vöruþróun með lestarfyrirtæki og hóteli. Eftir það flutti ég til Íslands og starfaði ég hjá Air Atlanta í fluggeiranum í tæp sjö ár. Síðar starfaði ég í þrjú ár við kynnisferðir hjá Reykjavík Excursions sem vörustjóri, og bar ábyrgð á 200 vörum sem veltu 7 milljörðum.“ Aðalheiður var einnig stjórnarformaður í Stjórnvísi, félagasamtök með það markmið að auka faglega stjórnun á Íslandi. „Það sem einkennir góða leiðtoga og stjórnendur er að vera góð fyrirmynd. Ég sóttist eftir því að vera stjórnarformaður Stjórnvísi því ég hef svo mikinn áhuga á upplifun viðskiptavina og að við finnum upp hjólið saman og skörum fram úr á alþjóðavísu. Ég hef t.a.m. farið í nám hjá Akademias í upplifunarhönnun sem fjallar í raun um að skapa eftirminnilega og minnistæða upplifun fyrir gesti. Upplifunarhönnun er mitt hjartans mál en ég er sannfærð um að tilgangurinn minn sé að auka þá ánægju og upplifun sem fólk fær við að ferðast til Íslands, en þá sérstaklega á Austurlandi og fyrir gesti Vök Baths.“ Mikil gróska er í ferðaþjónustunni á Austurlandi Telur Austurland eiga mikið eftir inni Aðalheiður flutti til Egilsstaða frá Reykjavík þegar hún hóf störf hjá Vök Baths. „Ég tel að Austurland eigi mjög mikið eftir inni, bæði fyrir lands- og ferðafólk. Vök Baths hefur klárlega aukið aðdráttarafl Austurlands og mætti jafnvel segja að væri púslið sem hafi vantað. Það er mikil gróska í ferðaþjónustunni á Austurlandi og er nú hægt að setja upp flotta pakka fyrir fólk til að heimsækja vinsæla ferðastaði og má til dæmis nefna Stuðlagil, Stórurð og Hengifoss.“ Hún segist njóta þess mjög að búa á Austurlandi enda sé hún mikið náttúrubarn. „Eftir að ég flutti á Egilsstaði hef ég prófað mig áfram í nýju áhugamáli, að fara á gönguskíði. Það eru svo rosalega margir fallegir staðir hér nálægt og algjör forréttindi að búa svona nálægt fallegri ósnertri náttúru. Við förum stundum fyrir vinnu þó ekki sé nema í 30 mínútur, því það er svo mikið af fallegum stöðum hér rétt hjá sem er hægt að fara á gönguskíði.“ Aðalheiður segið mikið spennandi hjá Vök Baths þessa daga. „Auðvitað er nálægðin við Urriðavatn mikið aðdráttarafl hjá okkur, en einnig breiddin í því sem við bjóðum uppá, frá tei til bjórs. Við erum afar stolt af því að hafa hlotið nýsköpunarverðlaunin og steinsteypuverðlaunin sem er til marks um þá miklu sköpun og þróun sem á sér stað hjá okkur. Einnig er spennandi að segja frá því að við erum að vinna í sjálfbærniverkefnum ásamt vöruþróun og því verkefni að auka úrval og fjölbreytileika fyrir viðskiptavinina okkar. Okkur langar til dæmis að prófa okkur áfram með að bjóða uppá nudd ofan í sem er gríðarlega spennandi verkefni.“ Vök baths hafa mikið aðdráttarafl. Ánægt starfsfólk leiðir til ánægðra viðskiptavina Samkvæmt Aðalheiði skiptir lykilmáli fyrir fyrirtæki að forgangsraða mannauðsmálum enda séu það einfaldlega góð viðskipti. „Það sem ég myndi segja að einkennir Vök Baths sem fyrirtæki er gleði, slökun og árangursdrifin liðsheild sem stefnir hátt og setur sér stór markmið. Starfsfólkið okkar skiptir öllu máli enda drífur það áfram nýsköpun, umbætur, vöxt og tekjur fyrirtækisins.“ „Við leitumst við hafa ánægju að leiðarljósi, þ.e. ánægju starfsmanna, ánægju viðskiptavina og þar af leiðandi ánægju hluthafa. Það er afar mikilvægt að auka þátttöku og ábyrgð starfsfólks í starfseminni, að hlusta á starfsfólk og þeirra hugmyndir og þannig hámarka árangur og starfsánægju. Aukin þátttaka starfsfólks hefur t.a.m. verið sýnd fram á að skila auknum rekstrarhagnaði, framleiðni, samkeppnishæfni, gæðum, skuldbindingu starfsfólks, tekjum, og síðast en ekki síst, starfsánægju,“ segir Aðalheiður frá. „Við setjum þjálfun starfsfólks í forgang og erum líka mjög tilbúin að fjárfesta í starfsfólkinu okkar, m.a. með námskeiðum, til að byggja upp þekkingu innandyra og styðja við starfsþróun fólksins okkar. Til dæmis hefur einn starfsmaður þróast frá því að sinna framlínustarfi, yfir í að sinna skrifstofustörfum í sölu- og reikningamálum, og nú höfum við fjárfest í námslínu fyrir þennan starfsmann til að vera Viðurkenndur bókari, þar sem áhugi hans og styrkleikar liggja þar.“ „Eftir að ég flutti á Egilsstaði hef ég prófað mig áfram í nýju áhugamáli, að fara á gönguskíði." Árangur í tölum Aðalheiður segir sig vera mikla keppnismanneskju, gagnadrifna og að hún vill helst sjá mælanlegan árangur í tölum. „Þá sérstaklega vil ég nefna árangur í tölum tengt ánægju starfsmanna frá niðurstöðum mælinga HR Monitor annars vegar, og ánægjustuðull viðskiptavina (NPS) og umsagnir frá hinum ýmsu miðlum hins vegar. Og að sjálfsögðu tengt auknum hagnaði líka.“ segir Aðalheiður. Aðalheiður segir frá því að hún hafi þekkt til HR Monitor áður en hún hóf störf hjá Vök Baths. „Svo þegar ég hóf störf hjá Vök Baths ákvað ég að innleiða strax kannanir HR Monitor. Starfsfólkið tók fyrstu könnunina í janúar 2021 fyrir desember 2020.“ Lausnir við áskorunum koma frá niðurstöðum mælinga HR Monitor Aðalheiður segir þau hafa fengið dýrmætar upplýsingar út frá niðurstöðum mælinga HR Monitor. „Mælingar HR Monitor hafa nýst okkur gríðarlega vel sem staðfesting á því sem er að gerast innandyra. Við urðum eitt skipti óheppin og réðum til okkar einstakling sem var því miður ekki alveg að virka inn í hópinn og það sást til dæmis strax í niðurstöðum varðandi starfsánægju.“ „Með mælingunum erum við með puttann á púlsinum hjá okkar fólki og nýtum okkur niðurstöður HR Monitor í hverjum mánuði. Þetta er dýrmætt tól og gefur starfsfólki tækifæri til að taka meiri þátt í ákvörðunum og komið sýnum hugmyndum á framfæri sem er akkúrat það sem við viljum.“ „Ein frábær hugmynd sem kviknaði á m.a. út frá niðurstöðunum var að búa til Vök Baths netskólann fyrir starfsfólk. Á hverju ári ráðum við inn um 12 nýja starfsmenn yfir sumartímann sem felur í sér áskoranir þegar kemur að fræðslu. Netskólinn hefur haft mjög jákvæð áhrif og aukið aðgengileika þjálfunar og þekkingar fyrir okkar starfsfólk og skilað meiri áhuga. Þá höfum við áfram nýtt okkur niðurstöður úr HR Monitor til að bæta við efni í skólann.“
Mannauðsmál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira