Óttar fer með himinskautum Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 8. september 2023 17:01 Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar