„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 23:30 Kári Árnason fór yfir varnarleik Íslands gegn Lúxemborg. Vísir Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira