Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 15:40 Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár. EPA/HERBERT NEUBAUER Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times. Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Fleiri fréttir Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Sjá meira
Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Fleiri fréttir Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið