Truflar Davíð ekki að fólk efist um hann vegna fortíðar hans Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 08:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra Vísir/Vilhelm Gunnarsson Davíð Smári Lamude, þjálfari liðs Vestra í fótbolta sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sögunni, segir það ekki trufla sig að einhverjir séu ekki vissir með hann sökum fortíðar hans. Hann hafi verið ungur og vitlaus á þeim tíma. Davíð Smári hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina og segir hann það gefa sér eldsneyti í starfi sínu sem þjálfari að það séu einhverjir sem efist um hann núna sökum fortíðar hans. Klippa: Davíð Smári: Ég var ungur og vitlaus Finnst þér erfitt að hreinsa fortíðina og fá kannski þá virðingu sem þú átt skilið sem fótboltaþjálfari? „Ef ég á að vera mjög einlægur að svara þessu þá er það bara það sem gefur mér eldsneyti til þess að halda áfram. Að það séu einhverjar efasemdarraddir,“ segir Davíð Smári í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Fortíðin er að baki fyrir mér“ „Árangur minn sem þjálfari talar sínu máli. Öll þau verkefni sem ég tek að mér geri ég vel. Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem ég skila af mér. Það truflar mig alls ekki að það séu einhverjir sem eru ekki vissir með mig og mína fortíð. Ég var ungur og vitlaus, það er enginn að reyna fela það. Ég er bara sá sem ég er í dag og er stoltur af því. Fortíðin er að baki fyrir mér.“ Hvað einkennir þig sem þjálfara í dag? „Ég er mjög kröfuharður. Er með mjög sterka sýn á leikinn, mjög skýra sýn á hvað ég vil fá frá leikmönnum. Það eru mín sterkustu einkenni sem þjálfari, mínir leikmenn vita sín hlutverk og vita að ef ég sé það ekki koma frá þeim þá spila þeir ekki marga leiki fyrir mig.“ Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Tengdar fréttir „Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra. 3. október 2023 10:10 Fimmtíu milljóna króna markið sem tryggði Vestra upp í Bestu deild Vestri mun leika í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur liðsins gegn Aftureldingu í framlengdum úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar á laugardaginn síðastliðinn. 2. október 2023 11:31 Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. 2. október 2023 14:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Davíð Smári hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina og segir hann það gefa sér eldsneyti í starfi sínu sem þjálfari að það séu einhverjir sem efist um hann núna sökum fortíðar hans. Klippa: Davíð Smári: Ég var ungur og vitlaus Finnst þér erfitt að hreinsa fortíðina og fá kannski þá virðingu sem þú átt skilið sem fótboltaþjálfari? „Ef ég á að vera mjög einlægur að svara þessu þá er það bara það sem gefur mér eldsneyti til þess að halda áfram. Að það séu einhverjar efasemdarraddir,“ segir Davíð Smári í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Fortíðin er að baki fyrir mér“ „Árangur minn sem þjálfari talar sínu máli. Öll þau verkefni sem ég tek að mér geri ég vel. Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem ég skila af mér. Það truflar mig alls ekki að það séu einhverjir sem eru ekki vissir með mig og mína fortíð. Ég var ungur og vitlaus, það er enginn að reyna fela það. Ég er bara sá sem ég er í dag og er stoltur af því. Fortíðin er að baki fyrir mér.“ Hvað einkennir þig sem þjálfara í dag? „Ég er mjög kröfuharður. Er með mjög sterka sýn á leikinn, mjög skýra sýn á hvað ég vil fá frá leikmönnum. Það eru mín sterkustu einkenni sem þjálfari, mínir leikmenn vita sín hlutverk og vita að ef ég sé það ekki koma frá þeim þá spila þeir ekki marga leiki fyrir mig.“
Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Tengdar fréttir „Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra. 3. október 2023 10:10 Fimmtíu milljóna króna markið sem tryggði Vestra upp í Bestu deild Vestri mun leika í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur liðsins gegn Aftureldingu í framlengdum úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar á laugardaginn síðastliðinn. 2. október 2023 11:31 Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. 2. október 2023 14:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra. 3. október 2023 10:10
Fimmtíu milljóna króna markið sem tryggði Vestra upp í Bestu deild Vestri mun leika í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur liðsins gegn Aftureldingu í framlengdum úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar á laugardaginn síðastliðinn. 2. október 2023 11:31
Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. 2. október 2023 14:01