Frú Ragnheiður á ferðinni í 14 ár Sólveig Gísladóttir skrifar 6. október 2023 12:01 14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar