Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ Benedikt Sveinsson fæddist þann 31. júlí 1938. Hann er sonur Helgu Ingimundardóttur og Sveins Benediktssonar og er alnafni afa síns í föðurætt. Sá var alþingismaður frá árinu 1908 til 1931 bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Benedikt eldri var einnig faðir Bjarna Benediktssonar eldri, sem var forsætisráðherra Íslands frá 1963 til dánardags 1970. Bjarni Benediktsson eldri var því afabróðir alnafna síns yngri. Benedikt yngri gekk í Austurbæjarskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk lagaprófi og hélt síðan út í nám við Minnesota-háskólann í Minneapolis þar sem hann stundaði nám í viðskiptafræði. Hann giftist Guðríði Jónsdóttur árið 1960 og á með henni þrjá syni: Svein, Jón og Bjarna. „Ég man að það voru allar stelpurnar skotnar í honum þegar hann kom í bekkinn. Hann var ekki feiminn en tranaði sér aldrei fram. Hann var stilltur og prúður en hafði samt sínar skoðanir og var alltaf með í leikjum og öðru sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var vinsæll meðal krakkanna,“ var haft eftir fyrrverandi bekkjarsystur hans úr MR í umfjöllun DV um Benedikt árið 1994. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar 1971 til 1974 og varabæjarfulltrúi í bænum 1982 til 1986. Þar á eftir bæjarfulltrúi, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Hann tilkynnti árið 1997 að hann myndi hætta í bæjarmálunum. Ekkert sukk-líferni „Það er gott að starfa með Benedikt og hann hikar ekkert við að taka ákvarðanir þótt þær geti verið óþægilegar,“ sagði Benedikt Jóhannesson, frændi Benedikts Sveinssonar, í áðurnefndri umfjöllun DV. Benedikt Jóhannesson átti síðar eftir að leiða Viðreisn í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, þar sem Benedikt fór með embætti fjármálaráðherra. Sú ríkisstjórn entist ekki lengi og þar átti Benedikt Sveinsson hlut í máli. Skjáskot úr DV frá árinu 1994. Þarna sést heimili Benedikts, sem nafni hans og frændi segir að sé ekki nein glæsihöll.Tímarit.is Benedikt Jóhannesson hafði meira að segja um nafna sinn. „Hann berst ekki mikið á í einkalífinu. Hann býr ekki í neinni glæsihöll og það er ekkert sukk-líferni í kringum hann heldur allt á venjulegum nótum,“ var haft eftir honum, en í umfjöllun DV var birt ljósmynd af heimili Benedikts Sveinssonar í Garðabæ. Einnig voru fögur orð Haraldar Blöndal í garð frænda síns Benedikts höfð eftir honum. „Hann er mikill mannkostamaður, hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann er mjög traustur og heiðarlegur í viðskiptum og er annt um heiðarlegt viðskiptalíf og að menn fari eftir settum reglum. Hann er fastur fyrir eins og allir mikilhæfir menn, rökfastur en ofstopi er ekki til í fari Benedikts.“ „Stjórnarformaður Íslands“ Í umfjöllun DV árið 1994 var persóna Benedikts skoðuð, en einnig umfang hans í viðskiptum. Hann var kallaður „oddviti Engeyjarættarinnar“, hann sagður einn valdamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi, og að hann hafi nafnbótina „Stjórnarformaður Íslands“. Þá var bent á að hann væri stjórnarformaður Sjóvá Almennra, Festingar og Marels. Jafnframt sæti hann í stjórn Eimskipa, Flugleiða og fleiri félaga. Á mynd sem birtist í umfjöllun DV sem útskýrði „þræði Benedikts Sveinssonar“ mátti sjá undirliggjandi mynd af kolkrabba, vísunar í nafn sem var notað um viðskiptaveldi í íslensku samfélagi. Viðloðinn Kolkrabbann Í blaði Frjálsrar verslunar árið 2003 var fjallað um fyrirbrigðið sem Kolkrabbinn var. Hugtakið hafi fyrst verið notað í blaðinu Þjóðlífi 1991. „Talið var að nafnið „Kolkrabbinn“ myndi ekki festast í sessi og yrði stundarfyrirbrigði. Annað hefur komið á daginn,“ segir í umfjöllun Frjálsrar verslunar. Þar er útskýrt að merking Kolkrabbans hafi varðað þau eignatengsl sem voru á milli Sjóvar Almennra, Eimskips, Skeljungs, Haukaþings og Flugleiða. Foringjar Kolkrabbans væru Benedikt Sveinsson, Einar Sveinsson bróðir hans, og áðurnefndur frændi þeirra Benedikt Jóhannesson. Í umfjöllun DV árið 1994 voru „þræðir Benedikts Sveinssonar“ útskýrðir með þessari mynd.Tímarit.is „Kolkrabbinn er þekktasta valdablokkin í íslensku viðskiptalífi. Margt bendir til að Kolkrabbinn sé þó að öðlast nýja og víðari merkingu í hugum fólks og að hann sé að verða táknrænn fyrir „gamla peninga“ í viðskiptalífinu.“ segir í Frjálsri verslun 2003. Jafnframt hefur Kolkrabbanum verið lýst sem valdablokk innan Sjálfstæðisflokksins sem hafi ráðið ríkjum hér á landi um margra ára skeið. Þá hafi Kolkrabbinn átt sér eins konar bróður, Smokkfiskinn, sem var valdablokk Framsóknarflokksins. Á þessari öld hefur umræða um Kolkrabbann í fjölmiðlum oft verið á þá leið að hann hafi dáið, eða sest í helgan stein, en jafnframt hafa verið uppi vangaveltur um hvort hann hafi vaknað á ný. Undirskrift föðurins sprengdi ríkisstjórn sonarins Sonur Benedikts, Bjarni Benediktsson, var kjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins 2003, en hann hefur setið á Alþingi síðan. Hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 og árið 2013 varð hann fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, sem var leidd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð í kjölfar Wintrismálsins svokallaða. Sú ríkisstjórn féll í kosningunum 2016, en þrátt fyrir það var Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn. Eftir margra mánaða stjórnarmyndun var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, undir stjórn Benedikts Jóhannessonar, og Bjartrar framtíðar, undir stjórn Óttars Proppé, mynduð í upphafi árs 2017. Bjarni varð þar forsætisráðherra, en umrædd ríkisstjórn átti eftir að vera ein sú skammlífasta í lýðræðissögunni. Það var Björt framtíð sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests“. Það gerðist sama dag og að í ljós kom að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherrans Bjarna, hefði skrifað undir meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí 2017 að faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Mál Hjalta annars vegar og Róberts Downey hins vegar höfðu verið milli tannanna á fólki dagana og vikurnar á undan. Báðir höfðu hlotið dóma fyrir barnaníð og hlutu uppreist æru í september 2016. Lítið góðverk breyttist í harmleik „Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar,“ sagði Benedikt Sveinsson í yfirlýsingu skömmu eftir að greint var frá því að hann hafi mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar.“ Benedikt útskýrði að Hjalti hefði komið til sín með tilbúið bréf og hann skrifað undir það. „Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra,“ sagði hann. Keypti í Íslandsbankaútboðinu Þrátt fyrir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi sprungið eftir einungis átta mánuði, þá gekk Sjálfstæðisflokkurinn, enn með Bjarna í fararbroddi, í nýtt stjórnarsamstarf í kjölfar næstu kosninga 2017. Þá voru það Vinstri græn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, og Framsókn, með Sigurð Inga Jóhannsson, sem fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokki. Bjarni fór aftur í fjármálaráðuneytið. Sú ríkisstjórn fékk endurnýjað umboð árið 2021. Eitt mál sem hefur einkennt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sérstaklega á öðru kjörtímabili hennar, er salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tvö útboð hafa átt sér stað. Hið fyrra átti sér stað árið 2021 og var opið almenningi. Það síðara fór fram árið 2022, en það var lokað og þá fengu einungis svokallaðir fag- og stofnanafjárfestar að taka þátt. Einn umræddra fagfjárfesta var Benedikt Sveinsson, faðir ráðherrans sem var ábyrgur fyrir sölunni, en hann keypti 0,1042 prósenta hlut í bankanum fyrir 54 milljónir króna. Hann gerði það í gegnum félagið Hafsilfur ehf., sem er alfarið í eigu hans. Þetta kom í ljós eftir að listi kaupenda var birtur á vef Stjórnarráðsins í apríl í fyrra, en Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, mælti gegn því að listinn yrði birtur. Kom honum í opna skjöldu Daginn eftir að þetta kom í ljós var Bjarni til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann það hafa komið sér á óvart að sjá nafn föður síns. Hann sagðist ekki hafa vitað af því. Að ríkisstjórnarfundi loknum daginn eftir það sagðist Bjarni hafa beðið sína nánustu um að taka ekki þátt í útboðinu. „Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fjölskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort hann hafi heyrt í föður sínum vegna málsins svaraði Bjarni: „Hvað heldur þú?“ Og spurður út í skýringarnar sem faðir hans hafi gefið sér fyrir kaupunum sagði hann: „Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“ Samskipti feðgana ekki fyrir fjölmiðla Það var síðan í gær, 10. október 2023, sem Bjarni tilkynnti að hann hygðist hætta sem fjármálaráðherra eftir að hafa setið í mismunandi ráðherrastólum í um það bil tíu ár. Ástæðan fyrir afsögninni er álit umboðsmanns Alþingis. Þar segir að Bjarni hafi ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda. „Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins,“ segir í álitinu. Þegar Bjarni tilkynnti um afsögn sína í gærmorgun sagðist hann vera með hreina samvisku, en að bera skyldi að virða niðurstöðu umboðsmanns. Því sæi hann sér ekki kleift að sitja lengur sem fjármála- og efnahagsráðherra. Á blaðamannafundi Bjarna var hann spurður út í hvort það hefði verið dómgreindarbrestur hjá Benedikt, föður hans, að taka þátt í útboðinu. Bjarni hló og svaraði: „Ég ætla ekki að fara að taka þátt í því að fella slíka dóma um föður minn. En ég hef áður sagt að það hefði verið á alla kanta verið heppilegra hefði hann sleppt þessu.“ Jafnframt var Bjarni spurður hvort hann hefði greint föður sínum frá ákvörðun sinni um að segja af sér, og hver viðbrögð Benedikts hafi verið. „Það sem fer okkar á milli það er ekki efni fyrir fjölmiðla held ég.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Uppreist æru Fréttaskýringar Tengdar fréttir Bjarni sá ellefti til að segja af sér Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. 10. október 2023 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent
Benedikt Sveinsson fæddist þann 31. júlí 1938. Hann er sonur Helgu Ingimundardóttur og Sveins Benediktssonar og er alnafni afa síns í föðurætt. Sá var alþingismaður frá árinu 1908 til 1931 bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Benedikt eldri var einnig faðir Bjarna Benediktssonar eldri, sem var forsætisráðherra Íslands frá 1963 til dánardags 1970. Bjarni Benediktsson eldri var því afabróðir alnafna síns yngri. Benedikt yngri gekk í Austurbæjarskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk lagaprófi og hélt síðan út í nám við Minnesota-háskólann í Minneapolis þar sem hann stundaði nám í viðskiptafræði. Hann giftist Guðríði Jónsdóttur árið 1960 og á með henni þrjá syni: Svein, Jón og Bjarna. „Ég man að það voru allar stelpurnar skotnar í honum þegar hann kom í bekkinn. Hann var ekki feiminn en tranaði sér aldrei fram. Hann var stilltur og prúður en hafði samt sínar skoðanir og var alltaf með í leikjum og öðru sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var vinsæll meðal krakkanna,“ var haft eftir fyrrverandi bekkjarsystur hans úr MR í umfjöllun DV um Benedikt árið 1994. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar 1971 til 1974 og varabæjarfulltrúi í bænum 1982 til 1986. Þar á eftir bæjarfulltrúi, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Hann tilkynnti árið 1997 að hann myndi hætta í bæjarmálunum. Ekkert sukk-líferni „Það er gott að starfa með Benedikt og hann hikar ekkert við að taka ákvarðanir þótt þær geti verið óþægilegar,“ sagði Benedikt Jóhannesson, frændi Benedikts Sveinssonar, í áðurnefndri umfjöllun DV. Benedikt Jóhannesson átti síðar eftir að leiða Viðreisn í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, þar sem Benedikt fór með embætti fjármálaráðherra. Sú ríkisstjórn entist ekki lengi og þar átti Benedikt Sveinsson hlut í máli. Skjáskot úr DV frá árinu 1994. Þarna sést heimili Benedikts, sem nafni hans og frændi segir að sé ekki nein glæsihöll.Tímarit.is Benedikt Jóhannesson hafði meira að segja um nafna sinn. „Hann berst ekki mikið á í einkalífinu. Hann býr ekki í neinni glæsihöll og það er ekkert sukk-líferni í kringum hann heldur allt á venjulegum nótum,“ var haft eftir honum, en í umfjöllun DV var birt ljósmynd af heimili Benedikts Sveinssonar í Garðabæ. Einnig voru fögur orð Haraldar Blöndal í garð frænda síns Benedikts höfð eftir honum. „Hann er mikill mannkostamaður, hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann er mjög traustur og heiðarlegur í viðskiptum og er annt um heiðarlegt viðskiptalíf og að menn fari eftir settum reglum. Hann er fastur fyrir eins og allir mikilhæfir menn, rökfastur en ofstopi er ekki til í fari Benedikts.“ „Stjórnarformaður Íslands“ Í umfjöllun DV árið 1994 var persóna Benedikts skoðuð, en einnig umfang hans í viðskiptum. Hann var kallaður „oddviti Engeyjarættarinnar“, hann sagður einn valdamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi, og að hann hafi nafnbótina „Stjórnarformaður Íslands“. Þá var bent á að hann væri stjórnarformaður Sjóvá Almennra, Festingar og Marels. Jafnframt sæti hann í stjórn Eimskipa, Flugleiða og fleiri félaga. Á mynd sem birtist í umfjöllun DV sem útskýrði „þræði Benedikts Sveinssonar“ mátti sjá undirliggjandi mynd af kolkrabba, vísunar í nafn sem var notað um viðskiptaveldi í íslensku samfélagi. Viðloðinn Kolkrabbann Í blaði Frjálsrar verslunar árið 2003 var fjallað um fyrirbrigðið sem Kolkrabbinn var. Hugtakið hafi fyrst verið notað í blaðinu Þjóðlífi 1991. „Talið var að nafnið „Kolkrabbinn“ myndi ekki festast í sessi og yrði stundarfyrirbrigði. Annað hefur komið á daginn,“ segir í umfjöllun Frjálsrar verslunar. Þar er útskýrt að merking Kolkrabbans hafi varðað þau eignatengsl sem voru á milli Sjóvar Almennra, Eimskips, Skeljungs, Haukaþings og Flugleiða. Foringjar Kolkrabbans væru Benedikt Sveinsson, Einar Sveinsson bróðir hans, og áðurnefndur frændi þeirra Benedikt Jóhannesson. Í umfjöllun DV árið 1994 voru „þræðir Benedikts Sveinssonar“ útskýrðir með þessari mynd.Tímarit.is „Kolkrabbinn er þekktasta valdablokkin í íslensku viðskiptalífi. Margt bendir til að Kolkrabbinn sé þó að öðlast nýja og víðari merkingu í hugum fólks og að hann sé að verða táknrænn fyrir „gamla peninga“ í viðskiptalífinu.“ segir í Frjálsri verslun 2003. Jafnframt hefur Kolkrabbanum verið lýst sem valdablokk innan Sjálfstæðisflokksins sem hafi ráðið ríkjum hér á landi um margra ára skeið. Þá hafi Kolkrabbinn átt sér eins konar bróður, Smokkfiskinn, sem var valdablokk Framsóknarflokksins. Á þessari öld hefur umræða um Kolkrabbann í fjölmiðlum oft verið á þá leið að hann hafi dáið, eða sest í helgan stein, en jafnframt hafa verið uppi vangaveltur um hvort hann hafi vaknað á ný. Undirskrift föðurins sprengdi ríkisstjórn sonarins Sonur Benedikts, Bjarni Benediktsson, var kjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins 2003, en hann hefur setið á Alþingi síðan. Hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 og árið 2013 varð hann fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, sem var leidd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð í kjölfar Wintrismálsins svokallaða. Sú ríkisstjórn féll í kosningunum 2016, en þrátt fyrir það var Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn. Eftir margra mánaða stjórnarmyndun var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, undir stjórn Benedikts Jóhannessonar, og Bjartrar framtíðar, undir stjórn Óttars Proppé, mynduð í upphafi árs 2017. Bjarni varð þar forsætisráðherra, en umrædd ríkisstjórn átti eftir að vera ein sú skammlífasta í lýðræðissögunni. Það var Björt framtíð sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests“. Það gerðist sama dag og að í ljós kom að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherrans Bjarna, hefði skrifað undir meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí 2017 að faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Mál Hjalta annars vegar og Róberts Downey hins vegar höfðu verið milli tannanna á fólki dagana og vikurnar á undan. Báðir höfðu hlotið dóma fyrir barnaníð og hlutu uppreist æru í september 2016. Lítið góðverk breyttist í harmleik „Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar,“ sagði Benedikt Sveinsson í yfirlýsingu skömmu eftir að greint var frá því að hann hafi mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar.“ Benedikt útskýrði að Hjalti hefði komið til sín með tilbúið bréf og hann skrifað undir það. „Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra,“ sagði hann. Keypti í Íslandsbankaútboðinu Þrátt fyrir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi sprungið eftir einungis átta mánuði, þá gekk Sjálfstæðisflokkurinn, enn með Bjarna í fararbroddi, í nýtt stjórnarsamstarf í kjölfar næstu kosninga 2017. Þá voru það Vinstri græn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, og Framsókn, með Sigurð Inga Jóhannsson, sem fóru í samstarf með Sjálfstæðisflokki. Bjarni fór aftur í fjármálaráðuneytið. Sú ríkisstjórn fékk endurnýjað umboð árið 2021. Eitt mál sem hefur einkennt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sérstaklega á öðru kjörtímabili hennar, er salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tvö útboð hafa átt sér stað. Hið fyrra átti sér stað árið 2021 og var opið almenningi. Það síðara fór fram árið 2022, en það var lokað og þá fengu einungis svokallaðir fag- og stofnanafjárfestar að taka þátt. Einn umræddra fagfjárfesta var Benedikt Sveinsson, faðir ráðherrans sem var ábyrgur fyrir sölunni, en hann keypti 0,1042 prósenta hlut í bankanum fyrir 54 milljónir króna. Hann gerði það í gegnum félagið Hafsilfur ehf., sem er alfarið í eigu hans. Þetta kom í ljós eftir að listi kaupenda var birtur á vef Stjórnarráðsins í apríl í fyrra, en Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, mælti gegn því að listinn yrði birtur. Kom honum í opna skjöldu Daginn eftir að þetta kom í ljós var Bjarni til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann það hafa komið sér á óvart að sjá nafn föður síns. Hann sagðist ekki hafa vitað af því. Að ríkisstjórnarfundi loknum daginn eftir það sagðist Bjarni hafa beðið sína nánustu um að taka ekki þátt í útboðinu. „Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fjölskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort hann hafi heyrt í föður sínum vegna málsins svaraði Bjarni: „Hvað heldur þú?“ Og spurður út í skýringarnar sem faðir hans hafi gefið sér fyrir kaupunum sagði hann: „Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“ Samskipti feðgana ekki fyrir fjölmiðla Það var síðan í gær, 10. október 2023, sem Bjarni tilkynnti að hann hygðist hætta sem fjármálaráðherra eftir að hafa setið í mismunandi ráðherrastólum í um það bil tíu ár. Ástæðan fyrir afsögninni er álit umboðsmanns Alþingis. Þar segir að Bjarni hafi ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda. „Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins,“ segir í álitinu. Þegar Bjarni tilkynnti um afsögn sína í gærmorgun sagðist hann vera með hreina samvisku, en að bera skyldi að virða niðurstöðu umboðsmanns. Því sæi hann sér ekki kleift að sitja lengur sem fjármála- og efnahagsráðherra. Á blaðamannafundi Bjarna var hann spurður út í hvort það hefði verið dómgreindarbrestur hjá Benedikt, föður hans, að taka þátt í útboðinu. Bjarni hló og svaraði: „Ég ætla ekki að fara að taka þátt í því að fella slíka dóma um föður minn. En ég hef áður sagt að það hefði verið á alla kanta verið heppilegra hefði hann sleppt þessu.“ Jafnframt var Bjarni spurður hvort hann hefði greint föður sínum frá ákvörðun sinni um að segja af sér, og hver viðbrögð Benedikts hafi verið. „Það sem fer okkar á milli það er ekki efni fyrir fjölmiðla held ég.“
Bjarni sá ellefti til að segja af sér Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. 10. október 2023 13:13