„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2023 11:12 Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í þingsal í morgun. Hann var klár í að svara fyrirspurnum en ekki kom til þess að stjórnarandstaðan hefði neinar spurningar fram að færa, hún leit svo á að hann hefði ekkert að segja um fjármál til framtíðar. Vísir/Vilhelm Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust um 10:30 í dag. Til svara voru mætt þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni boðaði til blaðamannafundar á þriðjudagsmorgun og tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann myndi stíga til hliðar. Var það í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem taldi Bjarna vanhæfan til að hafa yfirumsjá má sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Var það eftir að í ljós kom að faðir hans, Benedikt Sveinsson, var meðal kaupenda. Bjarni sagðist ósammála forsendum umboðsmanns en sagði að hann virti álitið, Sjálfstæðisflokkurinn virti stofnanir ríkisins. Bjarni hlaut lof fyrir framgöngu sína en þegar spurðist að hann ætlaði líklega að hafa stólaskipti fór fljótlega að falla á engilinn að minnsta kosti í huga stjórnarandstöðuþingmanna. Líklega að fara í utanríkismálin Ljóst er að þungt hljóðið var í stjórnarandstöðunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn hóf leikinn og sagði að landsmenn hafi fylgst með afsögn Bjarna en svo hafi fljótlega komið í ljós að ekki var um neina afsögn að ræða heldur biði hans annar ráðherrastóll. „Sólarhringsauðmýktinni var lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður: Lærdómurinn ætlaði að verða sá að fjármálaráðherra ætlaði bara að verða utanríkisráðherra. Og síðan stigu þeir hver af öðrum upp í ræðupúltið og lýstu yfir furðu sinni á stöðu mála. Björn Leví Gunnarsson sagði að þrír ráðherrar ættu að sitja fyrir svörum en hann sæi bara tvo. Birgir Ármannsson forseti Alþings áréttaði að þrír ráðherrar væru mættir. Halldóra Mogensen Pírötum var meðal fjölmargra stjórnarandstöðuþingmanna sé steig í pontu og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við mann sem hefði ekkert um fjármál ríkisins að segja til framtíðar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins sagði ráðherra hafa ákveðið að axla ábyrgð en svo tæki ráðherrakapall við. „Hann væri maður meiri ef hann axlaði ábyrgð og stigi skrefið til fulls“. Andrés Ingi Jónsson Pírötum hafði það til marks um verkleysi ríkisstjórnarinnar að hversu langan tíma það tæki að fylla sæti fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni á að vera hættur Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki virtist í essinu sínu og sagði að þeim í Sjálfstæðisflokknum, „og ég held ríkisstjórnarflokkunum, líður ágætlega þessa dagana.“ Jón sagði þá sátta við það hvernig Bjarni hafi brugðist við áliti sem þó væri umdeilanlegt „en það er með ólíkindum að fylgjast með vanlíðan stjórnarandstöðunnar í þessu máli og ber þess merki hversu grunnur málflutningur hennar er. Hann sagði að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni, það liggur fyrir. En þeir vandi skrefið í því sem öðru sem þeir gera. Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega og menn væru bara svekktir að sjá hversu sterkum fótum ríkisstjórnin stendur.Aðsend Halldóra Mogensen Pírötum sagði það fyrir öllu að Sjálfstæðismönnum liði vel. Hún sagði að henni liði ekki illa, þetta væri bara svo vandræðalegt hversu grunn pólitík Sjálfstæðisflokksins væri. „Um hvað á ég að spyrja fjármálaráðherra? Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna? Hverju á hann að svara?“ Halldóra hafði þetta til marks um óheiðarleika Sjálfstæðismanna sem svo græfi undan lýðræðinu. Og þannig gekk karp um það hvað Bjarni væri að gera þarna sem fjármálaráðherra lengi vel. Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega. Hér er einstaklingur sem sé enn að sinna starfi sínu og eðilegt að hann sé til staðar og standi fyrir svörum. „Stjórnarandstaðan er svekkt þegar hún sér hversu sterkum fótum ríkisstjórn stendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust um 10:30 í dag. Til svara voru mætt þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni boðaði til blaðamannafundar á þriðjudagsmorgun og tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann myndi stíga til hliðar. Var það í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem taldi Bjarna vanhæfan til að hafa yfirumsjá má sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Var það eftir að í ljós kom að faðir hans, Benedikt Sveinsson, var meðal kaupenda. Bjarni sagðist ósammála forsendum umboðsmanns en sagði að hann virti álitið, Sjálfstæðisflokkurinn virti stofnanir ríkisins. Bjarni hlaut lof fyrir framgöngu sína en þegar spurðist að hann ætlaði líklega að hafa stólaskipti fór fljótlega að falla á engilinn að minnsta kosti í huga stjórnarandstöðuþingmanna. Líklega að fara í utanríkismálin Ljóst er að þungt hljóðið var í stjórnarandstöðunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn hóf leikinn og sagði að landsmenn hafi fylgst með afsögn Bjarna en svo hafi fljótlega komið í ljós að ekki var um neina afsögn að ræða heldur biði hans annar ráðherrastóll. „Sólarhringsauðmýktinni var lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður: Lærdómurinn ætlaði að verða sá að fjármálaráðherra ætlaði bara að verða utanríkisráðherra. Og síðan stigu þeir hver af öðrum upp í ræðupúltið og lýstu yfir furðu sinni á stöðu mála. Björn Leví Gunnarsson sagði að þrír ráðherrar ættu að sitja fyrir svörum en hann sæi bara tvo. Birgir Ármannsson forseti Alþings áréttaði að þrír ráðherrar væru mættir. Halldóra Mogensen Pírötum var meðal fjölmargra stjórnarandstöðuþingmanna sé steig í pontu og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við mann sem hefði ekkert um fjármál ríkisins að segja til framtíðar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins sagði ráðherra hafa ákveðið að axla ábyrgð en svo tæki ráðherrakapall við. „Hann væri maður meiri ef hann axlaði ábyrgð og stigi skrefið til fulls“. Andrés Ingi Jónsson Pírötum hafði það til marks um verkleysi ríkisstjórnarinnar að hversu langan tíma það tæki að fylla sæti fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni á að vera hættur Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki virtist í essinu sínu og sagði að þeim í Sjálfstæðisflokknum, „og ég held ríkisstjórnarflokkunum, líður ágætlega þessa dagana.“ Jón sagði þá sátta við það hvernig Bjarni hafi brugðist við áliti sem þó væri umdeilanlegt „en það er með ólíkindum að fylgjast með vanlíðan stjórnarandstöðunnar í þessu máli og ber þess merki hversu grunnur málflutningur hennar er. Hann sagði að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni, það liggur fyrir. En þeir vandi skrefið í því sem öðru sem þeir gera. Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega og menn væru bara svekktir að sjá hversu sterkum fótum ríkisstjórnin stendur.Aðsend Halldóra Mogensen Pírötum sagði það fyrir öllu að Sjálfstæðismönnum liði vel. Hún sagði að henni liði ekki illa, þetta væri bara svo vandræðalegt hversu grunn pólitík Sjálfstæðisflokksins væri. „Um hvað á ég að spyrja fjármálaráðherra? Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna? Hverju á hann að svara?“ Halldóra hafði þetta til marks um óheiðarleika Sjálfstæðismanna sem svo græfi undan lýðræðinu. Og þannig gekk karp um það hvað Bjarni væri að gera þarna sem fjármálaráðherra lengi vel. Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega. Hér er einstaklingur sem sé enn að sinna starfi sínu og eðilegt að hann sé til staðar og standi fyrir svörum. „Stjórnarandstaðan er svekkt þegar hún sér hversu sterkum fótum ríkisstjórn stendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57