„Hann var eins og pabbi og besti vinur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2023 07:00 Zlatan ásamt unnustu sinni. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic viðurkennir að hafa átt erfitt eftir andlát umboðsmannsins skrautlega Mino Raiola. Raiola lést í apríl á síðasta ári en hann var umboðsmaður Ibrahimovic allan hans feril. Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“ Ítalski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“
Ítalski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira