Skoðun

Auð­vitað ertu upp­gefin/n/ð.... Co­vid drap tauga­kerfið

Anna Claessen skrifar

Enginn skilur af hverju allir eru svona uppgefnir? Foreldrar eru að fara yfirum.

Tilfinningaleg örmögnun er nú að mælast hjá 28% þjóðarinnar

Hvað er þetta aukaálag og stress? Þau gátu það áður fyrr.

Hvað var öðruvísi þá?

Manstu eftir COVID?

Heimsfaraldur sem setti taugakerfið okkar í berjast/flýja ástand ( fight or flight) í 2 plús ár.

Ég held við séum enn í því. Verra... erum að fá aukaverkanirnar af því.

Þess vegna er fjöldinn allur kominn á svefnlyf til að ná að sofa, kominn í áskrift á nocco/collab/kaffi til að þola daginn og fer að scrolla símann eða horfa á sjónvarp þegar maður fær tækifæri til.

Viljum alls ekki stoppa.

Viljum alls ekki bara vera.

Viljum alls ekki finna.

Líkami og sál mega sko ekki tala saman.

Hvað gerist ef það er ró og næði?

Hvernig bregst líkaminn þinn við?

Vill hugurinn fara á fullt en líkaminn er alls ekki að nenna neinu?

En með börnin? Hvað gerist þegar þú ert í ró með barninu/börnunum?

Viltu flýja? Hvað er það?

Foreldrakulnun er þökk sé COVID og símanum eðlileg viðbrögð nútímaáreitis.

En því er mikilvægt að vera meðvituð og vinna í því.

Hvað er hægt að gera?

Það er ástæða fyrir að hugleiðsla, flot, yoga, yoga nidra og bandvefslosun er að slá í gegn, allt sem róar taugakerfið. Einnig má setja á youtube "Vagus Nerve" og "somatic" æfingar. Allt til að róa kerfið og vinna úr tilfinningunum sem fylgja.

Við þurfum að róa kerfið aftur....segja því að það sé öruggt.

Covid drap kannski ekki taugakerfið þitt....en áhrif þess eru klárlega að hafa áhrif á líf þitt í dag.

Höfundur er alþjóðlega vottaður kulnunarmarkþjálfi og mamma. Hún mun halda erindi um foreldrakulnun á facebook 20. október kl: 12:00 á https://www.facebook.com/events/292406413739483




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×