Hvenær er komið gott? Yousef Ingi Tamimi skrifar 7. nóvember 2023 08:30 Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar