„Ég gat ekki hætt að gráta af gleði“ Íris Hauksdóttir skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Þær Hildur Kristín Kristjánsdóttir og Viktoría Dalitso Þráinsdóttir, deila hlutverki Fíusólar í Borgarleikhúsinu. Vísir/Vilhelm „Það er eins og við séum alvöru fjölskylda því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Hildur Kristín Kristjánsdóttir, ellefu ára leikkona. Hún ásamt hinni tíu ára gömlu Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur, skipta með sér titilhlutverki sýningarinnar Fíasól gefst aldrei upp, sem frumsýnt verður í byrjun desember. Æfingar standa nú sem hæst á fjölskyldusýningunni Fíasól gefst aldrei upp. Blaðakona Vísis fékk að líta inn á æfingu og heyra í stúlkunum tveimur sem glæða munu aðalpersónuna lífi á stóra sviði Borgarleikhússins. Ungu leikkonurnar eru báðar að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu.Vísir/Vilhelm Í fyrsta sinn á leiksviði Báðar segjast þær Hildur og Viktoría varla hafa trúað sínum eigin eyrum þegar í ljós kom að þær hefðu hneppt aðalhlutverk sýningarinnar eftir langt og strangt prufuferli. Viktoría segist tengja stíft við aðalpersónuna enda sé herbergið hennar oft á hvolfi.Vísir/Vilhelm „Ég hélt að mamma væri að grínast í mér,“ segir Viktoría og heldur áfram. „Ég hafði verið með höfuðverk allan daginn og fannst þetta ekki fyndið grín hjá henni. Þegar ég svo fattaði að hún væri ekkert að djóka byrjaði ég bara að öskra úr gleði.“ Hildur Kristín segist alltaf hafa stefnt á leikkonudrauminn þrátt fyrir ungan aldur.Vísir/Vilhelm „Ég fór bara að skæla,“ bætir Hildur Kristín við og heldur áfram. „Ég gat ekki hætt að gráta af gleði. Ég hef alltaf ætlað að verða leikkona alveg frá því ég var pínulítil en þetta er í fyrsta sinn sem ég leik í alvöru leikhúsi. Mér finnst leikhúsið vera staðurinn þar sem ég get opnað hjartað mitt algjörlega upp á gátt og það er ekkert eins skemmtilegt og að stíga á svið.“ Viktoría er sömuleiðis að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu en hún býr af margvíslegri reynslu bak við myndavélina. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék í Krakkaskaupinu, þá sáu einhverjir leikstjórar mig og hugsuðu með sér: Vá þessi er góð í að leika. Síðan þá fékk ég hlutverk í Stundinni okkar, Sögur og Vekjaraklukkunni. Núna er ég hingað komin.“ Stöllurnar ná vel saman og segja leikhópinn nánast eins og fjölskyldu eftir æfingartímann.Vísir/Vilhelm Stöðugar æfingar og skólinn fær að bíða Spurð hvort hún sé lík Fíusól segist Viktoría eiga margt sameiginlegt með persónunni. „Ég er með mjög druslulegt herbergi og stundum er hægt að finna þar gamla sushi-bita sem ég er ekki búin að borða.“ Er þetta ekki mikill texti að læra? Hildur Kristín grípur orðið: „Jú þetta er mjög mikill texti en ég æfi mig fimm sinnum á hverju einasta kvöldi. Það er alveg smá mikið að gera því ég mæti í skólann 08:30 og er til 09:15, þá labba ég yfir í Borgarleikhúsið. Við eigum heima í Fossvoginum svo það er ekki svo langt að fara. Ég er líka að læra söng og á píanó við Söngskólann í Reykjavík svo það er alveg nóg að gera.“ Mikið mæðir á þeim Viktoríu og Hildi Kristínu í hlutverkum sínum sem Fíasól.Vísir/Vilhelm „Ég var líka að æfa Hiphop dans en varð að hætta því þar sem æfingarnar á Fíu Sól tóku svo mikinn tíma,“ bætir Viktoría við. „Kennararnir vita alveg hvað við erum að gera svo það er allt í fína að við mætum ekki í skólann meðan við erum að æfa sýninguna.“ Hún vill að fólk heyri röddina sína Þegar talið berst að eftirlætisatriði sýningarinnar hafa stelpurnar ólíkar skoðanir. „Mín uppáhalds er örugglega fiskur í matinn,“ segir Viktoría og bætir við að það sé skemmtileg sena. „Mér finnst skemmtilegast þegar Fíasól fær laun, en líka Elsku heimur,“ segir Hildur Kristín. „Þar syngjum við um það hvað heimurinn getur stundum verið ömurlegur. Ég skil alveg hvernig Fíusól líður. Henni finnst eins og enginn sé að hlusta á sig og vill láta fólk heyra röddina sína.“ Hvað er skemmtilegast við að vinna í leikhúsinu? Viktoría er snögg til svars: „Að vera með öllum þessum krökkum og upplifa svona skemmtilega barnæsku. Ég er spennt að segja börnunum mínum seinna frá því að ég hafi gert þetta.“ Dýrmætt að vinna með þessum snillingum Leikstjóri sýningarinnar Þórunn Arna Kristjánsdóttir segir æfingarferlið hafa gengið gríðarlega vel. „Þetta er auðvitað rosastórt verkefni að vera með tuttugu og eitt barn í heilli sýningu en þau eru öll hrikalega flink og þetta púslast allt vel saman. Það er svo magnað að sjá krakkana vaxa með hverri æfingunni betur inn í hlutverkin sín.“ Alls taka tuttugu og eitt barn þátt í sýningunni. Hér er leikhópurinn í fyrsta sinn saman á sviðinu með leikmynd og í búningunum sínum. Vísir/Vilhelm Áður hafði Þórunn Arna unnið með þeim Gunnari og Hlyni sem taka þátt í uppfærslunni en þeir deildu með sér hlutverki Emils í samnefndri sýningu síðasta leikárs. Hún segir mörg kunnugleg andlit hafi mætt í prufur fyrir Fíusól. „Það var svo gaman að mega velja fleiri en fjóra krakka að þessu sinni og ótal mörg börn mættu núna sem ég mundi eftir frá prufunum fyrir Emil. Auðvitað eru líka nokkur ný andlit með sem ég hef ekki unnið með áður. Það er ótrúlega dýrmætt að kynnast og fá að vinna með öllum þessum snillingum.“ Áhugasamir geta hlustað á nýjasta lag sýningarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. Leikhús Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 25. október 2023 10:30 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Æfingar standa nú sem hæst á fjölskyldusýningunni Fíasól gefst aldrei upp. Blaðakona Vísis fékk að líta inn á æfingu og heyra í stúlkunum tveimur sem glæða munu aðalpersónuna lífi á stóra sviði Borgarleikhússins. Ungu leikkonurnar eru báðar að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu.Vísir/Vilhelm Í fyrsta sinn á leiksviði Báðar segjast þær Hildur og Viktoría varla hafa trúað sínum eigin eyrum þegar í ljós kom að þær hefðu hneppt aðalhlutverk sýningarinnar eftir langt og strangt prufuferli. Viktoría segist tengja stíft við aðalpersónuna enda sé herbergið hennar oft á hvolfi.Vísir/Vilhelm „Ég hélt að mamma væri að grínast í mér,“ segir Viktoría og heldur áfram. „Ég hafði verið með höfuðverk allan daginn og fannst þetta ekki fyndið grín hjá henni. Þegar ég svo fattaði að hún væri ekkert að djóka byrjaði ég bara að öskra úr gleði.“ Hildur Kristín segist alltaf hafa stefnt á leikkonudrauminn þrátt fyrir ungan aldur.Vísir/Vilhelm „Ég fór bara að skæla,“ bætir Hildur Kristín við og heldur áfram. „Ég gat ekki hætt að gráta af gleði. Ég hef alltaf ætlað að verða leikkona alveg frá því ég var pínulítil en þetta er í fyrsta sinn sem ég leik í alvöru leikhúsi. Mér finnst leikhúsið vera staðurinn þar sem ég get opnað hjartað mitt algjörlega upp á gátt og það er ekkert eins skemmtilegt og að stíga á svið.“ Viktoría er sömuleiðis að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu en hún býr af margvíslegri reynslu bak við myndavélina. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék í Krakkaskaupinu, þá sáu einhverjir leikstjórar mig og hugsuðu með sér: Vá þessi er góð í að leika. Síðan þá fékk ég hlutverk í Stundinni okkar, Sögur og Vekjaraklukkunni. Núna er ég hingað komin.“ Stöllurnar ná vel saman og segja leikhópinn nánast eins og fjölskyldu eftir æfingartímann.Vísir/Vilhelm Stöðugar æfingar og skólinn fær að bíða Spurð hvort hún sé lík Fíusól segist Viktoría eiga margt sameiginlegt með persónunni. „Ég er með mjög druslulegt herbergi og stundum er hægt að finna þar gamla sushi-bita sem ég er ekki búin að borða.“ Er þetta ekki mikill texti að læra? Hildur Kristín grípur orðið: „Jú þetta er mjög mikill texti en ég æfi mig fimm sinnum á hverju einasta kvöldi. Það er alveg smá mikið að gera því ég mæti í skólann 08:30 og er til 09:15, þá labba ég yfir í Borgarleikhúsið. Við eigum heima í Fossvoginum svo það er ekki svo langt að fara. Ég er líka að læra söng og á píanó við Söngskólann í Reykjavík svo það er alveg nóg að gera.“ Mikið mæðir á þeim Viktoríu og Hildi Kristínu í hlutverkum sínum sem Fíasól.Vísir/Vilhelm „Ég var líka að æfa Hiphop dans en varð að hætta því þar sem æfingarnar á Fíu Sól tóku svo mikinn tíma,“ bætir Viktoría við. „Kennararnir vita alveg hvað við erum að gera svo það er allt í fína að við mætum ekki í skólann meðan við erum að æfa sýninguna.“ Hún vill að fólk heyri röddina sína Þegar talið berst að eftirlætisatriði sýningarinnar hafa stelpurnar ólíkar skoðanir. „Mín uppáhalds er örugglega fiskur í matinn,“ segir Viktoría og bætir við að það sé skemmtileg sena. „Mér finnst skemmtilegast þegar Fíasól fær laun, en líka Elsku heimur,“ segir Hildur Kristín. „Þar syngjum við um það hvað heimurinn getur stundum verið ömurlegur. Ég skil alveg hvernig Fíusól líður. Henni finnst eins og enginn sé að hlusta á sig og vill láta fólk heyra röddina sína.“ Hvað er skemmtilegast við að vinna í leikhúsinu? Viktoría er snögg til svars: „Að vera með öllum þessum krökkum og upplifa svona skemmtilega barnæsku. Ég er spennt að segja börnunum mínum seinna frá því að ég hafi gert þetta.“ Dýrmætt að vinna með þessum snillingum Leikstjóri sýningarinnar Þórunn Arna Kristjánsdóttir segir æfingarferlið hafa gengið gríðarlega vel. „Þetta er auðvitað rosastórt verkefni að vera með tuttugu og eitt barn í heilli sýningu en þau eru öll hrikalega flink og þetta púslast allt vel saman. Það er svo magnað að sjá krakkana vaxa með hverri æfingunni betur inn í hlutverkin sín.“ Alls taka tuttugu og eitt barn þátt í sýningunni. Hér er leikhópurinn í fyrsta sinn saman á sviðinu með leikmynd og í búningunum sínum. Vísir/Vilhelm Áður hafði Þórunn Arna unnið með þeim Gunnari og Hlyni sem taka þátt í uppfærslunni en þeir deildu með sér hlutverki Emils í samnefndri sýningu síðasta leikárs. Hún segir mörg kunnugleg andlit hafi mætt í prufur fyrir Fíusól. „Það var svo gaman að mega velja fleiri en fjóra krakka að þessu sinni og ótal mörg börn mættu núna sem ég mundi eftir frá prufunum fyrir Emil. Auðvitað eru líka nokkur ný andlit með sem ég hef ekki unnið með áður. Það er ótrúlega dýrmætt að kynnast og fá að vinna með öllum þessum snillingum.“ Áhugasamir geta hlustað á nýjasta lag sýningarinnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikhús Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 25. október 2023 10:30 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 25. október 2023 10:30
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið