Ógn og öryggi í Vesturbæ Halla Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifa 5. desember 2023 11:00 Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Sendiráð á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar