Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 12:11 Það var niðurstaða Neytendastofu að notkunin á hugtökunum væri almenn, óljós og villandi og ekki studd nægilegum gögnum. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. Þetta kemur fram í úrskurði Neytendastofu sem tók til skoðunar fullyrðingar Arnarlax um sjálfbærni, umhverfisvæna framleiðslu og fleira sem meðal annars birtust á vefsíðu félagsins og í öðru auglýsinga- og kynningarefni. Var það niðurstaða stofnunarinnar að notkunin á hugtökunum væri almenn, óljós og villandi og ekki studd nægilegum gögnum. Fram kemur að í svörum félagsins hafi komið fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Neytendastofa taldi að eftirfarandi fullyrðingar, meðal annars á heimasíðu Arnarlax, þörfnuðust nánari skýringa og sannanna: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ „Þá hélt félagið því fram að fullyrðingar þess byggist á gögnum og faglegum niðurstöðum óháðra aðila, leyfisveitenda og eftirlitsstjórnvalda. Enn fremur sé það mat félagsins að Neytendastofa hafi ekki heimildir til að krefjast þess að það færi fram sérstaka sönnun fyrir eða afstöðu til þeirra orða sem fram komi í orðhluta vörumerkja félagsins,“ segir í úrskurðinum. Notkunin almennt óljós og ekki studd gögnum Í niðurstöðu Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós og ekki studd nægilegum gögnum. „Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu félagsins, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Að því virtu var það álit Neytendastofu að notkun og framsetning þeirra fullyrðinga og orð- og myndmerkja sem um ræddi væri almenn og óljós og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun framangreindra fullyrðinga og vörumerkja í markaðs- og kynningarefni félagsins þannig að villandi sé fyrir neytendur,“ segir á vef Neytendastofu. Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Neytendastofu sem tók til skoðunar fullyrðingar Arnarlax um sjálfbærni, umhverfisvæna framleiðslu og fleira sem meðal annars birtust á vefsíðu félagsins og í öðru auglýsinga- og kynningarefni. Var það niðurstaða stofnunarinnar að notkunin á hugtökunum væri almenn, óljós og villandi og ekki studd nægilegum gögnum. Fram kemur að í svörum félagsins hafi komið fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Neytendastofa taldi að eftirfarandi fullyrðingar, meðal annars á heimasíðu Arnarlax, þörfnuðust nánari skýringa og sannanna: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ „Þá hélt félagið því fram að fullyrðingar þess byggist á gögnum og faglegum niðurstöðum óháðra aðila, leyfisveitenda og eftirlitsstjórnvalda. Enn fremur sé það mat félagsins að Neytendastofa hafi ekki heimildir til að krefjast þess að það færi fram sérstaka sönnun fyrir eða afstöðu til þeirra orða sem fram komi í orðhluta vörumerkja félagsins,“ segir í úrskurðinum. Notkunin almennt óljós og ekki studd gögnum Í niðurstöðu Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós og ekki studd nægilegum gögnum. „Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu félagsins, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Að því virtu var það álit Neytendastofu að notkun og framsetning þeirra fullyrðinga og orð- og myndmerkja sem um ræddi væri almenn og óljós og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun framangreindra fullyrðinga og vörumerkja í markaðs- og kynningarefni félagsins þannig að villandi sé fyrir neytendur,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendastofa taldi að eftirfarandi fullyrðingar, meðal annars á heimasíðu Arnarlax, þörfnuðust nánari skýringa og sannanna: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira