Vann á Íslandi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferðalagi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2023 20:00 Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Instagram Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi. Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“ Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“
Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira