Herjuðu á heimili Kjartans og brutu rúður Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Kjartan fagnar markinu fræga gegn Bröndby. Getty Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril, bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Það hefur á ýmsu gengið á leikmannaferli Kjartans og í samtali við Val Pál Eiríksson, sagði hann frá óskemmtilegri atburðarás sem tók við eftir að hann hafði eyðilagt titilvonir Bröndby sem leikmaður AC Horsens. Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“ Danski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“
Danski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira