Hommar eru gæðablóð S. Maggi Snorrason skrifar 20. desember 2023 07:01 Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar