Öruggt hjá Humphries sem mætir Littler í úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. janúar 2024 23:13 Luke Humphries kom sér örugglega í úrslit í kvöld. Vísir/Getty Luke Humphries mun mæta nafna sínum Luke Littler í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir afar sannfærandi 6-0 sigur gegn Scott Williams í undanúrslitum í kvöld. Humphries var talinn líklegur heimsmeistari áður en mótið hófst og hann var klárlega talinn sigurstranglegur fyrir viðureign kvöldsins. Humphries situr í þriðja sæti heimslista PDC, en Williams í 52. sæti og því bjuggust flestir við sigri þess fyrrnefnda. Williams hafði þó slegið þrjá af efstu tíu pílukösturum heims úr leik á leið sinni í undanúrslitin og því var ljóst að á sínum degi er hann ekkert lamb að leika sér við. Þar á meðal hafði Williams betur gegn Michael van Gerwen í átta manna úrslitum, 5-3. Það varð þó fljótt ljóst í hvað stefndi í leik kvöldsins. Humphries vann fyrsta settið 3-2 og það næsta 3-0. Williams var nálægt því að stela setti á næstu mínútum, en Humpries vann bæði þriðja og fjórða settið 3-2 áður en hann vann fimmta settið 3-0 og það sjötta 3-1. Öruggur sigur Humphries var þar með í höfn og er hann á leið í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í pílukasti þar sem hann mætir hinum 16 ára gamla Luke Littler, en Scott Williams situr eftir með sárt ennið. The Final is set... 🏆Luke Littler 🆚 Luke Humphries🏆 The Sid Waddell Trophy💰 £500,000 prize Who will be crowned the 2023/24 Paddy Power World Darts Champion? pic.twitter.com/hRcwNl76GN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 2, 2024 Pílukast Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Humphries var talinn líklegur heimsmeistari áður en mótið hófst og hann var klárlega talinn sigurstranglegur fyrir viðureign kvöldsins. Humphries situr í þriðja sæti heimslista PDC, en Williams í 52. sæti og því bjuggust flestir við sigri þess fyrrnefnda. Williams hafði þó slegið þrjá af efstu tíu pílukösturum heims úr leik á leið sinni í undanúrslitin og því var ljóst að á sínum degi er hann ekkert lamb að leika sér við. Þar á meðal hafði Williams betur gegn Michael van Gerwen í átta manna úrslitum, 5-3. Það varð þó fljótt ljóst í hvað stefndi í leik kvöldsins. Humphries vann fyrsta settið 3-2 og það næsta 3-0. Williams var nálægt því að stela setti á næstu mínútum, en Humpries vann bæði þriðja og fjórða settið 3-2 áður en hann vann fimmta settið 3-0 og það sjötta 3-1. Öruggur sigur Humphries var þar með í höfn og er hann á leið í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í pílukasti þar sem hann mætir hinum 16 ára gamla Luke Littler, en Scott Williams situr eftir með sárt ennið. The Final is set... 🏆Luke Littler 🆚 Luke Humphries🏆 The Sid Waddell Trophy💰 £500,000 prize Who will be crowned the 2023/24 Paddy Power World Darts Champion? pic.twitter.com/hRcwNl76GN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 2, 2024
Pílukast Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira