Skólafélagarnir kölluðu hann „Kidda kóng“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. janúar 2024 06:44 Samfélagið í Þingeyjarsveit var harmi slegið í febrúarbyrjun árið 2022 þegar Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson féll frá í blóma lífsins. Þann 2.febrúar árið 2022 átti sér stað skelfilegur harmleikur við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Hópur nemenda hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann; hefð sem hefur tíðkast í áratugi. Einn nemandinn, Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson varð fyrir bíl og lést. Hann var einungis 19 ára gamall. Samfélagið í Þingeyjarsveit var slegið. Í einni af minningargreinunum sem skrifaðar voru um Kristin Aron á sínum tíma kom fram að í minni samfélögum, bæði skóla og sveitarfélögum, sé nándin svo miklu meiri en á þéttbýlissvæðum. Þannig verður þetta áfall í raun missir og harmur alls samfélagsins. Guðrún Lilja Curtis móðir Kristins Arons ræddi við blaðamann Vísis um andlát Kristins Arons og ferlið undanfarin tvö ár. Fékk verðlaun fyrir mannkosti Kristinn Aron ólst upp á Kópaskeri hjá foreldrum sínum þeim Arnbirni Jóhanni Kristinssyni og Guðrúnu Lilju Curtis og var elstur þriggja systkina, en yngri eru þau Lilja Dröfn, fædd 2007, og Jóhann Darri, fæddur 2012. „Hann var ofboðslegur virkur sem barn; var alltaf ofan á öllu og uppi á öllu og fannst afskaplega gaman að fikta við allt. Ég var oft frekar smeyk um hann. Hann var rosalega forvitinn. Hann var alltaf svo glaður; hann var algjör gleðigjafi fyrst og fremst. Hann var alltaf mikill brasari, og var rosalega mikill bílakall,“ segir Guðrún. Kristinn Aron var mikill gleðigjafi að sögn Guðrúnar.Aðsend Kristinn Aron hóf skólagöngu sína í grunnskólanum á Kópaskeri veturinn 2008-2009, en það var síðasti veturinn sem starfræktur var grunnskóli á Kópaskeri. Síðan lá leiðin í Öxarfjarðarskóla í Lundi, þar sem hann lauk grunnskólaprófi vorið 2018.Hann stundaði síðan nám við VMA á haustönn 2018, en starfaði í fiskvinnslunni Silfurstjörnunni í Öxarfirði allt árið 2019, fram til hausts 2020, ásamt því að gegna ýmsum öðrum tilfallandi störfum. Það var síðan um haustið 2020 að Kristinn Aron byrjaði í Framhaldsskólanum á Laugum, 100 manna heimavistarskóla. Hann var kallaður „Kiddi kóngur“ af samnemendum sínum. „Krakkarnir á Laugum kölluðu hann það af því að hann var vinur allra; hann var í öllum hópum. Hann fór á milli allra vista og talaði við alla. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öllum. Var alltaf að spyrja hina og þessa hvort þeir þyrftu aðstoð. Hann hafði einfaldlega svo gaman af því að hjálpa öðrum. Sigurbjörn Árni skólameistari minntist sérstaklega á það við mig einu sinni, honum fannst það minnistætt, enda ekki margir sem voru svona opnir eins og hann. Hann tók öllum eins og þeir voru.“ Vorið 2021 hlaut hann Kristinn Aron verðlaunin Skólaþegn Laugaskóla, en þau verðlaun eru veitt árlega nemanda sem talinn er búa yfir ríkum mannkostum. Kristinn Aron var einstaklega vel liðinn af samnemendum og kennurum að sögn Guðrúnar.Aðsend „Það segir held ég mikið um hvernig persóna hann var,“ segir Guðrún jafnframt. Í minningargrein sem Sigurbjörn Árni skólameistari Framhaldsskólans á Laugum skrifaði á sínum tíma stóð meðal annars: „Kiddi kom í Laugaskóla haustið 2020. Hann velti því reyndar fyrir hvort hann ætti að þiggja skólavistina því hann hafði lofað bændum að fara í samtals 11 göngur fyrir þá þetta haust. Það var eftirtektarvert að hann hafði góð áhrif í skólastofunni frá fyrstu stundu. Hann var mikill málamiðlari, einstaklega glaðlegur og kurteis og gaf mikið af sér. Í raun náði hann tengingu við alla hópa skólans, hvort sem um var að ræða íþróttakrakka, listaspírur, björgunarsveitafólk, bílamenn eða starfsfólk. Hann setti sig aldrei í fyrsta sæti né krafðist neins af öðrum. „Haf þú ekki áhyggjur af því,“ var viðkvæðið hjá honum ef aðrir voru að velta fyrir sér hvað hann væri að bardúsa eða hvernig gengi. Það var mikið happ fyrir Laugaskóla að fá nemanda eins og Kidda með sitt smitandi bros og hlátur og góða skap. Á hverju ári veitir skólinn verðlaunin Skólaþegn Laugaskóla. Þetta eru verðlaun sem eru veitt 1-2 nemendum á ári. Þeir sem fá þessi verðlaun hafa lagt mikið til Laugasamfélagsins og eru ungmenni gædd þeim mannkostum sem við erum að reyna að ná fram hér á Laugum. Við tölum stundum um mannkostamenntun. Kiddi fékk þessi verðlaun eftir aðeins einn vetur sem er afar sjaldgæft og var það samdóma álit kennara að hann ætti þau mest skilið vorið 2021.“ Kristinn Aron lést tæpum tveimur mánuðum fyrir tvítugsafmælisdaginn sinn.Aðsend Fyrstu viðbrögðin voru að frjósa Þann 2.febrúar 2022 birtist eftirfarandi frétt á Vísi: „Kl. 14:03 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að slys hefði orðið við Framhaldsskólann á Laugum. Þar hefði 19 ára karlmaður orðið fyrir bíl. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Nokkrir nemendur úr skólanum urðu vitni að slysinu og hefur áfallahjálparteymi Rauða krossins verið virkjað til að hlúa að þeim.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í nóvember síðastliðnum er tildrögum slyssins lýst nánar. Fram kemur að nemendur hafi verið renna sér á rassaþotum niður brekku vestan við aðalbyggingu skólans, eins og tíðkast hafi í marga áratugi. „Að sögn vitna hafði nemandinn, sem lést í slysinu, nýlokið við að renna sér niður brekkuna á stærri snjóþotunni þegar hann tók ákvörðun um að fara óvænt strax aðra ferð. Um leið og hann fór af stað sögðust nemendur, sem stóðu efst í brekkunni, hafa tekið eftir bifreið sem kom akandi eftir Austurhlíðarvegi til suðurs. Þau kváðust hafa reynt að kalla til nemandans og láta hann vita af bifreiðinni.“ Brekkan sem örin merkir er sú sem nemendur byrjuðu á að renna sér niður en hún var meira og minna snjólaus. Þeir færðu sig því í brattari brekkuna vestan við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Fram kemur að tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. „Snjór var á veginum, nokkur hálka og sól var lágt á lofti. Að sögn ökumanns varð hann var við að snjór þyrlaðist upp rétt áður en ungi maðurinn rann upp á veginn og varð fyrir bifreiðinni. Þegar hann sá nemandann hafi hann hemlað en vegurinn verið háll og hemlun því ekki mikil.“ Guðrún rifjar upp atburðarásina þennan örlagaríka dag. Hún var stödd í vinnunni þegar síminn hennar hringdi. Á hinum enda línunnar var Sigurbjörn Árni skólameistari. Kristinn Arion hafði orðið fyrir slysi og var meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir stóðu yfir. „Mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég fraus algjörlega. Sigurbjörn spurði hvort ég væri ein. Ég man að ég hljóp inn til yfirmanns míns og henti símanum í hana. Á meðan hún talaði við Sigurbjörn var ég alveg frosin; ég reyndi að kreista fram tár en þau komu bara ekki. Svo var hringt í manninn minn og börnin okkar voru sótt í skólann. Atburðarásin sem tók við í kjölfarið var hröð. Áður en fjölskyldan var komin heim barst tilkynning frá lögreglunni: Kristinn Aron var látinn. „Presturinn okkar kom heim til okkar og var hjá okkur næstu klukkustundirnar. Síðan kom lögreglan til okkar." Þetta var allt svo óraunverulegt. Ég var ennþá í svo miklu sjokki að ég var ekki að ná að meðtaka þetta allt saman. Ég gat ekki borðað í þrjá daga á eftir og þurfti að fá kvíðastillandi lyf til að geta sofið. Það var ekki fyrr en daginn eftir, þegar mamma mín kom til okkar, að ég brotnaði algjörlega saman. Ég þurfti greinilega að fá hana til mín. Fjölskyldan tók þá ákvörðun að þau vildu ekki sjá Kristinn Aron. „Það var búið að segja við okkur að hann væri mjög illa farinn, sérstaklega í andliti. Við vissum að það yrði óhugnanlegt að sjá hann eins og hann var.“ Lítið en þétt samfélag Í annarri rétt Vísis á sínum tíma kom fram að allt skólastarf var fellt niður Framhaldsskólanum á Laugum daginn eftir slysið. Um kvöldið var haldin bænastund. „Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun,“ kom jafnframt fram í fréttinni. Fram kom að samfélagið á Laugum væri lítið, en þétt og að hugur allra væri hjá aðstandendum Kristins Arons. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ sagði Sigurbjörn Árni skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í samtali við Vísi á sínum tíma og bætti við á öðrum stað: „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Þá kom einnig fram að mikill stuðningur hefði borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent höfðu starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Guðrún segist sjálf hafa fundið sterkt fyrir þeirri samheldni og nánd sem myndaðist í samfélaginu á þessum tíma. „Það var afskaplega gott að finna fyrir því. Þetta er bara ein og heil fjölskylda. Allir taka utan um hvorn annan.“ Hver og einn hefur sína leið Kristinn Aron var brenndur fyrir sunnan. Seinna var haldin fjölmenn minningarathöfn í Snartastaðakirkju á Kópaskeri og streymt frá í beinni. Við minningarathöfnina var spilað lagið Faðir vor með Ljótu hálfvitunum. „Við vildum hafa athöfnina í hans anda. Faðir vor var uppáhaldslagið hans. Ég veit að höfundinum, Sævari Sigurgeirssyni þótti mjög vænt um að lagið hefði verið spilað, það hafði víst aldrei verið spilað í útför áður. Við vildum alls ekki hafa sorgarlög. Við spiluðum líka Traustur vinur með á Móti Sól. Okkur fannst það eiga vel við.“ Það er mismunandi hvernig einstaklingar gangi í gegnum sorgarferli. Hver hefur sína leið. „Við grétum öll saman fyrsti dagana á eftir. Ég var sjálf hjá sálfræðingi í langan tíma á eftir. Mér fannst gott að fara til hennar og spjalla og ég fann að það hjálpaði mér,“ segir Guðrún og bætir við að hinir fjölskyldumeðlimirnir hafi engu að síður tekist á við sorgina með öðrum leiðum. „Maðurinn minn tók þetta meira „á kassann“ og dóttir okkar sömuleiðis. Yngri strákurinn okkar er meiri tilfinningavera. Við höfum tekist á við þetta hvert á sinn hátt eiginlega. Við eigum hin börnin okkar tvö og þó að við séum að glíma við þessa sorg þá þurfum við að sinna þeim líka. Ég held að það hafi gengið ágætlega miðað við allt. Um páskana 2022 fórum við öll saman til Noregs, þar sem bróðir minn býr. Við þurftum einfaldlega að fara burt. Það var rosalega gott að skipta um umhverfi. Við komum endurnærð til baka.“ Kristins Arons er sárt saknað en fjölskyldan stendur þétt saman.Aðsend Guðrún nefnir annað bjargráð sem hefur nýst henni vel. „Útivera og hreyfing. Ég fer út á hverjum degi og það gerir mér afskaplega gott. Ég er mikið fyrir að hjóla og þegar afmælisdagurinn hans Kristins rann upp, tveimur mánuðum eftir að hann dó þá tók ég hjólið mitt og hjólaði 20 kílómetra til Akureyrar. Ég fann að ég þurfti að vera ein og gera eitthvað fyrir sjálfa mig.“ Eftir tæpan mánuð verða liðin tvö ár frá því að Kristinn Aron lést. Ef hann hefði lifað þá hefði hann fagnað 22 ára afmæli sínu á þessu ári. Á afmælisdaginn hans á seinasta ári var bökuð kaka á heimilinu. Það verður aftur gert nú í ár. Guðrún er mikil útivistarmanneskja og segir útivist og hreyfingu hafa hjálpað sér mikið í sorgarferlinu.Aðsend Guðrún leiðir stundum hugann að því hvað sonur hennar væri að gera í dag ef hann væri á lífi. „Hann væri að vinna og brasa, eitthvað í bílum. Mér finnst líklegt að hann hefði orðið bifvélavirki.“ Harmurinn sem fylgir því að missa barn er slíkur að líklega getur enginn sett sig í þau spor nema að hafa upplifað það sjálfur. Og óhætt er að fullyrða að sorgin hverfur aldrei. „Ég held að það skipti miklu máli að hlusta á tilfinningar sínar," segir Guðrún. „Leyfa sér að finna fyrir þeim og finna sína leið til takast á við sorgina og fá útrás.“ Banaslys á Laugum Samgönguslys Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Var á óvenju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann. 28. nóvember 2023 12:50 Nafn piltsins sem lést á Laugum Ungi maðurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson. 9. febrúar 2022 20:59 Syrgja góðan vin og félaga Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. 3. febrúar 2022 20:01 Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Í einni af minningargreinunum sem skrifaðar voru um Kristin Aron á sínum tíma kom fram að í minni samfélögum, bæði skóla og sveitarfélögum, sé nándin svo miklu meiri en á þéttbýlissvæðum. Þannig verður þetta áfall í raun missir og harmur alls samfélagsins. Guðrún Lilja Curtis móðir Kristins Arons ræddi við blaðamann Vísis um andlát Kristins Arons og ferlið undanfarin tvö ár. Fékk verðlaun fyrir mannkosti Kristinn Aron ólst upp á Kópaskeri hjá foreldrum sínum þeim Arnbirni Jóhanni Kristinssyni og Guðrúnu Lilju Curtis og var elstur þriggja systkina, en yngri eru þau Lilja Dröfn, fædd 2007, og Jóhann Darri, fæddur 2012. „Hann var ofboðslegur virkur sem barn; var alltaf ofan á öllu og uppi á öllu og fannst afskaplega gaman að fikta við allt. Ég var oft frekar smeyk um hann. Hann var rosalega forvitinn. Hann var alltaf svo glaður; hann var algjör gleðigjafi fyrst og fremst. Hann var alltaf mikill brasari, og var rosalega mikill bílakall,“ segir Guðrún. Kristinn Aron var mikill gleðigjafi að sögn Guðrúnar.Aðsend Kristinn Aron hóf skólagöngu sína í grunnskólanum á Kópaskeri veturinn 2008-2009, en það var síðasti veturinn sem starfræktur var grunnskóli á Kópaskeri. Síðan lá leiðin í Öxarfjarðarskóla í Lundi, þar sem hann lauk grunnskólaprófi vorið 2018.Hann stundaði síðan nám við VMA á haustönn 2018, en starfaði í fiskvinnslunni Silfurstjörnunni í Öxarfirði allt árið 2019, fram til hausts 2020, ásamt því að gegna ýmsum öðrum tilfallandi störfum. Það var síðan um haustið 2020 að Kristinn Aron byrjaði í Framhaldsskólanum á Laugum, 100 manna heimavistarskóla. Hann var kallaður „Kiddi kóngur“ af samnemendum sínum. „Krakkarnir á Laugum kölluðu hann það af því að hann var vinur allra; hann var í öllum hópum. Hann fór á milli allra vista og talaði við alla. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öllum. Var alltaf að spyrja hina og þessa hvort þeir þyrftu aðstoð. Hann hafði einfaldlega svo gaman af því að hjálpa öðrum. Sigurbjörn Árni skólameistari minntist sérstaklega á það við mig einu sinni, honum fannst það minnistætt, enda ekki margir sem voru svona opnir eins og hann. Hann tók öllum eins og þeir voru.“ Vorið 2021 hlaut hann Kristinn Aron verðlaunin Skólaþegn Laugaskóla, en þau verðlaun eru veitt árlega nemanda sem talinn er búa yfir ríkum mannkostum. Kristinn Aron var einstaklega vel liðinn af samnemendum og kennurum að sögn Guðrúnar.Aðsend „Það segir held ég mikið um hvernig persóna hann var,“ segir Guðrún jafnframt. Í minningargrein sem Sigurbjörn Árni skólameistari Framhaldsskólans á Laugum skrifaði á sínum tíma stóð meðal annars: „Kiddi kom í Laugaskóla haustið 2020. Hann velti því reyndar fyrir hvort hann ætti að þiggja skólavistina því hann hafði lofað bændum að fara í samtals 11 göngur fyrir þá þetta haust. Það var eftirtektarvert að hann hafði góð áhrif í skólastofunni frá fyrstu stundu. Hann var mikill málamiðlari, einstaklega glaðlegur og kurteis og gaf mikið af sér. Í raun náði hann tengingu við alla hópa skólans, hvort sem um var að ræða íþróttakrakka, listaspírur, björgunarsveitafólk, bílamenn eða starfsfólk. Hann setti sig aldrei í fyrsta sæti né krafðist neins af öðrum. „Haf þú ekki áhyggjur af því,“ var viðkvæðið hjá honum ef aðrir voru að velta fyrir sér hvað hann væri að bardúsa eða hvernig gengi. Það var mikið happ fyrir Laugaskóla að fá nemanda eins og Kidda með sitt smitandi bros og hlátur og góða skap. Á hverju ári veitir skólinn verðlaunin Skólaþegn Laugaskóla. Þetta eru verðlaun sem eru veitt 1-2 nemendum á ári. Þeir sem fá þessi verðlaun hafa lagt mikið til Laugasamfélagsins og eru ungmenni gædd þeim mannkostum sem við erum að reyna að ná fram hér á Laugum. Við tölum stundum um mannkostamenntun. Kiddi fékk þessi verðlaun eftir aðeins einn vetur sem er afar sjaldgæft og var það samdóma álit kennara að hann ætti þau mest skilið vorið 2021.“ Kristinn Aron lést tæpum tveimur mánuðum fyrir tvítugsafmælisdaginn sinn.Aðsend Fyrstu viðbrögðin voru að frjósa Þann 2.febrúar 2022 birtist eftirfarandi frétt á Vísi: „Kl. 14:03 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að slys hefði orðið við Framhaldsskólann á Laugum. Þar hefði 19 ára karlmaður orðið fyrir bíl. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Nokkrir nemendur úr skólanum urðu vitni að slysinu og hefur áfallahjálparteymi Rauða krossins verið virkjað til að hlúa að þeim.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í nóvember síðastliðnum er tildrögum slyssins lýst nánar. Fram kemur að nemendur hafi verið renna sér á rassaþotum niður brekku vestan við aðalbyggingu skólans, eins og tíðkast hafi í marga áratugi. „Að sögn vitna hafði nemandinn, sem lést í slysinu, nýlokið við að renna sér niður brekkuna á stærri snjóþotunni þegar hann tók ákvörðun um að fara óvænt strax aðra ferð. Um leið og hann fór af stað sögðust nemendur, sem stóðu efst í brekkunni, hafa tekið eftir bifreið sem kom akandi eftir Austurhlíðarvegi til suðurs. Þau kváðust hafa reynt að kalla til nemandans og láta hann vita af bifreiðinni.“ Brekkan sem örin merkir er sú sem nemendur byrjuðu á að renna sér niður en hún var meira og minna snjólaus. Þeir færðu sig því í brattari brekkuna vestan við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Fram kemur að tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. „Snjór var á veginum, nokkur hálka og sól var lágt á lofti. Að sögn ökumanns varð hann var við að snjór þyrlaðist upp rétt áður en ungi maðurinn rann upp á veginn og varð fyrir bifreiðinni. Þegar hann sá nemandann hafi hann hemlað en vegurinn verið háll og hemlun því ekki mikil.“ Guðrún rifjar upp atburðarásina þennan örlagaríka dag. Hún var stödd í vinnunni þegar síminn hennar hringdi. Á hinum enda línunnar var Sigurbjörn Árni skólameistari. Kristinn Arion hafði orðið fyrir slysi og var meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir stóðu yfir. „Mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég fraus algjörlega. Sigurbjörn spurði hvort ég væri ein. Ég man að ég hljóp inn til yfirmanns míns og henti símanum í hana. Á meðan hún talaði við Sigurbjörn var ég alveg frosin; ég reyndi að kreista fram tár en þau komu bara ekki. Svo var hringt í manninn minn og börnin okkar voru sótt í skólann. Atburðarásin sem tók við í kjölfarið var hröð. Áður en fjölskyldan var komin heim barst tilkynning frá lögreglunni: Kristinn Aron var látinn. „Presturinn okkar kom heim til okkar og var hjá okkur næstu klukkustundirnar. Síðan kom lögreglan til okkar." Þetta var allt svo óraunverulegt. Ég var ennþá í svo miklu sjokki að ég var ekki að ná að meðtaka þetta allt saman. Ég gat ekki borðað í þrjá daga á eftir og þurfti að fá kvíðastillandi lyf til að geta sofið. Það var ekki fyrr en daginn eftir, þegar mamma mín kom til okkar, að ég brotnaði algjörlega saman. Ég þurfti greinilega að fá hana til mín. Fjölskyldan tók þá ákvörðun að þau vildu ekki sjá Kristinn Aron. „Það var búið að segja við okkur að hann væri mjög illa farinn, sérstaklega í andliti. Við vissum að það yrði óhugnanlegt að sjá hann eins og hann var.“ Lítið en þétt samfélag Í annarri rétt Vísis á sínum tíma kom fram að allt skólastarf var fellt niður Framhaldsskólanum á Laugum daginn eftir slysið. Um kvöldið var haldin bænastund. „Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun,“ kom jafnframt fram í fréttinni. Fram kom að samfélagið á Laugum væri lítið, en þétt og að hugur allra væri hjá aðstandendum Kristins Arons. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ sagði Sigurbjörn Árni skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í samtali við Vísi á sínum tíma og bætti við á öðrum stað: „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Þá kom einnig fram að mikill stuðningur hefði borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent höfðu starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Guðrún segist sjálf hafa fundið sterkt fyrir þeirri samheldni og nánd sem myndaðist í samfélaginu á þessum tíma. „Það var afskaplega gott að finna fyrir því. Þetta er bara ein og heil fjölskylda. Allir taka utan um hvorn annan.“ Hver og einn hefur sína leið Kristinn Aron var brenndur fyrir sunnan. Seinna var haldin fjölmenn minningarathöfn í Snartastaðakirkju á Kópaskeri og streymt frá í beinni. Við minningarathöfnina var spilað lagið Faðir vor með Ljótu hálfvitunum. „Við vildum hafa athöfnina í hans anda. Faðir vor var uppáhaldslagið hans. Ég veit að höfundinum, Sævari Sigurgeirssyni þótti mjög vænt um að lagið hefði verið spilað, það hafði víst aldrei verið spilað í útför áður. Við vildum alls ekki hafa sorgarlög. Við spiluðum líka Traustur vinur með á Móti Sól. Okkur fannst það eiga vel við.“ Það er mismunandi hvernig einstaklingar gangi í gegnum sorgarferli. Hver hefur sína leið. „Við grétum öll saman fyrsti dagana á eftir. Ég var sjálf hjá sálfræðingi í langan tíma á eftir. Mér fannst gott að fara til hennar og spjalla og ég fann að það hjálpaði mér,“ segir Guðrún og bætir við að hinir fjölskyldumeðlimirnir hafi engu að síður tekist á við sorgina með öðrum leiðum. „Maðurinn minn tók þetta meira „á kassann“ og dóttir okkar sömuleiðis. Yngri strákurinn okkar er meiri tilfinningavera. Við höfum tekist á við þetta hvert á sinn hátt eiginlega. Við eigum hin börnin okkar tvö og þó að við séum að glíma við þessa sorg þá þurfum við að sinna þeim líka. Ég held að það hafi gengið ágætlega miðað við allt. Um páskana 2022 fórum við öll saman til Noregs, þar sem bróðir minn býr. Við þurftum einfaldlega að fara burt. Það var rosalega gott að skipta um umhverfi. Við komum endurnærð til baka.“ Kristins Arons er sárt saknað en fjölskyldan stendur þétt saman.Aðsend Guðrún nefnir annað bjargráð sem hefur nýst henni vel. „Útivera og hreyfing. Ég fer út á hverjum degi og það gerir mér afskaplega gott. Ég er mikið fyrir að hjóla og þegar afmælisdagurinn hans Kristins rann upp, tveimur mánuðum eftir að hann dó þá tók ég hjólið mitt og hjólaði 20 kílómetra til Akureyrar. Ég fann að ég þurfti að vera ein og gera eitthvað fyrir sjálfa mig.“ Eftir tæpan mánuð verða liðin tvö ár frá því að Kristinn Aron lést. Ef hann hefði lifað þá hefði hann fagnað 22 ára afmæli sínu á þessu ári. Á afmælisdaginn hans á seinasta ári var bökuð kaka á heimilinu. Það verður aftur gert nú í ár. Guðrún er mikil útivistarmanneskja og segir útivist og hreyfingu hafa hjálpað sér mikið í sorgarferlinu.Aðsend Guðrún leiðir stundum hugann að því hvað sonur hennar væri að gera í dag ef hann væri á lífi. „Hann væri að vinna og brasa, eitthvað í bílum. Mér finnst líklegt að hann hefði orðið bifvélavirki.“ Harmurinn sem fylgir því að missa barn er slíkur að líklega getur enginn sett sig í þau spor nema að hafa upplifað það sjálfur. Og óhætt er að fullyrða að sorgin hverfur aldrei. „Ég held að það skipti miklu máli að hlusta á tilfinningar sínar," segir Guðrún. „Leyfa sér að finna fyrir þeim og finna sína leið til takast á við sorgina og fá útrás.“
Banaslys á Laugum Samgönguslys Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Var á óvenju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann. 28. nóvember 2023 12:50 Nafn piltsins sem lést á Laugum Ungi maðurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson. 9. febrúar 2022 20:59 Syrgja góðan vin og félaga Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. 3. febrúar 2022 20:01 Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Var á óvenju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann. 28. nóvember 2023 12:50
Nafn piltsins sem lést á Laugum Ungi maðurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson. 9. febrúar 2022 20:59
Syrgja góðan vin og félaga Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. 3. febrúar 2022 20:01
Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48