„Kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 07:30 Freyr Alexandersson, þjálfaði Lyngby við góðan orðstír og er þakklátur öllum hjá félaginu fyrir traustið nú þegar að hann hefur verið keyptur til belgíska liðsins KV Kortrijk Vísir/Getty Á tímamótum lítur Freyr Alexandersson, sem hefur tekið að sér nýtt þjálfarastarf hjá KV Kortijk í Belgíu, stoltur yfir tíma sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“ Danski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Freyr tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby sumarið 2021 og var liðið þá í dönsku B-deildinni. Undir stjórn Íslendingsins tryggði Lyngby sér upp í dönsku úrvalsdeildina og á síðasta tímabili bjargaði liðið sæti sínu í deildinni á ævintýralegan hátt í lokaumferðinni. Afreki sem var lýst sem kraftaverkinu mikla. Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby.Getty/Jan Christensen Á yfirstandandi tímabili hefur liðinu gengið vel og situr um miðja deild. Leiðir, í því sem virðist vera hið fullkomna dæmi um gott samstarf þjálfara og félags, skilja nú og er Freyr þakklátur fyrir tíma sinn hjá Lyngby. „Ég er mjög stoltur. Ótrúlega ánægður með dvöl mína hjá félaginu frá upphafi til enda. Þetta hefur verið draumi líkast. Þegar að ég var ráðinn til Lyngby á sínum tíma voru margir sem ráðlögðu mér það, áður en ég tók við starfinu, að taka ekki við starfinu. Út af svipuðum ástæðum og er verið að nefna núna þegar að ég tek við þjálfun Kortrijk. Ekki alveg jafn ýktum en svipuðum. Ég fór eftir minni sannfæringu og rannsóknarvinnu. Ég vissi hvað þyrfti til og það gekk upp. Þetta er bara búið að vera ævintýri líkast. Samstarfið með starfsfólki félagsins, stuðningsmönnum, leikmönnum og eigendum. Ég er búinn að gera það sem ég var beðinn um að gera. Félagið er búið að vaxa, við höfum náð góðum árangri innan sem og utan vallar. Þá hef ég vaxið líka. Ég hef fengið það út úr þessu verkefni sem ég vildi. Ég er bara ofboðslega þakklátur öllum í kringum Lyngby. Þá er gaman að sjá hvað Lyngby hefur átt stóran sess hjá Íslendingum. Vonandi heldur það áfram.“ Vistaskipti Freys yfir til Belgíu koma upp á tíma þar sem leikmenn Lyngby voru í vetrarfríi. Þar með gafst honum ekki tækifæri til þess að kveðja leikmenn í eigin persónu. Eini leiðinlegi anginn á annars viðskilnaði í sátt og samlyndi allra. „Það er kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn. Ég gat ekki knúsað leikmennina, horft í augun á þeim og sagt bless þannig. Því miður. Ég er hins vegar búinn að tala við þá flesta og þeir sýna mér mikinn skilning. Varðandi stuðningsmennina þá er planið að ég snúi aftur til Lyngby við fyrsta tækifæri og þakki þeim fyrir. Vonandi fæ ég að gera það. Það er planið en verður undir nýja þjálfaranum komið. Ég verð líka að bera virðingu fyrir því.“
Danski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira