Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 17:47 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg. Skjáskot Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Reykjavíkurborgar frá í dag. Myndun nefndarinnar var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Vöggustofunefndin sem skipuð var 22. júlí 2022 kynnti niðurstöður síðar í október í fyrra. Í skýrslu sem nefndi gerði kom fram að börn hefðu sætt illri meðferð á Vöggustofunni Hlíðarenda og einnig á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1963 til 1967. Meðal verkefna Vöggustofunefndarinnar svokallaðrar var að leggja mat á hvort þörf væri á frekari athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins með vísan til þess að Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins starfaði allt til ársins 1979 eða sem upptökuheimili barna allt til 12 ára aldurs frá árinu 1973. „Umsagnirnar ber allar að sama brunni, það er að rétt sé að Reykjavíkurborg láti fara fram frekari athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fyrir tímabilið 1974 til 1979, meðal annars með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili,“ stendur í tilkynningunni. Í dag samþykkti borgarráð að skipuð verði sjálfstæð nefnd óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fyrrnefndu tímabili. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili lokaskýrslu eigi síðar en 30. júní 2024. Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Tengdar fréttir Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Reykjavíkurborgar frá í dag. Myndun nefndarinnar var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Vöggustofunefndin sem skipuð var 22. júlí 2022 kynnti niðurstöður síðar í október í fyrra. Í skýrslu sem nefndi gerði kom fram að börn hefðu sætt illri meðferð á Vöggustofunni Hlíðarenda og einnig á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1963 til 1967. Meðal verkefna Vöggustofunefndarinnar svokallaðrar var að leggja mat á hvort þörf væri á frekari athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins með vísan til þess að Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins starfaði allt til ársins 1979 eða sem upptökuheimili barna allt til 12 ára aldurs frá árinu 1973. „Umsagnirnar ber allar að sama brunni, það er að rétt sé að Reykjavíkurborg láti fara fram frekari athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fyrir tímabilið 1974 til 1979, meðal annars með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili,“ stendur í tilkynningunni. Í dag samþykkti borgarráð að skipuð verði sjálfstæð nefnd óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fyrrnefndu tímabili. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili lokaskýrslu eigi síðar en 30. júní 2024.
Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Tengdar fréttir Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28
Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. 17. október 2023 15:01