Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 18:59 Huldubraut 28 var heimili Magnúsar Ólafs í um fimm ár, eða þar til verulega fór að halla undan fæti. Hann fann þó leigjanda, móður sem leigði húsið og framleigði svo hluta hússins til dóttur sinnar. Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. Um er að ræða glæsilegt 300 fermetra einbýlishús á norðurhlið Kársnessins í Kópavogi. Magnús Ólafur keypti það af hjónunum Ólafi Ólafssyni í Samskip og Ingibjörgu Kristjánsdóttur eiginkonu hans. Húsið er með stóran gluggalausan kjallara, sem telst ekki með í fermetrafjöldanum. Þar er að finna heitan pott, gufubað, setustofu, sturtu, hlandskál, handklæðaofn og innréttingu með vaski með marmara á borði. Gufubað og heitan pott er að finna í gluggalausum kjallara. Konan tók einbýlishúsið á leigu af Magnúsi Ólafi í maí 2020. Leiguverð hljóðaði upp á 400 þúsund krónur auk 150 þúsund króna fyrir leigu á húsgögnum. Þá var samið um 825 þúsund krónur í fyrirframgreidda tryggingu. Bú Magnúsar Ólafs, sem sætir umfangsmikilli rannsókn héraðssaksóknara fyrir fjársvik, var tekið til gjaldþrotaskipta í Danmörku í október 2021. Þrotabúið tók við leigusamningnum og greiddi konan leiguna til þeirra fyrst um sinn. Hún flutti svo úr húsinu áður en leigusamningurinn var runninn út. Krafan um vangreidda húsaleigu náði til fjögurra mánaða, frá ágúst til nóvember 2022 auk greiðslu á leigu vegna húsgagna. Í ljós kom að konan hafði ekki upplýst þrotabúið um leigusamninginn um húsgögn sem var viðbót við leigusamninginn. Nam því krafan 1,8 milljónum króna fyrir vangoldna leigu og 1,95 milljónir fyrir vangreidda leigu á húsgögnum í fimmtán mánuði. Konan fór fram á að 825 þúsund króna tryggingargjaldið yrði dregið frá skuldinni. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu þrotabúsins og dæmdi konuna til að greiða báðar skuldirnar. Þó féllst dómurinn á að tryggingargjaldið skildi dragast frá heildarupphæðinni. Einbýlishúsið glæsilega er í dag í eigu Sverðs og skjaldar, félags í eigu Eyþórs Guðjónssonar, eins eiganda Sky Lagoon í næsta nágrenni á Kársnesinu. Eyþór keypti það árið 2021 en ásett verð var 235 milljónir króna. Eyþór var í viðtali í Kaffispjallinu á Vísi í júní 2021. Dómsmál United Silicon Tengdar fréttir Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag. 19. október 2021 13:57 Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur. 19. júní 2019 18:48 Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. 8. september 2021 18:47 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Um er að ræða glæsilegt 300 fermetra einbýlishús á norðurhlið Kársnessins í Kópavogi. Magnús Ólafur keypti það af hjónunum Ólafi Ólafssyni í Samskip og Ingibjörgu Kristjánsdóttur eiginkonu hans. Húsið er með stóran gluggalausan kjallara, sem telst ekki með í fermetrafjöldanum. Þar er að finna heitan pott, gufubað, setustofu, sturtu, hlandskál, handklæðaofn og innréttingu með vaski með marmara á borði. Gufubað og heitan pott er að finna í gluggalausum kjallara. Konan tók einbýlishúsið á leigu af Magnúsi Ólafi í maí 2020. Leiguverð hljóðaði upp á 400 þúsund krónur auk 150 þúsund króna fyrir leigu á húsgögnum. Þá var samið um 825 þúsund krónur í fyrirframgreidda tryggingu. Bú Magnúsar Ólafs, sem sætir umfangsmikilli rannsókn héraðssaksóknara fyrir fjársvik, var tekið til gjaldþrotaskipta í Danmörku í október 2021. Þrotabúið tók við leigusamningnum og greiddi konan leiguna til þeirra fyrst um sinn. Hún flutti svo úr húsinu áður en leigusamningurinn var runninn út. Krafan um vangreidda húsaleigu náði til fjögurra mánaða, frá ágúst til nóvember 2022 auk greiðslu á leigu vegna húsgagna. Í ljós kom að konan hafði ekki upplýst þrotabúið um leigusamninginn um húsgögn sem var viðbót við leigusamninginn. Nam því krafan 1,8 milljónum króna fyrir vangoldna leigu og 1,95 milljónir fyrir vangreidda leigu á húsgögnum í fimmtán mánuði. Konan fór fram á að 825 þúsund króna tryggingargjaldið yrði dregið frá skuldinni. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu þrotabúsins og dæmdi konuna til að greiða báðar skuldirnar. Þó féllst dómurinn á að tryggingargjaldið skildi dragast frá heildarupphæðinni. Einbýlishúsið glæsilega er í dag í eigu Sverðs og skjaldar, félags í eigu Eyþórs Guðjónssonar, eins eiganda Sky Lagoon í næsta nágrenni á Kársnesinu. Eyþór keypti það árið 2021 en ásett verð var 235 milljónir króna. Eyþór var í viðtali í Kaffispjallinu á Vísi í júní 2021.
Dómsmál United Silicon Tengdar fréttir Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag. 19. október 2021 13:57 Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur. 19. júní 2019 18:48 Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. 8. september 2021 18:47 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48
Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag. 19. október 2021 13:57
Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur. 19. júní 2019 18:48
Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. 8. september 2021 18:47
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30