„Við gefumst aldrei upp“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 19:21 Mohammed Alhaw og Naji Asar hafa dvalið á Austurvelli í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins. Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira