Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 09:48 Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi. Axel Þórhallsson/samherji Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Í tilkynningu þess efnis segir að Sesselja Ingibjörg sé með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár hafi hún verið framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS. Þá hafi hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu grasrótarhreyfingin Norðanátt verið stofnuð, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Sesselja Ingibjörg hafi einnig starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun. Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun. Til húsa í gamla Landsbankahúsinu Í tilkynningu segir að í starfsemi Driftar EA verði lögð áhersla á verkefni á sviði matvælaframleiðslu, heilbrigðis- og lækningavöruframleiðslu, líftækni, hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og grænna lausna. Við undirbúning stofnunar Driftar EA hafi verið haft samráð við innlenda og erlenda aðila á ýmsum sviðum nýsköpunar- og fjárfestinga. Líkt og greint var frá rétt fyrir jól verður starfsemi Driftar EA í gamla Landsbankahúsinu við ráðhústorgið á Akureyri. Ný sókn í atvinnumálum á svæðinu „Þeir Kristján og Þorsteinn Már hugsa augljóslega stórt með stofnun Driftar EA, eins og oft áður. Allur undirbúningur hefur verið afar metnaðarfullur og með samstarfi við sérhæfða innlenda og erlenda aðila aukast möguleikar á að starfsemin skili raunverulegum árangri í framtíðinni. Með stofnun DRIFTAR EA er að hefjast ný sókn í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu og táknrænt er að starfsemin verður í rótgrónum húsakynnum í hjarta Akureyrar, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá vel búna aðstöðu til að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna. Það eru því skapandi tímar framundan og ég hlakka til að vera hluti vel mannaðar áhafnar,“ er haft Sesselju Ingibjörgu í tilkynningu. Nýsköpun Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að Sesselja Ingibjörg sé með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðustu þrjú ár hafi hún verið framkvæmdastýra nýsköpunar- og orkuverkefnisins EIMS. Þá hafi hún undanfarin ár starfað með ýmsum fjárfestum, bæði sem frumkvöðull og fjárfestir. Undir hennar forystu grasrótarhreyfingin Norðanátt verið stofnuð, sem er hreyfiafl nýsköpunar. Sesselja Ingibjörg hafi einnig starfað sem ráðgjafi stjórnvalda varðandi nýsköpun. Sesselja Ingibjörg er með BA gráðu í lögfræði, sveinspróf í framreiðslu og hefur lokið MBA-námi í viðskiptum og stjórnun. Til húsa í gamla Landsbankahúsinu Í tilkynningu segir að í starfsemi Driftar EA verði lögð áhersla á verkefni á sviði matvælaframleiðslu, heilbrigðis- og lækningavöruframleiðslu, líftækni, hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og grænna lausna. Við undirbúning stofnunar Driftar EA hafi verið haft samráð við innlenda og erlenda aðila á ýmsum sviðum nýsköpunar- og fjárfestinga. Líkt og greint var frá rétt fyrir jól verður starfsemi Driftar EA í gamla Landsbankahúsinu við ráðhústorgið á Akureyri. Ný sókn í atvinnumálum á svæðinu „Þeir Kristján og Þorsteinn Már hugsa augljóslega stórt með stofnun Driftar EA, eins og oft áður. Allur undirbúningur hefur verið afar metnaðarfullur og með samstarfi við sérhæfða innlenda og erlenda aðila aukast möguleikar á að starfsemin skili raunverulegum árangri í framtíðinni. Með stofnun DRIFTAR EA er að hefjast ný sókn í atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu og táknrænt er að starfsemin verður í rótgrónum húsakynnum í hjarta Akureyrar, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki fá vel búna aðstöðu til að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna. Það eru því skapandi tímar framundan og ég hlakka til að vera hluti vel mannaðar áhafnar,“ er haft Sesselju Ingibjörgu í tilkynningu.
Nýsköpun Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira