Saga um sebrahest Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:30 Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar