Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 31. janúar 2024 13:32 Sara Snædís starfar sem heilsuþjálfari ásamt því að halda úti vefsíðunni Withsara.com. Þar aðstoðar hún konur við að efla heilsuna á heildrænan máta. Sara Snædís Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. „Heilsutrend ársins eiga það sameiginlegt að hver sem er getur tileinkað sér þau þar sem þau eru einföld í framkvæmd, auka lífsgæði og vellíðan. Það er svo margt sem við getum gert til þess að auka vellíðan hjá okkur en oft getur það reynst erfitt að finna tíma eða ákveða hvaða skref eigi að taka. Að sama skapi er veraldarvefurinn stútfullur af allskonar upplýsingum með misgóðum ráðum til að auka vellíðan,“ segir Sara Snædís. Sara Snædís Sara Snædís deilir hér að neðan sjö heilsutrendum: 1. Hreinn lífstíll „Að lifa heildrænum og hreinum lífstíl verður alltaf vinsælla en það þýðir meðal annars að minnka neyslu á unnum matvörum og einblína á hreina og ferska fæðu, stunda reglulega hreyfingu innandyra og utandyra, minnka streitulosun með heilnæmum hætti og eyða tíma með fólki sem veitir þér ánægju og gefur þér orku.“ Getty „Nýlega slógu þættir í gegn á Netlfix, Blue Zone, sem er heimildaþáttaröð þar sem nokkur lönd voru heimsótt og eiga það sameiginlegt að fólk lifir lengur en annars staðar í heiminum. Þó svo að margir hafi gagnrýnt ákveðin atriði í þessum þáttum kom skýrt í ljós að lifa heilsusamlegu lífi þarf ekki að vera flókið: hreint mataræði, regluleg hreyfing, streitulosun og félagsleg samskipti, voru þau atriði sem stóðu upp úr og skipta megin máli. Reynum að einfalda hlutina fyrir okkur og einblínum á það sem skiptir mestu máli.“ 2. Róa taugakerfið „Við verðum fyrir svo miklu áreiti frá degi til dags og hefur það oft í för með sér að taugakerfið okkar fer í algjöra flækju sem getur valdið fjölmörgum heilsubrestum ef við sinnum því ekki. Því miður er raunveruleikinn okkar sá að við getum ekki komið í veg fyrir stóran hluta þessa áreitis og þar af leiðandi þurfum við að leggja okkar að mörkum að gera hluti sem hjálpa okkur að slaka á taugakerfinu á móti.“ Sara Snædís „Það er ýmislegt sem við getum gert eins og til dæmis að hugleiða, gera öndundaræfingar, fara í göngutúra í náttúrunni, stunda köld böð, gufur og reglulega hreyfingu líkt og sund eða jóga. Á nýju ári ættu allir að stefna að því að iðka eitthvað að þessum ofangreindum atriðum og þar með hjálpa taugakerfinu að slaka á eftir annasamann dag.“ 3. Útivera fyrir núvitund og hugarró „Fólk á það til að vanmeta þann heilsuávinning sem útvera gefur okkur. Að eyða tíma í nátturinni með því að fara í göngutúr, út að skokka eða hreinilega bara sitja utandyra og hugleiða gefur okkur einstaka orku, jarðtengingu og tæmir hugann. Það hjálpar okkur líka að róa taugakerfið, eykur hugmyndasköpun og nærir sálina. Getty Að nota útiveru til núvitundar með því að leggja frá sér símann og taka djúpa andardrætti er mjög áhrifarík leið til að róa hugann.“ 4. Húðumhirða „Vitundavakning varðandi innihald í snyrtivörum er að færast í aukana. Þó svo að snyrtivörur líta nokkuð sakleysislega út þá getur langtímanotkun á þeim haft misgóðar afleiðingar í för með sér. Það skiptir miklu máli að vanda valið áður en við berum eitthvað á húðina okkar, sem stærsta líffæri líkamans. Staðreyndin er sú að langflestar snyrtivörur innihalda efni sem geta raskað hormónastarfsmenni okkar og leitt af sér margs konar heilsubresti. Að huga vel að húðinni með góðum snyrtivörum ásamt því að hreinsa húðina vel daglega, drekka vel að vatni, næra sig vel og bera á sig sólarvörn ætti að vera markmið okkar ef við viljum ná fram fallegum ljóma og útgeislun.“ Getty 5. Minni skjánotkun (e. digital detox) „Eins og fram hefur komið áður þá er þetta áreiti sem við erum að upplifa frá degi til dags að mörgu leyti komið af skjánotkun og öllum þeim upplýsingum sem við fáum í gegnum skjáinn. Tíminn á það til að fljúga frá manni þegar skjárinn heltekur mann, sem hefði betur verið eytt í eitthvað meira uppbyggilegt. Það er nauðsynlegt að vera meðvitaður hversu mikill tími er að fara í skjáinn með því að fylgjast með því. Getty „Auk þess hvet ég alla til að tileinka sér daga sem eru alveg skjálausir, fyrir alla fjölskyldumeðlimi þess vegna, eða ákveðinn tímaramma yfir daginn sem engir skjáir eru uppi við. Aðrir hafa tekið þetta lengra og tekið heila viku eða meira án þess að vera á nokkrum miðlum og logga sig alfarið út af þeim. Þetta trend tel ég að verði enn meira á nýju ári.“ 6. Hormónar kvenna og að lifa í takt við tíðahringinn (e. cycle syncing) „Að „Cycle synca“ er að lifa í takt við tíðahringinn. Það þýðir að við æfum, borðum og lifum í takt við tíðahringinn okkar þar sem hormónin okkar eru sveiflukennd í gegnum mánuðinn og þarfir okkar eru mismunandi eftir því hvar við erum stödd í tíðahringnum.“ Getty „Það er nauðsynlegt að kynna sér hvernig tíðahringurinn virkar og haga sér í takt við hann. Það skilar sér í bættri líðan, betra hormónajafnvægi, minni tíðaverkjum og aukinni orku. Það hefur orðið mikil vitundavakning upp á síðkastið þegar kemur að hormónaheilsu kvenna og sú breyting er bæði skemmtileg og spennandi. Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlegan líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira.“ Sara Snædís „Orkan okkar mest eftir að blæðingum lýkur og er mælt með að nýta þá orku í kröftugar æfingar eins og HIIT-æfingar (e. High intensity interval training), styrktaræfingar, pilates, hlaup og þess háttar. Aftur á móti þegar við nálgumst blæðingar aftur, og þegar við erum á blæðingum, er upplagt að velja frekar mýkri æfingar eins og jóga, teygjur, sund og mjúkt pilates flæði.“ 7. Svefnferðir (e. sleep tourism) „Þetta er skemmtilegt trend sem er víða og tel ég þetta muni aukast til muna þar sem að margir þurfa virkilega á þessu að halda. Nú er orðið vinsælt að fara í heilsuferðir þar sem lagt er upp úr hvíld, það hljómar kannski ekkert sérlega skemmtilega en markmiðið er eingöngu að hvílast og lágmarka áreiti.“ „Rúmin eru einstaklega þægileg, umhverfið er rólegt og þægilegt og markmiðið er að róa taugakerfið algjörlega, slaka á huganum og ná upp svefn og hvíld. Getty Hvort sem farið er í planaðar ferðir eða hreinilega bara upp í bústað þá er ekki svo vitlaust að plana nokkrar svona ferðir yfir árið til þess að hlaða batteríin og koma endurnærður til baka.“ Heildrænn lífstíll og jafnvægi Markmið Söru Snædísar í vinnu hennar sem heilsuþjálfari er að efla heilsu kvenna á heildrænan máta. Sara Snædís „Öll erum við ólík með ólíkar þarfir en við eigum það flest sameiginlegt að vilja vera heilsuhraust og hugsa vel um okkur. Tíminn er fljótur að líða og dagarnir fljúga áfram. Það þarf því að vera meðvituð ákvörðun að breyta einhverju í daglegri rútínu til að efla og styðja kerfið okkar dag frá degi,“ segir Sara Snædís í lokin. Fyrir áhugasama er að fylgjast með Söru Snædísi á samfélagsmiðlum og vefsíðunni Withsara.co Heilsa Matur Jóga Tengdar fréttir Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. 22. mars 2022 12:31 Komdu orkunni þinni í jafnvægi „Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir. 31. maí 2022 14:31 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Heilsutrend ársins eiga það sameiginlegt að hver sem er getur tileinkað sér þau þar sem þau eru einföld í framkvæmd, auka lífsgæði og vellíðan. Það er svo margt sem við getum gert til þess að auka vellíðan hjá okkur en oft getur það reynst erfitt að finna tíma eða ákveða hvaða skref eigi að taka. Að sama skapi er veraldarvefurinn stútfullur af allskonar upplýsingum með misgóðum ráðum til að auka vellíðan,“ segir Sara Snædís. Sara Snædís Sara Snædís deilir hér að neðan sjö heilsutrendum: 1. Hreinn lífstíll „Að lifa heildrænum og hreinum lífstíl verður alltaf vinsælla en það þýðir meðal annars að minnka neyslu á unnum matvörum og einblína á hreina og ferska fæðu, stunda reglulega hreyfingu innandyra og utandyra, minnka streitulosun með heilnæmum hætti og eyða tíma með fólki sem veitir þér ánægju og gefur þér orku.“ Getty „Nýlega slógu þættir í gegn á Netlfix, Blue Zone, sem er heimildaþáttaröð þar sem nokkur lönd voru heimsótt og eiga það sameiginlegt að fólk lifir lengur en annars staðar í heiminum. Þó svo að margir hafi gagnrýnt ákveðin atriði í þessum þáttum kom skýrt í ljós að lifa heilsusamlegu lífi þarf ekki að vera flókið: hreint mataræði, regluleg hreyfing, streitulosun og félagsleg samskipti, voru þau atriði sem stóðu upp úr og skipta megin máli. Reynum að einfalda hlutina fyrir okkur og einblínum á það sem skiptir mestu máli.“ 2. Róa taugakerfið „Við verðum fyrir svo miklu áreiti frá degi til dags og hefur það oft í för með sér að taugakerfið okkar fer í algjöra flækju sem getur valdið fjölmörgum heilsubrestum ef við sinnum því ekki. Því miður er raunveruleikinn okkar sá að við getum ekki komið í veg fyrir stóran hluta þessa áreitis og þar af leiðandi þurfum við að leggja okkar að mörkum að gera hluti sem hjálpa okkur að slaka á taugakerfinu á móti.“ Sara Snædís „Það er ýmislegt sem við getum gert eins og til dæmis að hugleiða, gera öndundaræfingar, fara í göngutúra í náttúrunni, stunda köld böð, gufur og reglulega hreyfingu líkt og sund eða jóga. Á nýju ári ættu allir að stefna að því að iðka eitthvað að þessum ofangreindum atriðum og þar með hjálpa taugakerfinu að slaka á eftir annasamann dag.“ 3. Útivera fyrir núvitund og hugarró „Fólk á það til að vanmeta þann heilsuávinning sem útvera gefur okkur. Að eyða tíma í nátturinni með því að fara í göngutúr, út að skokka eða hreinilega bara sitja utandyra og hugleiða gefur okkur einstaka orku, jarðtengingu og tæmir hugann. Það hjálpar okkur líka að róa taugakerfið, eykur hugmyndasköpun og nærir sálina. Getty Að nota útiveru til núvitundar með því að leggja frá sér símann og taka djúpa andardrætti er mjög áhrifarík leið til að róa hugann.“ 4. Húðumhirða „Vitundavakning varðandi innihald í snyrtivörum er að færast í aukana. Þó svo að snyrtivörur líta nokkuð sakleysislega út þá getur langtímanotkun á þeim haft misgóðar afleiðingar í för með sér. Það skiptir miklu máli að vanda valið áður en við berum eitthvað á húðina okkar, sem stærsta líffæri líkamans. Staðreyndin er sú að langflestar snyrtivörur innihalda efni sem geta raskað hormónastarfsmenni okkar og leitt af sér margs konar heilsubresti. Að huga vel að húðinni með góðum snyrtivörum ásamt því að hreinsa húðina vel daglega, drekka vel að vatni, næra sig vel og bera á sig sólarvörn ætti að vera markmið okkar ef við viljum ná fram fallegum ljóma og útgeislun.“ Getty 5. Minni skjánotkun (e. digital detox) „Eins og fram hefur komið áður þá er þetta áreiti sem við erum að upplifa frá degi til dags að mörgu leyti komið af skjánotkun og öllum þeim upplýsingum sem við fáum í gegnum skjáinn. Tíminn á það til að fljúga frá manni þegar skjárinn heltekur mann, sem hefði betur verið eytt í eitthvað meira uppbyggilegt. Það er nauðsynlegt að vera meðvitaður hversu mikill tími er að fara í skjáinn með því að fylgjast með því. Getty „Auk þess hvet ég alla til að tileinka sér daga sem eru alveg skjálausir, fyrir alla fjölskyldumeðlimi þess vegna, eða ákveðinn tímaramma yfir daginn sem engir skjáir eru uppi við. Aðrir hafa tekið þetta lengra og tekið heila viku eða meira án þess að vera á nokkrum miðlum og logga sig alfarið út af þeim. Þetta trend tel ég að verði enn meira á nýju ári.“ 6. Hormónar kvenna og að lifa í takt við tíðahringinn (e. cycle syncing) „Að „Cycle synca“ er að lifa í takt við tíðahringinn. Það þýðir að við æfum, borðum og lifum í takt við tíðahringinn okkar þar sem hormónin okkar eru sveiflukennd í gegnum mánuðinn og þarfir okkar eru mismunandi eftir því hvar við erum stödd í tíðahringnum.“ Getty „Það er nauðsynlegt að kynna sér hvernig tíðahringurinn virkar og haga sér í takt við hann. Það skilar sér í bættri líðan, betra hormónajafnvægi, minni tíðaverkjum og aukinni orku. Það hefur orðið mikil vitundavakning upp á síðkastið þegar kemur að hormónaheilsu kvenna og sú breyting er bæði skemmtileg og spennandi. Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlegan líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira.“ Sara Snædís „Orkan okkar mest eftir að blæðingum lýkur og er mælt með að nýta þá orku í kröftugar æfingar eins og HIIT-æfingar (e. High intensity interval training), styrktaræfingar, pilates, hlaup og þess háttar. Aftur á móti þegar við nálgumst blæðingar aftur, og þegar við erum á blæðingum, er upplagt að velja frekar mýkri æfingar eins og jóga, teygjur, sund og mjúkt pilates flæði.“ 7. Svefnferðir (e. sleep tourism) „Þetta er skemmtilegt trend sem er víða og tel ég þetta muni aukast til muna þar sem að margir þurfa virkilega á þessu að halda. Nú er orðið vinsælt að fara í heilsuferðir þar sem lagt er upp úr hvíld, það hljómar kannski ekkert sérlega skemmtilega en markmiðið er eingöngu að hvílast og lágmarka áreiti.“ „Rúmin eru einstaklega þægileg, umhverfið er rólegt og þægilegt og markmiðið er að róa taugakerfið algjörlega, slaka á huganum og ná upp svefn og hvíld. Getty Hvort sem farið er í planaðar ferðir eða hreinilega bara upp í bústað þá er ekki svo vitlaust að plana nokkrar svona ferðir yfir árið til þess að hlaða batteríin og koma endurnærður til baka.“ Heildrænn lífstíll og jafnvægi Markmið Söru Snædísar í vinnu hennar sem heilsuþjálfari er að efla heilsu kvenna á heildrænan máta. Sara Snædís „Öll erum við ólík með ólíkar þarfir en við eigum það flest sameiginlegt að vilja vera heilsuhraust og hugsa vel um okkur. Tíminn er fljótur að líða og dagarnir fljúga áfram. Það þarf því að vera meðvituð ákvörðun að breyta einhverju í daglegri rútínu til að efla og styðja kerfið okkar dag frá degi,“ segir Sara Snædís í lokin. Fyrir áhugasama er að fylgjast með Söru Snædísi á samfélagsmiðlum og vefsíðunni Withsara.co
Heilsa Matur Jóga Tengdar fréttir Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. 22. mars 2022 12:31 Komdu orkunni þinni í jafnvægi „Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir. 31. maí 2022 14:31 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. 22. mars 2022 12:31
Komdu orkunni þinni í jafnvægi „Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir. 31. maí 2022 14:31