Lætur draum látins eiginmanns síns rætast á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2024 09:00 Sinéad og Harry gengu í hjónaband einungis nokkrum vikum áður en Harry lést úr sjaldgæfu og illvígu krabbameini. Aðsend „Ég veit að hann á eftir að vera með okkur í anda,“ segir Sinéad Nolan Martin, 27 ára gömul kona frá Englandi í samtali við Vísi en í næsta mánuði mun hún leggja af stað í 40 kílómetra göngu frá Nesjavöllum til Þingvalla. Þannig hyggst hún heiðra minningu eiginmanns síns, Harry Martin, sem lést úr sjaldgæfu krabbameini árið 2021, einungis 25 ára gamall. Einn stærsti draumur Harry þegar hann var á lífi var að heimsækja Ísland. Sinéad ætlar um leið að safna fé til styrktar góðgerðarsamtökum í Bretlandi sem styðja við alvarlega veika og dauðvona einstaklinga, en umrædd samtök veittu eiginmanni hennar heitnum og fjölskyldunni ómetanlegan stuðning á sínum tíma. Lamaðist innan nokkurra vikna Sinéad og Harry heitinn eru bæði frá Swindon, 200 þúsund manna bæ í Suðvestur- Englandi. „Við vorum bara 13 ára þegar við hittumst fyrst. Þá var ég nýflutt aftur til Swindon með fjölskyldunni minni en við bjuggum á Írlandi í nokkur ár þegar ég var barn. Harry var vinur frænda míns og við vorum í sama grunnskóla. Við vorum bestu vinir í tvö ár og þegar við vorum orðin 15 ára urðum við kærustupar. Við vorum alvöru „high school sweethearts.“ Þegar við vorum 18 ára fórum við saman í háskóla í Reading og eftir námið fluttum við aftur í heimabæinn okkar,“ segir Sinéad. Í byrjun árs 2020, um það leyti þegar heimsfaraldurinn skall á, var Harry í undirbúningsþjálfun fyrir herinn. Hann var 24 ára gamall; einstaklega hraustur og vel á sig kominn líkamlega og fór daglega í ræktina, sund og út að hlaupa. Einn daginn byrjaði hann að finna fyrir gífurlegum verkjum í bakinu. Hann leitaði til læknis sem taldi að um hryggþrófarask væri að ræða og sendi Harry heim með bólgueyðandi verkjalyf. „Verkirnir ágerðust hins vegar og rúmri viku seinna byrjaði hann að missa tilfinninguna í fótunum. Hann var sendur í segulómskoðun og þá kom í ljós að hann var með 4,5 sentimetra æxli í hryggnum. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með meinvarp í mænunni. Nokkrum vikum seinna var hann orðinn algjörlega lamaður fyrir neðan mitti,“ segir Sinéad. Sinéad segir eiginmann sinn heitinn hafa tekist á við veikindin af einstöku æðruleysi.Aðsend Héldu alltaf í vonina Í kjölfarið gekkst Harry undir sex vikna háskammta geislameðferð á heila og hrygg og þvínæst tók við stíf lyfjameðferð. Í fyrstu leit út fyrir að meðferðin hefði borið árangur; myndatökur sýndu að æxlin höfðu minnkað og Harry fékk aftur smá tilfinningu í fæturna. En í nóvember 2020 fór heilsu Harry að hraka á ný og fljótlega missti hann aftur alla tilfinningu í fótunum. Ljóst var að krabbameinið var illvígt. Að sögn Sinéad var fjölskyldan gjörsamlega niðurbrotin. „Við héldum samt alltaf í vonina. Hann gekkst undir aðra lyfjameðferð og okkur var sagt að það væru bara 40 prósent líkur á því að meðferðin myndi hafa áhrif. Þegar það var orðið ljóst að sú meðferð myndi ekki bera árangur fórum við að skoða óhefðbundari meðferðir, og við vorum búin að finna meðferð í Þýskalandi sem hafði reynst mörgum vel.“ Það var hins fljótlega ljóst að Harry átti ekki eftir að sigra baráttuna við krabbameinið og undir lokin hrakaði honum verulega. „Þá var þetta komið á það stig að hann þurfti mikla umönnun og hann var orðinn mjög háður fólkinu í kringum sig. Það endaði með því að við fluttum bæði inn til foreldra hans,“ segir Sinéad jafnframt. Hún bætir við að þrátt fyrir að Harry hafi vitað að hann ætti stutt eftir þá hafi hann náð að sætta sig við örlög sín. Hann hafi sýnt ótrúlegan innri styrk. Giftu sig nokkrum mánuðum fyrir andlátið Þegar ljóst var að Harry ætti ekki mikið eftir ákvað parið að ganga í hjónaband. Í mars 2021 héldu þau litla hjónavígsluathöfn á heimili tengdaforeldra Sinéad. „Á þessum tíma var samkomubann enn í gildi vegna heimsfaraldursins en við vorum ákveðin í að skapa eins fallega athöfn og mögulegt var. Foreldrar Harry eru með gróðurhús í garðinum hjá sér og við skreyttum það og fylltum það af blómum. Þetta var lítil en falleg athöfn, bara við tvö, foreldrar okkar og systkini. Ættingjar okkar og vinir gátu síðan fylgst með í gegnum streymi, og þau klæddu sig upp og sendu okkur myndir af sér. Þetta var afskaplega fallegur dagur.“ Nýgift hjón.Aðsend Einungis nokkrum vikum seinna, í maí árið 2021, lést Harry á heimili foreldra sinna, umkringdur ástvinum sínum. Seinustu mánuðina sem Harry var á lífi naut hann stuðnings frá Prospect Hospice, breskum góðgerðarsamtökum sem veita dauðvona einstaklingum og fjölskyldum þeirra ótakmarkaða umönnun allan sólarhringinn. Eftir að Harry lést hefur Sinéad lagt sig fram við að safna fé til styrktar samtökunum. Á seinasta ári hélt hún af stað í 60 kílómetra göngu yfir Sahara eyðimörkina ásamt fleirum og safnaði áheitum. Í eyðimörkinni setti hún niður litla gula rós úr pappír í minningu eiginmanns síns. Hún segist í raun aldrei hafa verið „útivistar eða göngutýpa“ en eiginmaður hennar heitinn var það hins vegar. „Við vorum að dugleg að fara í göngutúra og fjallgöngur þegar Harry var á lífi en hann var samt miklu öflugri en ég þegar kom að hreyfingu, hann elskaði líkamlegar áskoranir. Hann hafði svo mikla ástríðu fyrir lífinu, og vildi upplifa allt sem lífið hafði upp á að bjóða. Gangan yfir Sahara var svo mögnuð reynsla, og ég vildi gefa fjölskyldu minni, og fjölskyldu Harry tækifæri á að upplifa þetta líka,“ segir hún. Á seinasta ári gekk Sinéad 60 kílómetra yfir Sahara eyðimörkina til að safna áheitum fyrir Prospect Hospice samtökin.Aðsend Fyrst Sahara og nú Ísland Og nú hyggst hún endurtaka leikinn, á Íslandi. „Harry var aldrei neitt sérstaklega mikið fyrir ferðalög. En það var einn staður sem hann hafði alltaf dreymt um að heimsækja og það var Ísland. Það var efst á listanum. Hann langaði svo mikið að fara í Bláa Lónið, af því að foreldrar hans höfðu farið þangað og þau elskuðu það. Og hann langaði svo mikið að sjá norðurljósin. Það var búið að vera á planinu hjá okkur lengi að fara til Íslands.“ Í næsta mánuði munu Sinéad, móðir hennar og faðir Harry koma til Íslands ásamt fleirum. Hópurinn mun leggja af stað frá Nesjavöllum þann 17.mars og ganga síðan tæpa 40 kílómetra yfir leðjulaugar og hveri og virkt eldfjall og enda gönguna á Þingvöllum þann 19.mars. Þau hafa sett af stað áheitasöfnun og markmiðið er að safna hálfri milljón fyrir Prospect Hospice. Ljóst er að um töluvert ólíkari aðstæður er að ræða en í Sahara eyðimörkinni, þar sem hitastigið er í kringum 40 gráður. Sinéad segir tilhugsunina um margra kílómetra göngu í fimbulkulda og frosti vera „dálítið súrrealíska.“ „Hingað til hef ég verið að einblína fyrst og fremst á fjáröflunarhlutann en núna um daginn fór ég að hugsa að það er bara að koma að þessu, og það er ekki seinna vænna en að fara að útvega allan ferðalagabúnaðinn, fatnað og græjur og allt sem þarf!“ Eftir að göngunni lýkur hyggjast Sinéad, móðir hennar og tengdafaðir dvelja í Reykjavík í nokkra daga og skoða sig um. „Ég hlakka mest af öllu til að sjá stórbrotna landslagið á Íslandi. Hingað til hef ég einungis séð það á myndum og myndböndum, og það er nánast óraunverulegt, það er svo ótrúlega fallegt. Ég hlakka líka mikið til að hitta fólkið á Íslandi, en við verðum með íslenskum leiðsögumann.“ Sinéad er annt um að halda minningu eiginmanns síns á lofti.Aðsend Að sögn Sinéad var Harry öflugur í allskyns góðgerðarstarfi þegar hann var á lífi, og safnaði fé til styrktar hinum og þessum samtökum. Hún segir eiginmann sinn hafa tekist á við aðstæðurnar af einstöku hugrekki og æðruleysi. Hún bætir við að hún hafi sjálft lært mikið af Harry og viðhorfi hans til lífsins, og það hafi hvatt hana til að fara út fyrir þægindarammann og skora á sjálfa sig. „Honum var annt um að gera heiminn að betri stað, og hann vildi vera hvatning fyrir aðra. Þess vegna vil ég lifa lífinu eins og hann hefði viljað; ég vil fara út og kanna heiminn, vera óttalaus, ekki halda aftur af mér. Lifa í núinu.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Bretland Mest lesið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fleiri fréttir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Sjá meira
Sinéad ætlar um leið að safna fé til styrktar góðgerðarsamtökum í Bretlandi sem styðja við alvarlega veika og dauðvona einstaklinga, en umrædd samtök veittu eiginmanni hennar heitnum og fjölskyldunni ómetanlegan stuðning á sínum tíma. Lamaðist innan nokkurra vikna Sinéad og Harry heitinn eru bæði frá Swindon, 200 þúsund manna bæ í Suðvestur- Englandi. „Við vorum bara 13 ára þegar við hittumst fyrst. Þá var ég nýflutt aftur til Swindon með fjölskyldunni minni en við bjuggum á Írlandi í nokkur ár þegar ég var barn. Harry var vinur frænda míns og við vorum í sama grunnskóla. Við vorum bestu vinir í tvö ár og þegar við vorum orðin 15 ára urðum við kærustupar. Við vorum alvöru „high school sweethearts.“ Þegar við vorum 18 ára fórum við saman í háskóla í Reading og eftir námið fluttum við aftur í heimabæinn okkar,“ segir Sinéad. Í byrjun árs 2020, um það leyti þegar heimsfaraldurinn skall á, var Harry í undirbúningsþjálfun fyrir herinn. Hann var 24 ára gamall; einstaklega hraustur og vel á sig kominn líkamlega og fór daglega í ræktina, sund og út að hlaupa. Einn daginn byrjaði hann að finna fyrir gífurlegum verkjum í bakinu. Hann leitaði til læknis sem taldi að um hryggþrófarask væri að ræða og sendi Harry heim með bólgueyðandi verkjalyf. „Verkirnir ágerðust hins vegar og rúmri viku seinna byrjaði hann að missa tilfinninguna í fótunum. Hann var sendur í segulómskoðun og þá kom í ljós að hann var með 4,5 sentimetra æxli í hryggnum. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með meinvarp í mænunni. Nokkrum vikum seinna var hann orðinn algjörlega lamaður fyrir neðan mitti,“ segir Sinéad. Sinéad segir eiginmann sinn heitinn hafa tekist á við veikindin af einstöku æðruleysi.Aðsend Héldu alltaf í vonina Í kjölfarið gekkst Harry undir sex vikna háskammta geislameðferð á heila og hrygg og þvínæst tók við stíf lyfjameðferð. Í fyrstu leit út fyrir að meðferðin hefði borið árangur; myndatökur sýndu að æxlin höfðu minnkað og Harry fékk aftur smá tilfinningu í fæturna. En í nóvember 2020 fór heilsu Harry að hraka á ný og fljótlega missti hann aftur alla tilfinningu í fótunum. Ljóst var að krabbameinið var illvígt. Að sögn Sinéad var fjölskyldan gjörsamlega niðurbrotin. „Við héldum samt alltaf í vonina. Hann gekkst undir aðra lyfjameðferð og okkur var sagt að það væru bara 40 prósent líkur á því að meðferðin myndi hafa áhrif. Þegar það var orðið ljóst að sú meðferð myndi ekki bera árangur fórum við að skoða óhefðbundari meðferðir, og við vorum búin að finna meðferð í Þýskalandi sem hafði reynst mörgum vel.“ Það var hins fljótlega ljóst að Harry átti ekki eftir að sigra baráttuna við krabbameinið og undir lokin hrakaði honum verulega. „Þá var þetta komið á það stig að hann þurfti mikla umönnun og hann var orðinn mjög háður fólkinu í kringum sig. Það endaði með því að við fluttum bæði inn til foreldra hans,“ segir Sinéad jafnframt. Hún bætir við að þrátt fyrir að Harry hafi vitað að hann ætti stutt eftir þá hafi hann náð að sætta sig við örlög sín. Hann hafi sýnt ótrúlegan innri styrk. Giftu sig nokkrum mánuðum fyrir andlátið Þegar ljóst var að Harry ætti ekki mikið eftir ákvað parið að ganga í hjónaband. Í mars 2021 héldu þau litla hjónavígsluathöfn á heimili tengdaforeldra Sinéad. „Á þessum tíma var samkomubann enn í gildi vegna heimsfaraldursins en við vorum ákveðin í að skapa eins fallega athöfn og mögulegt var. Foreldrar Harry eru með gróðurhús í garðinum hjá sér og við skreyttum það og fylltum það af blómum. Þetta var lítil en falleg athöfn, bara við tvö, foreldrar okkar og systkini. Ættingjar okkar og vinir gátu síðan fylgst með í gegnum streymi, og þau klæddu sig upp og sendu okkur myndir af sér. Þetta var afskaplega fallegur dagur.“ Nýgift hjón.Aðsend Einungis nokkrum vikum seinna, í maí árið 2021, lést Harry á heimili foreldra sinna, umkringdur ástvinum sínum. Seinustu mánuðina sem Harry var á lífi naut hann stuðnings frá Prospect Hospice, breskum góðgerðarsamtökum sem veita dauðvona einstaklingum og fjölskyldum þeirra ótakmarkaða umönnun allan sólarhringinn. Eftir að Harry lést hefur Sinéad lagt sig fram við að safna fé til styrktar samtökunum. Á seinasta ári hélt hún af stað í 60 kílómetra göngu yfir Sahara eyðimörkina ásamt fleirum og safnaði áheitum. Í eyðimörkinni setti hún niður litla gula rós úr pappír í minningu eiginmanns síns. Hún segist í raun aldrei hafa verið „útivistar eða göngutýpa“ en eiginmaður hennar heitinn var það hins vegar. „Við vorum að dugleg að fara í göngutúra og fjallgöngur þegar Harry var á lífi en hann var samt miklu öflugri en ég þegar kom að hreyfingu, hann elskaði líkamlegar áskoranir. Hann hafði svo mikla ástríðu fyrir lífinu, og vildi upplifa allt sem lífið hafði upp á að bjóða. Gangan yfir Sahara var svo mögnuð reynsla, og ég vildi gefa fjölskyldu minni, og fjölskyldu Harry tækifæri á að upplifa þetta líka,“ segir hún. Á seinasta ári gekk Sinéad 60 kílómetra yfir Sahara eyðimörkina til að safna áheitum fyrir Prospect Hospice samtökin.Aðsend Fyrst Sahara og nú Ísland Og nú hyggst hún endurtaka leikinn, á Íslandi. „Harry var aldrei neitt sérstaklega mikið fyrir ferðalög. En það var einn staður sem hann hafði alltaf dreymt um að heimsækja og það var Ísland. Það var efst á listanum. Hann langaði svo mikið að fara í Bláa Lónið, af því að foreldrar hans höfðu farið þangað og þau elskuðu það. Og hann langaði svo mikið að sjá norðurljósin. Það var búið að vera á planinu hjá okkur lengi að fara til Íslands.“ Í næsta mánuði munu Sinéad, móðir hennar og faðir Harry koma til Íslands ásamt fleirum. Hópurinn mun leggja af stað frá Nesjavöllum þann 17.mars og ganga síðan tæpa 40 kílómetra yfir leðjulaugar og hveri og virkt eldfjall og enda gönguna á Þingvöllum þann 19.mars. Þau hafa sett af stað áheitasöfnun og markmiðið er að safna hálfri milljón fyrir Prospect Hospice. Ljóst er að um töluvert ólíkari aðstæður er að ræða en í Sahara eyðimörkinni, þar sem hitastigið er í kringum 40 gráður. Sinéad segir tilhugsunina um margra kílómetra göngu í fimbulkulda og frosti vera „dálítið súrrealíska.“ „Hingað til hef ég verið að einblína fyrst og fremst á fjáröflunarhlutann en núna um daginn fór ég að hugsa að það er bara að koma að þessu, og það er ekki seinna vænna en að fara að útvega allan ferðalagabúnaðinn, fatnað og græjur og allt sem þarf!“ Eftir að göngunni lýkur hyggjast Sinéad, móðir hennar og tengdafaðir dvelja í Reykjavík í nokkra daga og skoða sig um. „Ég hlakka mest af öllu til að sjá stórbrotna landslagið á Íslandi. Hingað til hef ég einungis séð það á myndum og myndböndum, og það er nánast óraunverulegt, það er svo ótrúlega fallegt. Ég hlakka líka mikið til að hitta fólkið á Íslandi, en við verðum með íslenskum leiðsögumann.“ Sinéad er annt um að halda minningu eiginmanns síns á lofti.Aðsend Að sögn Sinéad var Harry öflugur í allskyns góðgerðarstarfi þegar hann var á lífi, og safnaði fé til styrktar hinum og þessum samtökum. Hún segir eiginmann sinn hafa tekist á við aðstæðurnar af einstöku hugrekki og æðruleysi. Hún bætir við að hún hafi sjálft lært mikið af Harry og viðhorfi hans til lífsins, og það hafi hvatt hana til að fara út fyrir þægindarammann og skora á sjálfa sig. „Honum var annt um að gera heiminn að betri stað, og hann vildi vera hvatning fyrir aðra. Þess vegna vil ég lifa lífinu eins og hann hefði viljað; ég vil fara út og kanna heiminn, vera óttalaus, ekki halda aftur af mér. Lifa í núinu.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Bretland Mest lesið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fleiri fréttir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið