Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 14:33 Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir á brúðkaupsdaginn árið 2019. Í dag eru þau skilin en enn vinir og samstarfsfélagar. Instagram Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. Solla mætti í Bakaríið á Bylgjunni til þeirra Ásu Ninnu og Svavars Arnar í morgun. Þau fóru saman yfir víðan völl, meðal annars hvernig Solla fór úr því að vera hámenntaður textílhönnuður, með atvinnutilboð frá Álafossi á borðinu, yfir í það að vera heilsufæðisfrumuður. Gjaldþrot Álafoss spilaði þar nokkuð stóra rullu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri“ Solla segist vera farin að vinna á ný eftir að hafa lent í nokkuð alvarlegri kulnun, sem hún vildi ekki ræða nánar að þessu sinni en stakk upp á að hún kæmi einfaldlega aftur í þáttinn. Hún bjóði upp á námskeið í eldamennsk ásamt dóttur sinni Hildi. Hana hafi einnig langað að byrja að vinna við eldamennsku aftur en þó alls ekki á veitingahúsi. Þá hafi lengi blundað í henni að vinna við að hjálpa fólki, sér í lagi fólki sem glímir við áfengissýki og aðra fíknisjúkdóma. Þess vegna hafi verið kærkomið þegar henni bauðst að vinna við eldamennsku á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri,“ sagði hún og vísaði þar til Elíasar Guðmundssonar, fyrrvarandi eiginmanns hennar. Þau voru saman í á tvo áratugi en héldu hvort í sína áttina árið 2021. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því hvers vegna Solla kallaði hann „númer þrjú“ en Solla sagði alla hennar fyrrverandi vera vini sína. „Svo bara fannst mér svo gaman að vera þarna, ég er bara í hálfu starfi, ég elska að keyra þarna, ég elska að praktísera á fólkinu,“ segir Solla. Sú eina sem hefur fengið að fara með hníf inn á Litla-Hraun Þá segir Solla að hluti af starfinu sé að vera meira en bara kokkur fyrir þá sem eru í meðferð í Krýsuvík. Henni finnist félagslegi hluti starfsins mjög mikilvægur líka, enda sé hún mikil félagsvera. Þá finnist henni gott að geta hjálpað fólki og hafi lengi fundist. Þannig hafi hún til að mynda haldið námskeið á Litla-Hrauni fyrir allmörgum árum. „Sú eina sem fékk að fara með hníf og blandara þangað inn.“ Bakaríið Fíkn Matur Hafnarfjörður Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Solla mætti í Bakaríið á Bylgjunni til þeirra Ásu Ninnu og Svavars Arnar í morgun. Þau fóru saman yfir víðan völl, meðal annars hvernig Solla fór úr því að vera hámenntaður textílhönnuður, með atvinnutilboð frá Álafossi á borðinu, yfir í það að vera heilsufæðisfrumuður. Gjaldþrot Álafoss spilaði þar nokkuð stóra rullu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri“ Solla segist vera farin að vinna á ný eftir að hafa lent í nokkuð alvarlegri kulnun, sem hún vildi ekki ræða nánar að þessu sinni en stakk upp á að hún kæmi einfaldlega aftur í þáttinn. Hún bjóði upp á námskeið í eldamennsk ásamt dóttur sinni Hildi. Hana hafi einnig langað að byrja að vinna við eldamennsku aftur en þó alls ekki á veitingahúsi. Þá hafi lengi blundað í henni að vinna við að hjálpa fólki, sér í lagi fólki sem glímir við áfengissýki og aðra fíknisjúkdóma. Þess vegna hafi verið kærkomið þegar henni bauðst að vinna við eldamennsku á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri,“ sagði hún og vísaði þar til Elíasar Guðmundssonar, fyrrvarandi eiginmanns hennar. Þau voru saman í á tvo áratugi en héldu hvort í sína áttina árið 2021. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því hvers vegna Solla kallaði hann „númer þrjú“ en Solla sagði alla hennar fyrrverandi vera vini sína. „Svo bara fannst mér svo gaman að vera þarna, ég er bara í hálfu starfi, ég elska að keyra þarna, ég elska að praktísera á fólkinu,“ segir Solla. Sú eina sem hefur fengið að fara með hníf inn á Litla-Hraun Þá segir Solla að hluti af starfinu sé að vera meira en bara kokkur fyrir þá sem eru í meðferð í Krýsuvík. Henni finnist félagslegi hluti starfsins mjög mikilvægur líka, enda sé hún mikil félagsvera. Þá finnist henni gott að geta hjálpað fólki og hafi lengi fundist. Þannig hafi hún til að mynda haldið námskeið á Litla-Hrauni fyrir allmörgum árum. „Sú eina sem fékk að fara með hníf og blandara þangað inn.“
Bakaríið Fíkn Matur Hafnarfjörður Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira