Sjómenn samþykktu kjarasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 16:36 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að 37,17 prósent hafi verið á móti. Kjörsókn var 53,62 prósent. „Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins. „Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.“ Alvöru samningur eftir erfiða fæðingu Í tilkynningunni er ennfremur fullyrt að um sé að ræða tímamótasamning fyrir sjómenn. Loksins séu sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. „Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Valmundur Valmundsson að samningurinn sé alvöru kjarasamningur eftir erfiða fæðingu. Samningurinn sem felldur hafi verið fyrir ári sé grunnurinn að nýja samningnum. Hlusti ekki á hælbítana „Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð,“ segir Valmundur. „Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.“ Þá segir ennfremur í tilkynningunni að úrtöluraddir muni halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Félagsmenn eru hvattir til að hlusta ekki á hælbítana, heldur halda stoltir áfram og vinna eftir góðum kjarasamningi næstu árin. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að 37,17 prósent hafi verið á móti. Kjörsókn var 53,62 prósent. „Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins. „Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.“ Alvöru samningur eftir erfiða fæðingu Í tilkynningunni er ennfremur fullyrt að um sé að ræða tímamótasamning fyrir sjómenn. Loksins séu sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. „Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Valmundur Valmundsson að samningurinn sé alvöru kjarasamningur eftir erfiða fæðingu. Samningurinn sem felldur hafi verið fyrir ári sé grunnurinn að nýja samningnum. Hlusti ekki á hælbítana „Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð,“ segir Valmundur. „Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.“ Þá segir ennfremur í tilkynningunni að úrtöluraddir muni halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Félagsmenn eru hvattir til að hlusta ekki á hælbítana, heldur halda stoltir áfram og vinna eftir góðum kjarasamningi næstu árin.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira