„Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 11:40 Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Ungverjum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingurinn í íslenska landsliðinu hefur mátt upplifa sérstakan vetur. Hann er að spila sem atvinnumaður á Spáni en á meðan er heimabærinn hans rýmdur og hvert gosið á fætur öðru kemur upp við bæinn. Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík
Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira