Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 19:25 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira