Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:51 Starfsfólk Veðurstofunnar vaktar mælana allan sólarhringinn. vísir/Baldur Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira