„Ég var í mörg ár að fá sjálfa mig til baka“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. mars 2024 07:00 Jóna Margrét Guðmundsdóttir ræddi við blaðamann um tónlistina, Idolið, jákvæðnina, kraftinn, lífið og tilveruna. Vísir/Vilhelm „Það er baráttukona í mér en það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk í þessu ferli,“ segir tónlistarkonan Jóna Margrét sem hafnaði nýverið öðru sæti í Idolinu. Blaðamaður ræddi við Jónu um tónlistina, taugaáfall í æsku, að byggja sig upp, hafa trú á sér, tileinka sér jákvætt og kraftmikið hugarfar og taka framtíðinni opnum örmum. Tókst að sigra stressið Jóna sem er 22 ára gömul sló í gegn með marga eftirminnilega flutninga í síðustu seríu af Idol. Hún segir að reynslan hafi verið ein sú allra dýrmætasta. „Þetta var bæði ótrúlega lærdómsríkt og hollt fyrir mig. Ég þjáðist af ótrúlega miklum sviðsskrekk en núna finnst mér að mér hafi tekist að sigra stressið mitt. Það er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um að geta gert, að ná að stjórna stressinu. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt. Sömuleiðis fólkið, vá. Ég vissi að það væri til fullt af stórkostlegu hæfileikafólki í heiminum en ég vissi ekki að þau væru bara öll staðsett í þessu Idol ferli. Þvílíka magnið af fólki sem maður fékk að kynnast og margt af því fólk sem ég mun kalla vini til frambúðar.“ Hún segir að það hafi verið ómetanlegt að fá að láta drauminn rætast, á sviði fyrir framan þjóðina. „Ég fann svo mikið fyrir jákvæðninni og orkunni frá öðrum og það er svo uppbyggilegt að finna að það sem maður gerir er gott. Þetta ferli stækkaði hjartað mitt alveg um nokkra fermetra.“ Hér má sjá Jónu Margréti flytja lagið The Story: Því stærri og meiri karakter því skemmtilegra og betra Jóna hefur tekið þátt í ýmsum leikritum í gegnum tíðina og segir hún það stóran draum hjá sér að verða leikkona. Sömuleiðis nýttist leiklistin henni vel í Idolinu. „Þegar að ég er uppi á sviði að syngja þá er ég að sjálfsögðu Jóna Margrét. Ég lagði mikla áherslu á að koma alltaf til dyranna eins og ég er klædd og vera 100 % ég sjálf. Ég kann svo vel að meta það að fólk fíli mann á þeim forsendum. En auðvitað var rosalega gott að geta gripið í smá karakter fyrir sviðið og þetta er svolítið eins og að vera í hlutverki. Því stærri og meiri sem maður leyfir sér að vera því skemmtilegra og betra. Mér tókst líka að sigra hausinn minn og setja hlutina í samhengi. Fyrst var það versta sem gat gerst að ég tæki feilnótu. Þessi feilnóta er ekki að fara að skemma neitt,“ segir Jóna en henni tókst þó eftir bestu vitund blaðamanns að komast í gegnum seríuna án þess að taka feilnótu. „Svo er líka gaman að sýna mannlegar hliðar. Í einum þættinum er ég í miklu stressi að reyna að taka af mér armbönd áður en ég fer að syngja og er smá að fríka út fyrir framan kameruna. Mér fannst það alveg pínlegt en fatta svo að fólki finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt. Sem listamaður þarftu að geta sýnt þær hliðar og vakið athygli með því sem þú ert að gera.“ Jóna Margrét Guðmundsdóttir segir mikilvægt að geta sýnt mannlegar hliðar í tónlistinni. Vísir/Vilhelm Toppaði sig algjörlega Hún segir sannarlega sérstakt að líta yfir farinn veg í keppninni. Þegar ég horfi til baka á þetta þá hugsa ég bara hvernig þorðirðu þessu Jóna? Hver ertu! „En það sem kom mér algjörlega mest á óvart er hvað ég er sterk og hvað ég hef mikla trú á mér. Svo nær stuðningurinn svo fallega til manns og þessi orka sem fólk gefur manni. Til dæmis að sjá spjöld af manni úti í sal, fólk að senda manni skilaboð, stoppa mann og hrósa. Ég held einmitt að þegar maður kemur til dyranna eins og maður er klæddur þá tengir fólk við þig. Mig dreymir um að vera alltaf þannig. Ég kann svo mikið að meta það að fólk tali við mig eins og við séum vinir. En já, það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk. Ég vissi alltaf að ég gæti alveg sungið en ég held að ég hafi algjörlega toppað mig þarna.“ Jóna Margrét hafnaði öðru sæti í Idol og segist algjörlega hafa toppað sjálfa sig. GOTTI B Með öll spil á borði Jóna hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að vera samkvæm sjálfri sér. „Því lengra út úr boxinu sem ég fer því meira nýt ég mín. Þegar að ég var yngri var ég líka dugleg að standa uppi fyrir öðrum sem voru teknir fyrir án þess að láta vaða yfir mig.“ Hún segir að mannlega tengingin skipti sig miklu máli. „Öll spilin mín eru á borðinu. Þú ræður hvort þú viljir spila við mig eða ekki. Ég hef alltaf þorað, alltaf látið heyra í mér og verið hugrökk. Það er einhver gjöf sem ég fékk sem ég passa mikið upp á. En auðvitað koma niðurtúrar líka.“ Jóna hefur búið um allt land og flutti mikið í æsku. „Mamma er kennari og henni finnst gaman að fara á milli, komast inn í mismunandi samfélög og er svolítill flakkari. Pabbi er sjómaður og er búinn að vera það í 40 ár. Þau skildu um tíma, þá fluttum við austur á Höfn í Hornafirði en svo náðu þau aftur saman og eru hamingjusamari en allt hamingjusamt í dag, segir Jóna brosandi og bætir við: Svo er ég líka þannig að mér finnst gaman að pakka í tösku og ákveða til dæmis að eyða heilu sumri á Patreksfirði. Ég held að það hafi mótað mig mikið sem ungur einstaklingur að koma á nýja staði og hafa þurft að komast inn í samfélög. Ég þurfti að kynnast fólki svolítið oft og gera það oft að mínum bestu vinum á meðan að aðrir tilheyra kannski alltaf sama kjarnanum. Ég lærði heilmikið og er mjög þakklát fyrir það.“ Móðir Jónu hefur verið mjög mótandi aðili í hennar lífi og segist Jóna hafa verið alin upp við það að allt sem var sagt og gert ætti rétt á sér. „Mamma var mikið í því að ræða hlutina af yfirvegun ef við gerðum eitthvað af okkur. Maður upplifði aldrei hræðslu þó að það væri skýrt að eitthvað mætti ekki og maður tók það líka til sín.“ Jóna Margrét flutti mikið í æsku og segir að það hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt að komast inn í ný samfélög. Vísir/Vilhelm Fékk taugaáfall ung að aldri Sömuleiðis lifir Jóna eftir mottói sem mamma hennar segir gjarnan: „Lífið er barátta upp á hvern einasta dag og það er undir okkur komið að fara út á vígvöll og berjast fyrir því að það sem við viljum og höfum að segja eigi rétt á sér. Það er baráttukona í mér,“ segir Jóna, og bætir við að erfið tímabil hafi sömuleiðis verið mjög mótandi. „Ég lenti í taugaáfalli þegar að ég var í fjórða bekk. Þar datt ég út um tíma. Mamma hefur alveg sagt við mig að fjölskyldan mín var í langan tíma bara: Hvar er Jóna? Þá varð ég svolítið mikið kvíðin. Ég þorði ekki út úr húsi, fór ekki í bíl í níu mánuði og þetta varð alveg ruglað. Ég var ótrúlega lífsglöð, hamingjusamt barn sem hafði ofboðslega gaman að lífinu. En maður er svo lítill að upplifa heiminn í fyrsta sinn á ýmsum sviðum. Þetta gerist þegar að ég fer í strætóferð á ballettæfingu. Það var einhver misskilningur, ég mátti ekkert fara en ég hélt að ég mætti það,“ segir Jóna og heldur áfram: „Í þessari strætóferð kemur ofbeldismaður inn í vagninn með látum og er drukkinn. Við erum nokkrar níu ára stelpur þarna með ballettdótið okkar. Ég myndi ekki segja að ég hafi verið bómullarvafin í æsku en ég var vernduð og það var aldrei neitt svona í kringum mig. En hann kemur inn, fer að vera utan í okkur eitthvað, halda utan um okkur og vera mjög óþægilegur. Hann verður svo alveg brjálaður við bílstjórann, fer að reyna að kýla hann og við endum í árekstri. Við vorum fastar þarna inni með honum, skíthræddar og hann að reyna að telja okkur trú um að hann sé góður maður, áfram að reyna að halda utan um okkur. Eftir þetta þá gerist eitthvað hjá mér. Ég var alveg í mörg ár að fá mig til baka og yfirbugast ekki af kvíða. Það var orðin fíkn hjá mér að leita uppi kvíðavaldandi fréttir á fréttamiðlum til þess að vera stöðugt með eitthvað til að óttast og vera hrædd. Ég var mjög viðkvæm en náði svo að sigrast á þessu rétt áður en ég útskrifast úr grunnskóla. Þetta var mikil lífsreynsla og í dag er ég svo vel undirbúin fyrir stressandi aðstæður, ég er búin að kenna sjálfri mér ótrúlega vel hvernig ég bregst við og hvað ég þarf til að komast í gegnum þær. Það mótaði mig rosalega mikið.“ Jóna Margrét lenti í áfalli þegar hún var níu ára gömul sem mótaði líf hennar. Vísir/Vilhelm Tónlistin alltaf verið þerapía Hún segist alla tíð hafa leitað mikið í tónlist sem þerapíu og það hafi verið kærkomið. „Tónlistin hefur alltaf verið mikið í kringum mig og ef hún er ekki til staðar þá glamra ég á píanóið og bý hana til. Ég á oft mjög erfitt með að tjá mig, sérstaklega þegar það eru ekki jákvæðar og góðar tilfinningar. Mér finnst auðvelt að tjá gleðina en ekki erfiðu tilfinningarnar. Það eru 100% gömul tráma sem ég á eftir að vinna í og ég finn að núna er algjörlega kominn tími á að gera það. En ég næ útrásinni minni alltaf í gegnum tónlist. Með því til dæmis að semja og koma þessum tilfinningum fyrir í lögunum mínum. Það er ótrúlega verðmætt. Að geta sest inn í herbergi með gítar og reynt að koma þessu út í texta eða lagi. Það hefur alltaf verið þerapía.“ View this post on Instagram A post shared by Jo na Margre t (@jonamargret_) Hún segir að hennar nánasta fólk skilji þessa aðferð hennar. „Mamma hefur djókað með það þegar ég bjó heima og ég átti erfitt með að tjá mig við fjölskylduna. Ég á tvær systur og þær eiga mun auðveldara með að tjá sig en það virkar ekki að spyrja mig um líðan, ég segi ekkert fyrr en ég spring. En þegar hún var farin að heyra mig syngja mikið uppi í herbergi þá vissi hún að eitthvað væri að gerast og ég ætti eftir að koma til hennar með það,“ segir Jóna og hlær. Ætlar sér eins langt og hún kemst Jóna er að eigin sögn rétt að byrja í tónlistinni og ætlar sér eins langt og hún kemst. Hún er nú þegar farin að huga vel að því hvernig hana langar að þróast innan tónlistarheimsins. „Ég ætla algjörlega að nýta hvert tækifæri sem ég fæ. Ég er að fá bókanir og er sjálf að bóka stúdíó tíma. Svo eru næstu skref að læra betur inn á þessa formúlu sem tónlistarbransinn er. Hvað virkar hverju sinni og svona. Ég var að taka upp rosalega sorglegt lag sem er örugglega fallegasta lag sem ég hef samið. Svo hitti ég einhvern strák á djamminu sem sagði að ég yrði að bíða með það fram á næsta vetur, nú væri að koma vor og ég þyrfti að gefa út vor pepplag. Og það er svo mikið til í því! Svo ætla ég að nýta öll tengsl sem ég er með. Það er svo mikið af fólki sem maður hefur tengsl við núna, ég er bara í sjokki að ég geti slædað í DM’s hjá þeim, það er að segja sent þeim skilaboð.“ Jóna Margrét segir mikilvægt að vera óhrædd við að heyra í fólki, biðja um aðstoð og koma sér á framfæri. Vísir/Vilhelm Draumurinn að vinna með Inga Bauer og annað sætið ekkert svekk Aðspurð hvort hún eigi sér draumasamstarfsaðila er Jóna fljót að svara játandi. „Það er eini einstaklingurinn sem ég þori ekki að slæda í DM’s hjá. Ingi Bauer. Ef þú ert að lesa þetta Ingi, heyrðu í mér,“ segir Jóna og hlær. „Það væri algjört draumasamstarf. Það yrði ótrúlega gaman og ég fíla allt efnið sem hann gerir.“ Jóna lenti sem áður segir í öðru sæti í Idolinu og var eini keppandinn sem fékk ekki að sjá yfirferð á þátttöku sinni í Idolinu á myndbandi. Blaðamaður spyr hvort það hafi verið svekkjandi að sigra ekki. „Ég myndi aldrei segja að það væri svekkjandi. Núna stend ég svolítið á eigin fótum og það er líka alveg draumur hjá mér. Ég get svolítið stýrt framhaldinu og unnið með alls konar fólki í kringum mig. Það er frábært að geta verið í flæði og ekki samningsbundin, þó að það hafi náttúrulega verið algjör draumur að vinna og fá þennan samning við Universal. En maður má heldur ekki velta sér of lengi upp úr drullunni og maður þarf að finna jákvæðu hliðarnar, alltaf. Ég held líka að það sé í alvöru ekki hægt að svekkja sig á þessu og sérstaklega ekki að tapa fyrir svona stórkostlegri söngkonu. Við hópurinn urðum svo ótrúlega náin og það myndaðist svo falleg vinátta í þessum átta manna hópi. Að standa við hliðina á Önnu í þessum úrslitaþætti, ég vissi strax að ég væri bara í toppmálum að fá að bera mig saman við hana og tapa fyrir henni.“ Anna Fanney, sigurvegari Idolsins, og Jóna Margrét á úrslitastundinni. Vísir/Hulda Margrét Starfsmaður Norðuráls á daginn og syngur á kvöldin Samhliða tónlistinni starfar Jóna hjá Norðurál og var nýlega að færa sig um skála á Akranesi til þess að vera í dagvinnu. Hún segist ekki syngja mikið fyrir samstarfsfólk sitt en tók þó nokkur lög fyrir þau á Þorrablóti um daginn. „Það er frábært að geta haft kvöldin og helgarnar lausar. Ég mæti í vinnuna og kem svo heim til að sinna tónlistinni. Ég var líka að kaupa mér dagbók, sem ég hef aldrei áður gert, til að geta skrifað svolítið niður það sem er framundan. Stundum er ég svo að undirbúa mig fyrir gigg. Vá, mér finnst svo skrýtið að tala um gigg, það er eitthvað svo fjarlægt,“ segir Jóna hlæjandi. „Mér finnst svo skrýtið að segja þetta um sjálfa mig, þetta er svo óraunverulegt. En jú, ég undirbý þau, æfi með þeim sem spila undir með mér og er dugleg að tala við félaga mína úr Idolinu og aðra tónlistarmenn. Ég er núna að funda svolítið með sjálfri mér og ákveða hvað ég vil gera, hvað eru næstu plön. Auðvitað gæti ég hlaupið af stað og gefið eitthvað út bara til að gera það. En málið er að ég er nú þegar búin að gefa út, það er plata inni á Spotify sem að ég gaf út. Nú langar mig að næsta lag sé eitthvað sem ég er alveg algjörlega í hjartanu sátt við. Ég veit að það verður auðvitað að hamra járnið á meðan það er heitt. En maður þarf líka að vera meðvitaður um það hvernig maður ætlar að gera það. Hvað ætla ég að móta úr þessu járni? Hvað ætla ég að gera við nafnið mitt? Mér finnst mikilvægt að hugsa þetta vandlega.“ Jóna vill taka sér góðan tíma í að þróa tónlist sína og vanda valið. GOTTI B Ekki gott að vera ein á báti Hún segir sömuleiðis mikilvægt að vera ófeimin við að biðja um hjálp í bransanum. „Þú kemst ekki langt ef þú ert ein. Þú þarft að vera dugleg að biðja um hjálparhönd og veita hana. Að geta unnið með fólki og vera þannig að fólk vill vinna með þér. Koma þannig fram að þetta sé ekki ég, um mig, frá mér, til mín. Það er fullt af fólki á bak við mig og ég væri ekki á þessum stað ef það væri ekki fyrir fólkið mitt.“ Hún segir að lífið í dag sé sömuleiðis mikill tilfinningarússíbani. „Maður er líka ótrúlega meðvitaður um sjálfan sig. Ég á það alveg til að sökkva svolítið í að hugsa er þetta nógu gott, er ég nógu góð? Ég gríp mig í svona hugsunum og þá er svo mikilvægt að hafa gott stuðningsnet í kringum sig.“ View this post on Instagram A post shared by Jo na Margre t (@jonamargret_) Að lokum segist Jóna ómetanlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í Idolinu og segir það sannarlega fleyta sér fílefldri áfram. „Ég kann svo vel að meta öll skilaboð og alla hvatningu sem ég hef fengið. Þau fylla svo sannarlega batteríin mín og ég tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég er að hlusta og ég kann ótrúlega vel að meta tímann sem fólk gefur sér í að senda manni skilaboð. Ég hef fengið heilu ræðurnar sem er bara dásamlegt. Sömuleiðis fólk úr bransanum sem eyðir orku og tíma í að hampa manni á samfélagsmiðlum. Það er ótrúlega fallegt að sjá tónlistarmenn styðja við annað tónlistarfólk til að gefa því pláss. Ef eða öllu heldur þegar ég kemst á þann stað að geta stutt við aðra listamenn þá mun ég án efa nýta mér það eins og ég get. Það er ómetanlegt að sjá að idolin manns séu að peppa mann. Það eflir trúna á eigin getu. Ég vil bara þakka fyrir mig og framtíðin er björt,“ segir Jóna glöð í bragði að lokum. Hér má hlusta á Jónu Margréti á streymisveitunni Spotify. Idol Menning Geðheilbrigði Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tókst að sigra stressið Jóna sem er 22 ára gömul sló í gegn með marga eftirminnilega flutninga í síðustu seríu af Idol. Hún segir að reynslan hafi verið ein sú allra dýrmætasta. „Þetta var bæði ótrúlega lærdómsríkt og hollt fyrir mig. Ég þjáðist af ótrúlega miklum sviðsskrekk en núna finnst mér að mér hafi tekist að sigra stressið mitt. Það er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um að geta gert, að ná að stjórna stressinu. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt. Sömuleiðis fólkið, vá. Ég vissi að það væri til fullt af stórkostlegu hæfileikafólki í heiminum en ég vissi ekki að þau væru bara öll staðsett í þessu Idol ferli. Þvílíka magnið af fólki sem maður fékk að kynnast og margt af því fólk sem ég mun kalla vini til frambúðar.“ Hún segir að það hafi verið ómetanlegt að fá að láta drauminn rætast, á sviði fyrir framan þjóðina. „Ég fann svo mikið fyrir jákvæðninni og orkunni frá öðrum og það er svo uppbyggilegt að finna að það sem maður gerir er gott. Þetta ferli stækkaði hjartað mitt alveg um nokkra fermetra.“ Hér má sjá Jónu Margréti flytja lagið The Story: Því stærri og meiri karakter því skemmtilegra og betra Jóna hefur tekið þátt í ýmsum leikritum í gegnum tíðina og segir hún það stóran draum hjá sér að verða leikkona. Sömuleiðis nýttist leiklistin henni vel í Idolinu. „Þegar að ég er uppi á sviði að syngja þá er ég að sjálfsögðu Jóna Margrét. Ég lagði mikla áherslu á að koma alltaf til dyranna eins og ég er klædd og vera 100 % ég sjálf. Ég kann svo vel að meta það að fólk fíli mann á þeim forsendum. En auðvitað var rosalega gott að geta gripið í smá karakter fyrir sviðið og þetta er svolítið eins og að vera í hlutverki. Því stærri og meiri sem maður leyfir sér að vera því skemmtilegra og betra. Mér tókst líka að sigra hausinn minn og setja hlutina í samhengi. Fyrst var það versta sem gat gerst að ég tæki feilnótu. Þessi feilnóta er ekki að fara að skemma neitt,“ segir Jóna en henni tókst þó eftir bestu vitund blaðamanns að komast í gegnum seríuna án þess að taka feilnótu. „Svo er líka gaman að sýna mannlegar hliðar. Í einum þættinum er ég í miklu stressi að reyna að taka af mér armbönd áður en ég fer að syngja og er smá að fríka út fyrir framan kameruna. Mér fannst það alveg pínlegt en fatta svo að fólki finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt. Sem listamaður þarftu að geta sýnt þær hliðar og vakið athygli með því sem þú ert að gera.“ Jóna Margrét Guðmundsdóttir segir mikilvægt að geta sýnt mannlegar hliðar í tónlistinni. Vísir/Vilhelm Toppaði sig algjörlega Hún segir sannarlega sérstakt að líta yfir farinn veg í keppninni. Þegar ég horfi til baka á þetta þá hugsa ég bara hvernig þorðirðu þessu Jóna? Hver ertu! „En það sem kom mér algjörlega mest á óvart er hvað ég er sterk og hvað ég hef mikla trú á mér. Svo nær stuðningurinn svo fallega til manns og þessi orka sem fólk gefur manni. Til dæmis að sjá spjöld af manni úti í sal, fólk að senda manni skilaboð, stoppa mann og hrósa. Ég held einmitt að þegar maður kemur til dyranna eins og maður er klæddur þá tengir fólk við þig. Mig dreymir um að vera alltaf þannig. Ég kann svo mikið að meta það að fólk tali við mig eins og við séum vinir. En já, það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk. Ég vissi alltaf að ég gæti alveg sungið en ég held að ég hafi algjörlega toppað mig þarna.“ Jóna Margrét hafnaði öðru sæti í Idol og segist algjörlega hafa toppað sjálfa sig. GOTTI B Með öll spil á borði Jóna hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að vera samkvæm sjálfri sér. „Því lengra út úr boxinu sem ég fer því meira nýt ég mín. Þegar að ég var yngri var ég líka dugleg að standa uppi fyrir öðrum sem voru teknir fyrir án þess að láta vaða yfir mig.“ Hún segir að mannlega tengingin skipti sig miklu máli. „Öll spilin mín eru á borðinu. Þú ræður hvort þú viljir spila við mig eða ekki. Ég hef alltaf þorað, alltaf látið heyra í mér og verið hugrökk. Það er einhver gjöf sem ég fékk sem ég passa mikið upp á. En auðvitað koma niðurtúrar líka.“ Jóna hefur búið um allt land og flutti mikið í æsku. „Mamma er kennari og henni finnst gaman að fara á milli, komast inn í mismunandi samfélög og er svolítill flakkari. Pabbi er sjómaður og er búinn að vera það í 40 ár. Þau skildu um tíma, þá fluttum við austur á Höfn í Hornafirði en svo náðu þau aftur saman og eru hamingjusamari en allt hamingjusamt í dag, segir Jóna brosandi og bætir við: Svo er ég líka þannig að mér finnst gaman að pakka í tösku og ákveða til dæmis að eyða heilu sumri á Patreksfirði. Ég held að það hafi mótað mig mikið sem ungur einstaklingur að koma á nýja staði og hafa þurft að komast inn í samfélög. Ég þurfti að kynnast fólki svolítið oft og gera það oft að mínum bestu vinum á meðan að aðrir tilheyra kannski alltaf sama kjarnanum. Ég lærði heilmikið og er mjög þakklát fyrir það.“ Móðir Jónu hefur verið mjög mótandi aðili í hennar lífi og segist Jóna hafa verið alin upp við það að allt sem var sagt og gert ætti rétt á sér. „Mamma var mikið í því að ræða hlutina af yfirvegun ef við gerðum eitthvað af okkur. Maður upplifði aldrei hræðslu þó að það væri skýrt að eitthvað mætti ekki og maður tók það líka til sín.“ Jóna Margrét flutti mikið í æsku og segir að það hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt að komast inn í ný samfélög. Vísir/Vilhelm Fékk taugaáfall ung að aldri Sömuleiðis lifir Jóna eftir mottói sem mamma hennar segir gjarnan: „Lífið er barátta upp á hvern einasta dag og það er undir okkur komið að fara út á vígvöll og berjast fyrir því að það sem við viljum og höfum að segja eigi rétt á sér. Það er baráttukona í mér,“ segir Jóna, og bætir við að erfið tímabil hafi sömuleiðis verið mjög mótandi. „Ég lenti í taugaáfalli þegar að ég var í fjórða bekk. Þar datt ég út um tíma. Mamma hefur alveg sagt við mig að fjölskyldan mín var í langan tíma bara: Hvar er Jóna? Þá varð ég svolítið mikið kvíðin. Ég þorði ekki út úr húsi, fór ekki í bíl í níu mánuði og þetta varð alveg ruglað. Ég var ótrúlega lífsglöð, hamingjusamt barn sem hafði ofboðslega gaman að lífinu. En maður er svo lítill að upplifa heiminn í fyrsta sinn á ýmsum sviðum. Þetta gerist þegar að ég fer í strætóferð á ballettæfingu. Það var einhver misskilningur, ég mátti ekkert fara en ég hélt að ég mætti það,“ segir Jóna og heldur áfram: „Í þessari strætóferð kemur ofbeldismaður inn í vagninn með látum og er drukkinn. Við erum nokkrar níu ára stelpur þarna með ballettdótið okkar. Ég myndi ekki segja að ég hafi verið bómullarvafin í æsku en ég var vernduð og það var aldrei neitt svona í kringum mig. En hann kemur inn, fer að vera utan í okkur eitthvað, halda utan um okkur og vera mjög óþægilegur. Hann verður svo alveg brjálaður við bílstjórann, fer að reyna að kýla hann og við endum í árekstri. Við vorum fastar þarna inni með honum, skíthræddar og hann að reyna að telja okkur trú um að hann sé góður maður, áfram að reyna að halda utan um okkur. Eftir þetta þá gerist eitthvað hjá mér. Ég var alveg í mörg ár að fá mig til baka og yfirbugast ekki af kvíða. Það var orðin fíkn hjá mér að leita uppi kvíðavaldandi fréttir á fréttamiðlum til þess að vera stöðugt með eitthvað til að óttast og vera hrædd. Ég var mjög viðkvæm en náði svo að sigrast á þessu rétt áður en ég útskrifast úr grunnskóla. Þetta var mikil lífsreynsla og í dag er ég svo vel undirbúin fyrir stressandi aðstæður, ég er búin að kenna sjálfri mér ótrúlega vel hvernig ég bregst við og hvað ég þarf til að komast í gegnum þær. Það mótaði mig rosalega mikið.“ Jóna Margrét lenti í áfalli þegar hún var níu ára gömul sem mótaði líf hennar. Vísir/Vilhelm Tónlistin alltaf verið þerapía Hún segist alla tíð hafa leitað mikið í tónlist sem þerapíu og það hafi verið kærkomið. „Tónlistin hefur alltaf verið mikið í kringum mig og ef hún er ekki til staðar þá glamra ég á píanóið og bý hana til. Ég á oft mjög erfitt með að tjá mig, sérstaklega þegar það eru ekki jákvæðar og góðar tilfinningar. Mér finnst auðvelt að tjá gleðina en ekki erfiðu tilfinningarnar. Það eru 100% gömul tráma sem ég á eftir að vinna í og ég finn að núna er algjörlega kominn tími á að gera það. En ég næ útrásinni minni alltaf í gegnum tónlist. Með því til dæmis að semja og koma þessum tilfinningum fyrir í lögunum mínum. Það er ótrúlega verðmætt. Að geta sest inn í herbergi með gítar og reynt að koma þessu út í texta eða lagi. Það hefur alltaf verið þerapía.“ View this post on Instagram A post shared by Jo na Margre t (@jonamargret_) Hún segir að hennar nánasta fólk skilji þessa aðferð hennar. „Mamma hefur djókað með það þegar ég bjó heima og ég átti erfitt með að tjá mig við fjölskylduna. Ég á tvær systur og þær eiga mun auðveldara með að tjá sig en það virkar ekki að spyrja mig um líðan, ég segi ekkert fyrr en ég spring. En þegar hún var farin að heyra mig syngja mikið uppi í herbergi þá vissi hún að eitthvað væri að gerast og ég ætti eftir að koma til hennar með það,“ segir Jóna og hlær. Ætlar sér eins langt og hún kemst Jóna er að eigin sögn rétt að byrja í tónlistinni og ætlar sér eins langt og hún kemst. Hún er nú þegar farin að huga vel að því hvernig hana langar að þróast innan tónlistarheimsins. „Ég ætla algjörlega að nýta hvert tækifæri sem ég fæ. Ég er að fá bókanir og er sjálf að bóka stúdíó tíma. Svo eru næstu skref að læra betur inn á þessa formúlu sem tónlistarbransinn er. Hvað virkar hverju sinni og svona. Ég var að taka upp rosalega sorglegt lag sem er örugglega fallegasta lag sem ég hef samið. Svo hitti ég einhvern strák á djamminu sem sagði að ég yrði að bíða með það fram á næsta vetur, nú væri að koma vor og ég þyrfti að gefa út vor pepplag. Og það er svo mikið til í því! Svo ætla ég að nýta öll tengsl sem ég er með. Það er svo mikið af fólki sem maður hefur tengsl við núna, ég er bara í sjokki að ég geti slædað í DM’s hjá þeim, það er að segja sent þeim skilaboð.“ Jóna Margrét segir mikilvægt að vera óhrædd við að heyra í fólki, biðja um aðstoð og koma sér á framfæri. Vísir/Vilhelm Draumurinn að vinna með Inga Bauer og annað sætið ekkert svekk Aðspurð hvort hún eigi sér draumasamstarfsaðila er Jóna fljót að svara játandi. „Það er eini einstaklingurinn sem ég þori ekki að slæda í DM’s hjá. Ingi Bauer. Ef þú ert að lesa þetta Ingi, heyrðu í mér,“ segir Jóna og hlær. „Það væri algjört draumasamstarf. Það yrði ótrúlega gaman og ég fíla allt efnið sem hann gerir.“ Jóna lenti sem áður segir í öðru sæti í Idolinu og var eini keppandinn sem fékk ekki að sjá yfirferð á þátttöku sinni í Idolinu á myndbandi. Blaðamaður spyr hvort það hafi verið svekkjandi að sigra ekki. „Ég myndi aldrei segja að það væri svekkjandi. Núna stend ég svolítið á eigin fótum og það er líka alveg draumur hjá mér. Ég get svolítið stýrt framhaldinu og unnið með alls konar fólki í kringum mig. Það er frábært að geta verið í flæði og ekki samningsbundin, þó að það hafi náttúrulega verið algjör draumur að vinna og fá þennan samning við Universal. En maður má heldur ekki velta sér of lengi upp úr drullunni og maður þarf að finna jákvæðu hliðarnar, alltaf. Ég held líka að það sé í alvöru ekki hægt að svekkja sig á þessu og sérstaklega ekki að tapa fyrir svona stórkostlegri söngkonu. Við hópurinn urðum svo ótrúlega náin og það myndaðist svo falleg vinátta í þessum átta manna hópi. Að standa við hliðina á Önnu í þessum úrslitaþætti, ég vissi strax að ég væri bara í toppmálum að fá að bera mig saman við hana og tapa fyrir henni.“ Anna Fanney, sigurvegari Idolsins, og Jóna Margrét á úrslitastundinni. Vísir/Hulda Margrét Starfsmaður Norðuráls á daginn og syngur á kvöldin Samhliða tónlistinni starfar Jóna hjá Norðurál og var nýlega að færa sig um skála á Akranesi til þess að vera í dagvinnu. Hún segist ekki syngja mikið fyrir samstarfsfólk sitt en tók þó nokkur lög fyrir þau á Þorrablóti um daginn. „Það er frábært að geta haft kvöldin og helgarnar lausar. Ég mæti í vinnuna og kem svo heim til að sinna tónlistinni. Ég var líka að kaupa mér dagbók, sem ég hef aldrei áður gert, til að geta skrifað svolítið niður það sem er framundan. Stundum er ég svo að undirbúa mig fyrir gigg. Vá, mér finnst svo skrýtið að tala um gigg, það er eitthvað svo fjarlægt,“ segir Jóna hlæjandi. „Mér finnst svo skrýtið að segja þetta um sjálfa mig, þetta er svo óraunverulegt. En jú, ég undirbý þau, æfi með þeim sem spila undir með mér og er dugleg að tala við félaga mína úr Idolinu og aðra tónlistarmenn. Ég er núna að funda svolítið með sjálfri mér og ákveða hvað ég vil gera, hvað eru næstu plön. Auðvitað gæti ég hlaupið af stað og gefið eitthvað út bara til að gera það. En málið er að ég er nú þegar búin að gefa út, það er plata inni á Spotify sem að ég gaf út. Nú langar mig að næsta lag sé eitthvað sem ég er alveg algjörlega í hjartanu sátt við. Ég veit að það verður auðvitað að hamra járnið á meðan það er heitt. En maður þarf líka að vera meðvitaður um það hvernig maður ætlar að gera það. Hvað ætla ég að móta úr þessu járni? Hvað ætla ég að gera við nafnið mitt? Mér finnst mikilvægt að hugsa þetta vandlega.“ Jóna vill taka sér góðan tíma í að þróa tónlist sína og vanda valið. GOTTI B Ekki gott að vera ein á báti Hún segir sömuleiðis mikilvægt að vera ófeimin við að biðja um hjálp í bransanum. „Þú kemst ekki langt ef þú ert ein. Þú þarft að vera dugleg að biðja um hjálparhönd og veita hana. Að geta unnið með fólki og vera þannig að fólk vill vinna með þér. Koma þannig fram að þetta sé ekki ég, um mig, frá mér, til mín. Það er fullt af fólki á bak við mig og ég væri ekki á þessum stað ef það væri ekki fyrir fólkið mitt.“ Hún segir að lífið í dag sé sömuleiðis mikill tilfinningarússíbani. „Maður er líka ótrúlega meðvitaður um sjálfan sig. Ég á það alveg til að sökkva svolítið í að hugsa er þetta nógu gott, er ég nógu góð? Ég gríp mig í svona hugsunum og þá er svo mikilvægt að hafa gott stuðningsnet í kringum sig.“ View this post on Instagram A post shared by Jo na Margre t (@jonamargret_) Að lokum segist Jóna ómetanlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í Idolinu og segir það sannarlega fleyta sér fílefldri áfram. „Ég kann svo vel að meta öll skilaboð og alla hvatningu sem ég hef fengið. Þau fylla svo sannarlega batteríin mín og ég tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég er að hlusta og ég kann ótrúlega vel að meta tímann sem fólk gefur sér í að senda manni skilaboð. Ég hef fengið heilu ræðurnar sem er bara dásamlegt. Sömuleiðis fólk úr bransanum sem eyðir orku og tíma í að hampa manni á samfélagsmiðlum. Það er ótrúlega fallegt að sjá tónlistarmenn styðja við annað tónlistarfólk til að gefa því pláss. Ef eða öllu heldur þegar ég kemst á þann stað að geta stutt við aðra listamenn þá mun ég án efa nýta mér það eins og ég get. Það er ómetanlegt að sjá að idolin manns séu að peppa mann. Það eflir trúna á eigin getu. Ég vil bara þakka fyrir mig og framtíðin er björt,“ segir Jóna glöð í bragði að lokum. Hér má hlusta á Jónu Margréti á streymisveitunni Spotify.
Idol Menning Geðheilbrigði Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira