Mynd um meðgöngu Dagnýjar: „Þú ert búin í landsliðinu núna“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2024 22:45 Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti, en hann kom í heiminn í síðasta mánuði. Getty/George Tewkesbury Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur framleitt heimildarmynd um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sinn fyrsta son sumarið 2018. Dagný var þá leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum og eftir að hafa svo spilað með Selfossi sumarið 2020 hélt hún til Lundúna og gekk í raðir West Ham. Dagný hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham og var gerð að fyrirliða liðsins en hefur ekkert spilað á þessari leiktíð vegna meðgöngunnar. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vinnuveitendur hennar hjá West Ham sáu hins vegar tækifæri í þessu og á föstudaginn verður frumsýnd heimildarmynd þar sem hægt verður að fylgjast með Dagnýju á meðgöngunni, og áskorunum hennar sem atvinnuíþróttakona sem stofnað hefur fjölskyldu. „Ég vildi sýna fólki að ég gæti enn spilað erlendis, í einni af bestu deildunum, og verið mamma. Af hverju ætti ég að hætta?“ segir Dagný meðal annars í stiklu úr myndinni sem sjá má á samfélagsmiðlum West Ham. (Til að sjá Instagram-færslurnar gæti þurft að ýta á refresh-takkann, F5). View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Fólk hefur sagt upp í opið geðið á mér: „Þú ert búin í landsliðinu núna. Þú verður bara í hálfatvinnumennsku á Íslandi. Muntu yfirhöfuð spila áfram?““ segir Dagný í stiklunni en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd á föstudag. Dagný er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún hefur skorað 38 mörk í 113 A-landsleikjum. Enski boltinn Börn og uppeldi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sinn fyrsta son sumarið 2018. Dagný var þá leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum og eftir að hafa svo spilað með Selfossi sumarið 2020 hélt hún til Lundúna og gekk í raðir West Ham. Dagný hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham og var gerð að fyrirliða liðsins en hefur ekkert spilað á þessari leiktíð vegna meðgöngunnar. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vinnuveitendur hennar hjá West Ham sáu hins vegar tækifæri í þessu og á föstudaginn verður frumsýnd heimildarmynd þar sem hægt verður að fylgjast með Dagnýju á meðgöngunni, og áskorunum hennar sem atvinnuíþróttakona sem stofnað hefur fjölskyldu. „Ég vildi sýna fólki að ég gæti enn spilað erlendis, í einni af bestu deildunum, og verið mamma. Af hverju ætti ég að hætta?“ segir Dagný meðal annars í stiklu úr myndinni sem sjá má á samfélagsmiðlum West Ham. (Til að sjá Instagram-færslurnar gæti þurft að ýta á refresh-takkann, F5). View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Fólk hefur sagt upp í opið geðið á mér: „Þú ert búin í landsliðinu núna. Þú verður bara í hálfatvinnumennsku á Íslandi. Muntu yfirhöfuð spila áfram?““ segir Dagný í stiklunni en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd á föstudag. Dagný er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún hefur skorað 38 mörk í 113 A-landsleikjum.
Enski boltinn Börn og uppeldi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira