Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 10:01 Magnús Valur Böðvarsson stendur í ströngu þessa dagana í starfi sínu sem vallarstjóri KR. Mánuður er til stefnu þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla. Vísir Vallarstjóri KR á Meistaravöllum, Magnús Valur Böðvarsson, fylgist náið með langtíma veðurspánni og vonar að marshretið haldi sig fjarri Vesturbænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokkalega bjartsýnn á að heimavöllur KR verði leikfær fyrir fyrsta heimaleik liðsins. „Núna er þetta allt í lagi. Lítur ekkert hræðilega út eins og var raunin í fimmtán gráðu frosti í fyrra á þessum tíma,“ segir Magnús Valur, vallarstjóri Meistaravallar hjá KR, um stöðuna á vellinum núna mánuði fyrir upphafsflautið í Bestu deild karla. „Það er smá óvissa ríkjandi í kringum það hvernig veðrið verður fram að fyrsta leik. Það mun hafa mikið að segja.“ Við höfum ekkert gert fyrir fótboltavellina okkar. Grasvellirnir hafa ekki verið byggðir upp eftir nútímastöðlum. Þetta væri ekkert vesen ef við værum með rétt uppbyggða velli og undirhita undir völlunum. Þá værum við ekki einu sinni í þessari umræðu. Magnús Valur Starf þitt sem vallarstjóri KR á þessum tímapunkti. Ertu vakinn og sofinn yfir veðurspám þessa dagana? Er maður kvíðinn fyrir mögulegu hreti? „Ég get allavegana sagt þér það að ég er búinn að vera fylgjast með veðurspánni til lengri tíma núna og kíki alltaf um leið langt fram í tímann. Eins og staðan er núna þá lítur ekki út fyrir að við séum að fara fá eins mikið frost og í fyrra á þessum tíma. Sá vetur var hörmulegur. Veðurspáin fram undan lítur töluvert betur út en í fyrra. Ég hef því ekki eins miklar áhyggjur af því að það muni deyja eins mikið af grasi eins og gerðist á síðasta ári.“ Þokkalega bjartsýnn En hver er raunveruleg staða Meistaravalla núna, innan við mánuði þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla? Hún er nokkuð góð að mati Magnúsar og staðreyndin er sú að KR á ekki fyrsta heimaleik í deildinni fyrr en 20.apríl í þriðju umferð. Verður völlurinn klár fyrir fyrsta heimaleik? „Ég vona það já og er þokkalega bjartsýnn fyrir því. Næsta verk hér er að koma einhverjum dúk yfir völlinn til þess að reyna mynda hita á honum. Hann gæti orðið leikfær í kringum 20. apríl. “ Dúk á völlinn segir Magnús en er hægt að grípa til einhverra aðra töfralausna til þess að hjálpa vellinum að ná sér fyrr? „Nei, í raun og veru ekki núna á þessum tímapunkti. Sér í lagi þar sem að þessi völlur, sem og grasvellir á heildina litið á Íslandi eru ekki með undirhita. Nema já hybrid-æfingavöllurinn sem FH er að prófa.“ Hybrid heillar „Hybrid æfingavöllurinn hjá FH yrði leikhæfur um þetta leiti sem við erum að tala um en hvað keppnisvöll liðsins í Kaplakrika varðar, sem er eins og Meistaravellir grasvöllur án undirhita, er kannski ekki sömu sögu að segja. Við sem erum að sjá um þessa grasvelli erum meira í því að leggja traust okkar og vonir á gott veðurfar.“ Svona hybrid völlur eins og er verið að prufukeyra í Kaplakrika. Þannig völlur hlýtur að vera draumur vallarstjórans eða hvað? „Já, að sjálfsögðu. Ég er náttúrulega búinn að tala fyrir þessu í að verða tíu ár núna. Við höfum ekkert gert fyrir fótboltavellina okkar. Grasvellirnir hafa ekki verið byggðir upp eftir nútímastöðlum. Þetta væri ekkert vesen ef við værum með rétt uppbyggða velli og undirhita undir völlunum. Þá værum við ekki einu sinni í þessari umræðu.“ Þú værir töluvert rólegri yfir stöðunni ef það væri upphitaður hybrid völlur hér í Vesturbænum? „Já, auðvitað væri maður alltaf rólegri. Þá myndi maður vita það fyrir víst að það yrði alltaf hægt að spila hér. Versta sem getur gerst fyrir okkur er að geta ekki spilað heimaleiki á heimavellinum okkar. Að sjálfsögðu reyni ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hlutirnir verði í lagi.“ Jákvæður andi í kringum KR Í aðdraganda þessa tímabils er ekki laust við að maður skynji jákvæðni í kringum KR og vott af spennu fyrir komandi mánuðum. Karlaliðið er að halda inn í tímabilið með nýja þjálfara eftir að Gregg Ryder var ráðinn inn í stað Rúnars Kristinssonar. Veskið hefur verið opnað og spennandi leikmenn verið fengnir inn og bendir allt til þess að KR-ingar séu ekki hættir á leikmannamarkaðnum. Þessi stemning og spenna í kringum liðið núna. Eykur það pressuna á vallarstjórann að hafa allt í toppstandi hvað völlinn varðar? „Að sjálfsögðu viljum við að allt sé alltaf í toppstandi. Andinn í kringum félagið núna er búinn að vera mjög jákvæður og það er búið að vera rosalega gaman að sjá alla brosandi og jákvæða fyrir hlutunum. Menn eru að sjá bjarta tíma fram undan og vonandi fer eitthvað að gerast í vallarmálum hjá félaginu og ekki bara hér heldur á Íslandi í heild sinni. Við viljum spila á grasi. Fótbolti er spilaður á grasi eins og ég hef sagt oft áður. Ég held að við heltumst úr lestinni ef við færum okkur að öllu leiti yfir í plastvellina.“ Ryðst ekki inn á skrifstofu framkvæmdastjórans En þú sem vallarstjóri. Horfandi upp á nýja leikmenn koma hingað í Vesturbæinn, félagið að rífa upp veskið. Ertu strax mættur á skrifstofuna hjá framkvæmdastjóranum eða formanninum að biðja um meiri pening í vallarmálin? „Nei, nei. Ég veit alveg hvernig staðan er. Auðvitað er maður alltaf að reyna fá eitthvað nýtt inn, eitthvað sem getur hjálpað manni í manns starfi. Það er líka undir öðrum aðilum komið að þetta sé í lagi. Reykjavíkurborg er til að mynda ekki að setja mikinn pening í vallarmál í Reykjavík, það er betur staðið að þeim málum í sveitarfélögum á borð við Kópavog og Hafnarfjörð. Maður verður bara að vinna með það sem maður hefur úr að moða.“ Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Núna er þetta allt í lagi. Lítur ekkert hræðilega út eins og var raunin í fimmtán gráðu frosti í fyrra á þessum tíma,“ segir Magnús Valur, vallarstjóri Meistaravallar hjá KR, um stöðuna á vellinum núna mánuði fyrir upphafsflautið í Bestu deild karla. „Það er smá óvissa ríkjandi í kringum það hvernig veðrið verður fram að fyrsta leik. Það mun hafa mikið að segja.“ Við höfum ekkert gert fyrir fótboltavellina okkar. Grasvellirnir hafa ekki verið byggðir upp eftir nútímastöðlum. Þetta væri ekkert vesen ef við værum með rétt uppbyggða velli og undirhita undir völlunum. Þá værum við ekki einu sinni í þessari umræðu. Magnús Valur Starf þitt sem vallarstjóri KR á þessum tímapunkti. Ertu vakinn og sofinn yfir veðurspám þessa dagana? Er maður kvíðinn fyrir mögulegu hreti? „Ég get allavegana sagt þér það að ég er búinn að vera fylgjast með veðurspánni til lengri tíma núna og kíki alltaf um leið langt fram í tímann. Eins og staðan er núna þá lítur ekki út fyrir að við séum að fara fá eins mikið frost og í fyrra á þessum tíma. Sá vetur var hörmulegur. Veðurspáin fram undan lítur töluvert betur út en í fyrra. Ég hef því ekki eins miklar áhyggjur af því að það muni deyja eins mikið af grasi eins og gerðist á síðasta ári.“ Þokkalega bjartsýnn En hver er raunveruleg staða Meistaravalla núna, innan við mánuði þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla? Hún er nokkuð góð að mati Magnúsar og staðreyndin er sú að KR á ekki fyrsta heimaleik í deildinni fyrr en 20.apríl í þriðju umferð. Verður völlurinn klár fyrir fyrsta heimaleik? „Ég vona það já og er þokkalega bjartsýnn fyrir því. Næsta verk hér er að koma einhverjum dúk yfir völlinn til þess að reyna mynda hita á honum. Hann gæti orðið leikfær í kringum 20. apríl. “ Dúk á völlinn segir Magnús en er hægt að grípa til einhverra aðra töfralausna til þess að hjálpa vellinum að ná sér fyrr? „Nei, í raun og veru ekki núna á þessum tímapunkti. Sér í lagi þar sem að þessi völlur, sem og grasvellir á heildina litið á Íslandi eru ekki með undirhita. Nema já hybrid-æfingavöllurinn sem FH er að prófa.“ Hybrid heillar „Hybrid æfingavöllurinn hjá FH yrði leikhæfur um þetta leiti sem við erum að tala um en hvað keppnisvöll liðsins í Kaplakrika varðar, sem er eins og Meistaravellir grasvöllur án undirhita, er kannski ekki sömu sögu að segja. Við sem erum að sjá um þessa grasvelli erum meira í því að leggja traust okkar og vonir á gott veðurfar.“ Svona hybrid völlur eins og er verið að prufukeyra í Kaplakrika. Þannig völlur hlýtur að vera draumur vallarstjórans eða hvað? „Já, að sjálfsögðu. Ég er náttúrulega búinn að tala fyrir þessu í að verða tíu ár núna. Við höfum ekkert gert fyrir fótboltavellina okkar. Grasvellirnir hafa ekki verið byggðir upp eftir nútímastöðlum. Þetta væri ekkert vesen ef við værum með rétt uppbyggða velli og undirhita undir völlunum. Þá værum við ekki einu sinni í þessari umræðu.“ Þú værir töluvert rólegri yfir stöðunni ef það væri upphitaður hybrid völlur hér í Vesturbænum? „Já, auðvitað væri maður alltaf rólegri. Þá myndi maður vita það fyrir víst að það yrði alltaf hægt að spila hér. Versta sem getur gerst fyrir okkur er að geta ekki spilað heimaleiki á heimavellinum okkar. Að sjálfsögðu reyni ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hlutirnir verði í lagi.“ Jákvæður andi í kringum KR Í aðdraganda þessa tímabils er ekki laust við að maður skynji jákvæðni í kringum KR og vott af spennu fyrir komandi mánuðum. Karlaliðið er að halda inn í tímabilið með nýja þjálfara eftir að Gregg Ryder var ráðinn inn í stað Rúnars Kristinssonar. Veskið hefur verið opnað og spennandi leikmenn verið fengnir inn og bendir allt til þess að KR-ingar séu ekki hættir á leikmannamarkaðnum. Þessi stemning og spenna í kringum liðið núna. Eykur það pressuna á vallarstjórann að hafa allt í toppstandi hvað völlinn varðar? „Að sjálfsögðu viljum við að allt sé alltaf í toppstandi. Andinn í kringum félagið núna er búinn að vera mjög jákvæður og það er búið að vera rosalega gaman að sjá alla brosandi og jákvæða fyrir hlutunum. Menn eru að sjá bjarta tíma fram undan og vonandi fer eitthvað að gerast í vallarmálum hjá félaginu og ekki bara hér heldur á Íslandi í heild sinni. Við viljum spila á grasi. Fótbolti er spilaður á grasi eins og ég hef sagt oft áður. Ég held að við heltumst úr lestinni ef við færum okkur að öllu leiti yfir í plastvellina.“ Ryðst ekki inn á skrifstofu framkvæmdastjórans En þú sem vallarstjóri. Horfandi upp á nýja leikmenn koma hingað í Vesturbæinn, félagið að rífa upp veskið. Ertu strax mættur á skrifstofuna hjá framkvæmdastjóranum eða formanninum að biðja um meiri pening í vallarmálin? „Nei, nei. Ég veit alveg hvernig staðan er. Auðvitað er maður alltaf að reyna fá eitthvað nýtt inn, eitthvað sem getur hjálpað manni í manns starfi. Það er líka undir öðrum aðilum komið að þetta sé í lagi. Reykjavíkurborg er til að mynda ekki að setja mikinn pening í vallarmál í Reykjavík, það er betur staðið að þeim málum í sveitarfélögum á borð við Kópavog og Hafnarfjörð. Maður verður bara að vinna með það sem maður hefur úr að moða.“
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira