Seðlabankastjóri grípur boltann frá verkalýðshreyfingunni Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2024 12:36 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nú þegar meginlínur langtíma kjarasamninga liggi fyrir væri boltinn hjá Seðlabankanum. Stöð 2/Arnar Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga góð tíðindi og hugsunin í samningunum væri góð. Nú væri boltinn hjá Seðlabankanum en hann ákveður meginvexti sína í næstu viku. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagslífsins á fundi í morgun. Þar kom fram að peningastefnan með hækkandi vöxtum hefði náð að hægja mikið á hagkerfinu og hagvexti. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist vona að nýgerðir kjarasamningar og sú stefna sem þeir mörkuðu með hófsömum launahækkunum á næstu fjórum árum, verði innleg til minni verðbólgu og lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýundirritaða kjarasamninga góð tíðindi í baráttunni við verðbólguna.Stöð 2/Arnar „Þetta eru góð tíðindi. Þetta eru samningar til lengri tíma. Mér finnst hugsunin í samningunum líka vera góð. En þeir eru náttúrulega flóknir. Margir þættir inni í þeim eins og tillaga ríkisins. Einnig eru ólíkar stéttir að koma saman. Þannig að við höfum kannski ekki alveg heildaryfirsýn yfir samningana eins og sakir standa,“ segir Ásgeir. En seðlabankastjóri og félagar hans í peningastefnunefnd hafa viku til að melta samningana þar til sú nefnd tekur ákvörðun um meginvexti bankans, sem greint verður frá eftir viku. Við undirritun samninga breiðfylkingarinnar í síðustu viku sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins að samningarnir væru eftir forskrift Seðlabankans og þess vegna væri boltinn nú kominn þangað. „Það er alveg rétt. Boltinn er hjá okkur. Að ná niður þessari verðbólgu og ná verðstöðugleika. Það er bara sú ábyrgð sem Seðlabankinn mun axla í þessu,“ segir seðlabankastjóri. Mjög hratt hefur dregið úr umsvifum í íslensku efnahagslífi undanfarna mánuði og hagvöxtur minnkað mikið. Ásgeir segir hagvöxt hafa samanlagt verið tuttugu prósent á undanförnum þremur árum, þar af níu prósent árið 2022. Nú stefni hans hins vegar í 1,9 prósent á þessu ári. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem seðlabankastjóri flutti í morgun sagði hann fjármálakerfið hins vegar standa á traustum fótum. „Skuldahlutföll hafa almennt lækkað og eru nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hefur batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hefur greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil eru þó enn lítil,“ sagði Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Funda með félagsmönnum fyrir upphaf atkvæðagreiðslu Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins munu funda með fulltrúum aðildarfyrirtækja þess klukkan 11 í dag. Atkvæðagreiðsla um Stöðugleikasamninginn svokallaða hefst svo í framhaldi af fundinum. 13. mars 2024 10:56 Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. 13. mars 2024 09:07 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagslífsins á fundi í morgun. Þar kom fram að peningastefnan með hækkandi vöxtum hefði náð að hægja mikið á hagkerfinu og hagvexti. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist vona að nýgerðir kjarasamningar og sú stefna sem þeir mörkuðu með hófsömum launahækkunum á næstu fjórum árum, verði innleg til minni verðbólgu og lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýundirritaða kjarasamninga góð tíðindi í baráttunni við verðbólguna.Stöð 2/Arnar „Þetta eru góð tíðindi. Þetta eru samningar til lengri tíma. Mér finnst hugsunin í samningunum líka vera góð. En þeir eru náttúrulega flóknir. Margir þættir inni í þeim eins og tillaga ríkisins. Einnig eru ólíkar stéttir að koma saman. Þannig að við höfum kannski ekki alveg heildaryfirsýn yfir samningana eins og sakir standa,“ segir Ásgeir. En seðlabankastjóri og félagar hans í peningastefnunefnd hafa viku til að melta samningana þar til sú nefnd tekur ákvörðun um meginvexti bankans, sem greint verður frá eftir viku. Við undirritun samninga breiðfylkingarinnar í síðustu viku sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins að samningarnir væru eftir forskrift Seðlabankans og þess vegna væri boltinn nú kominn þangað. „Það er alveg rétt. Boltinn er hjá okkur. Að ná niður þessari verðbólgu og ná verðstöðugleika. Það er bara sú ábyrgð sem Seðlabankinn mun axla í þessu,“ segir seðlabankastjóri. Mjög hratt hefur dregið úr umsvifum í íslensku efnahagslífi undanfarna mánuði og hagvöxtur minnkað mikið. Ásgeir segir hagvöxt hafa samanlagt verið tuttugu prósent á undanförnum þremur árum, þar af níu prósent árið 2022. Nú stefni hans hins vegar í 1,9 prósent á þessu ári. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem seðlabankastjóri flutti í morgun sagði hann fjármálakerfið hins vegar standa á traustum fótum. „Skuldahlutföll hafa almennt lækkað og eru nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hefur batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hefur greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil eru þó enn lítil,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Funda með félagsmönnum fyrir upphaf atkvæðagreiðslu Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins munu funda með fulltrúum aðildarfyrirtækja þess klukkan 11 í dag. Atkvæðagreiðsla um Stöðugleikasamninginn svokallaða hefst svo í framhaldi af fundinum. 13. mars 2024 10:56 Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. 13. mars 2024 09:07 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47
Funda með félagsmönnum fyrir upphaf atkvæðagreiðslu Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins munu funda með fulltrúum aðildarfyrirtækja þess klukkan 11 í dag. Atkvæðagreiðsla um Stöðugleikasamninginn svokallaða hefst svo í framhaldi af fundinum. 13. mars 2024 10:56
Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. 13. mars 2024 09:07
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17