Sagður þukla á mömmu sinni í myndbandi sem veldur hneykslun Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 07:31 Aroldis Chapman hefur tvívegis orðið bandarískur meistari í hafnabolta en einnig komist í fréttirnar af mun verri ástæðum. Getty/Daniel Shirey Aroldis Chapman hefur valdið mikilli hneykslun á meðal hafnboltaáhugafólks með myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum, þar sem hann sést þukla á brjóstum eldri konu, utan klæða. Talið er að konan sé móðir hans. Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann. Hafnabolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann.
Hafnabolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira