Stökkbreyting í alþjóðamálum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 21. mars 2024 14:31 Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun